Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.03.2001, Page 23

Bjarmi - 01.03.2001, Page 23
Gættu þín því Guð er Drottinn, vandlátur Guð. Hann sagði líka: „Hvers krefst Drott- inn Guð þinn af þér nema þess að þú óttist Drottin Guð þinn?“ (5. Mós. 10,12.) Eg las líkajobsbók. Mérfannstjob standa sig svo vel í rökræðunum en líka hann varð að lúta Guði og segja eftir að Guó sjálfur hafði ávarpað hann. „Eg þekkti þig af af- spurn en nú hefið auga mitt litið þig! Fyrir því tek ég orð mín aftur og iðrast í dufti og ösku“ (Job 42, 5-6). Nióurlagsorðin hjá Prédikaranum urður mér líka hugstæó: „Ottastu Guð og haltu hans boðorð því að það á hver maóur að gjöra“ (Préd. 11,13) Vissulega greip mig ótti um sálarheill mína þegar ég stóð frammi fyrir slíkum Guði. Þannig var ástand mitt þegar við vor- um að lesa Rómverjabréfið. Eg átti bara mína barnatrú sem hafói stuðlað að því aö ég leit á mig sem réttlátan en ekki réttlætt- an. Eg barðist við þessa hugsun þennan vetur og allt næsta sumar. Eg átti þó gott bænasamfélag með félögum mínum. Mér fannst þeir eiga frið við Guó — höfðu öðl- ast réttlæti — en ekki ég. Eg var svo bund- inn við lögmálið því ef ég vildi vera sannur þá fann ég að ég gæti ekki uppfyllt allt lög- málið. Samkvæmt því var ég sekur, já, bölv- aður ef einn stafkrókur þess væri brotinn en ég hafði brotió margt. Eg hélt þó áfram að lesa Biblíuna og þaó var ekki fyrr en ég var langt kominn með Gamla testamentió að ég staðnæmdist við orð hjá Míka spá- manni: „Hver er slíkur Guð sem þú, sá er fýrirgefur leifum arfleifðar sinnar misgjörð þeirra og umber fráhvarf þeirra, sem eigi heldur fast við reiði sína eilíflega heldur hef- ur unun af aó vera miskunnsamur?“ Hvað gat þetta táknað? Gat það verið að unun Guðs hefi komið fram í Jesú Kristi? Ég sá allt í einu Guð sjálfan vera í Kristi, líðandi á krossi til að uppfylla lögmálið fyrir mína hönd. Hann sýndi mér allt þetta í mætti og heilagleika í upprisu sinni. Hann hafði allt vald á himni og jörðu og gat því sagt vió mig: „Barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar." Frá þeim tíma hef ég mátt lifa í þessu fyrirheiti, í þessu réttlæti, og átt frið við Guð alla mína daga, þó ég sé sami syndarinn og áður. Höfundur er fyrrverandi skrifstofumaður. EGYPTALAND Sýningar leyfðar ájesú-myndinni Leiðtogar múslima við Al Azhar háskólann í Kaíró hafa skoðað hina heims- þekktu kvikmynd um Jesú sem byggð er á Lúkasarguðspjalli, en hún var kynnt í 4. tbl. Bjarma á sl. ári í tilefni af því að unnið er að útgáfu á henni með íslenskri þýðingu. Niðurstaða leiðtoganna við Al Azhar-háskólann var sú að leyfa sýningar á myndinni fyr- ir múslima í Egyptalandi, skv. frétt frá samtökunum Open Doors. Margir múslimar í öðrum löndum hafa tekið trú ájesú Krist eftir að hafa séð mynd- ina. um víða1..., verold SVÍÞJÓÐ Gagnrýni á tillögu um skólafag Sænski menntamálaráðherrann, Ingegerd Wárnersson, hefur sett fram til- lögu um að slá saman trúarbragðafræðum og samfélagsfræóum í eitt stórt kjarnafag í framhaldsskólum. Tillagan hefur verið gagnrýnd, meðal annars af trúarbragðafræðikennaranum Hákan Arlebrand í blaóinu Nya Dagen. Hann heldur því fram að þetta muni leiða til þess að trúarbragðafræðslan verði yf- irborðskennd. Nokkrir þingmenn hafa einnig gagnrýnt tillöguna og telja að verði hún samþykkt muni það leiða til þess að trúarbragðafræði þynnist út í framhaldsskólum landsins. SVÍÞJÓÐ Múhameó oróið algengt nafn Múhameð var algengasta nafnið sem nýfæddum drengjum í Malmö í Sví- þjóð var gefið árið 2000 eða 34 samtals. í Svíþjóð allri voru 170 drengir látnir heita í höfuðið á Múhameð og er nafnið því í 68. sæti á landsvísu það árið. Samkvæmt hefð múslima gefa islömsk hjón fýrsta syni sínum gjarnan nafnið Múhameð. í árslok árið 2000 báru 7938 manns í Svíþjóð einhverja útgáfu af nafni spámannsins. NOREGUR Nýtt, kristilegt tímarit Um áramótin sameinuðust Norska heimatrúboóið og Santalmisjonen í ný samtök undir heitinu Normisjon. Um leið var hafin útgáfa nýs tímarits sem ber heitið agenda 3:16 og kemur það f stað þeirra tímarita sem hreyfingarn- ar gáfu út áður, þ.e. For fattig og rik og Santalen. Markmiðið meó útgáfu hins nýja tímarits er meðal annars að ná út fýrir raðir þeirra sem tilheyra fé- lögunum í Normisjon. Nafnið agenda 3:16 vísar meðal annars til litlu Biblfunnar svokölluðu í Jóh. 3:16, en ekki bara til hennar heldur til ýmissa annarra ritningarversa f Nýja testamentinu sem bera töluna 3:16. Aðalritstjóri blaðsins, Espen Uta- ker, skýrir þaó út í grein í 1. tbl. og bendir á að þetta eru m.a. ritningarvers sem fjalla um mikilvæg atriði kristinnar trúar og lífs, t.d. um skfrnina (Lúk. 3:16), kærleikann (Jóh. 3:16), lærisveina (Mk. 3:16), afturhvarf til trúar (2. Kor. 3:16), bæn (Ef. 3:16), áminningu og lofsöng (Kól. 3:16), fræðslu (2. Tím. 3:16) og líkama og sál (1. Kor. 3:16). 23

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.