Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2001, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.03.2001, Blaðsíða 8
Páll tekur þátt í tónlistarflutningi á samkomum Krossins en er þó ekki í að- alhlutverki þar. Frændsystkin hans sjá um það og hafa gert um langt skeið. „Eg kem bara og syng meó hinum,“ segir hinn 27 ára gamli söngvari sem í tvígang hefur verið kosinn söngvari ársins á Is- landi. Sú nafnbót virðist þó ekki hafa stigið honum til höfuðs, þó svo að hann játi því aðspurður að vera „egóisti". „Já, já, ég er þaó. En erum vió ekki öll „egóistar“? Elskum við náungann eins og okkur sjálf? Eg held að ef maður er ekki „egóisti" þá geti maður ekki elskað aóra.“ Cuðni Cunnarsson, Páll ogjóhannes bróðir Páls í sunnudagaskóla Krossins löngu áður en hugmyndin að Jet Black Joe vaknaði. með sér: „Vá, ef ég segi frá þessu á enginn eftir að trúa mér.“ En er þessi kraftur enn til staðar í lífi Páls, fimm árum síðar? ,Já, en það er nú bæði upp og niður hjá mér eins og öllu eðlilegu fólki. En þessi sannfæring sem ég öðlaðist þetta Nei, ég triíi því aó kvöld fer aldrei, þessi trú fer aldrei. Ég mun aldrei gefa lífið upp á bátinn." En skyldi Páll aldrei hugsa til baka og vilja hverfa aftur út í fjöldann og til fyrra lífs? „Nei, alls ekki,“ segir hann og hlær. „Ég hef engan áhuga á að fara í sama farið aftur, alls engan áhuga.“ Þegar Páll hóf aö venja komur sínar í Krossinn að nýju hafði hann augun opin með hugsanlegt kvonfang í huga. Leitin bar árangur ári síðar þegar hann sá Sig- ríði Margréti Olafsdóttur á samkomu. „Ég var giftur henni fjórum mánuðum eftir að við byrjuðum saman. Við eigum eitt barn saman en auk þess á hún tvö og ég eitt, þannig að samtals eigum við nú fjögur börn, sannkölluð nútímafjöl- skylda,“ segir hann og bætir við með glampa í augum aó Sigríður sé mjög fal- leg og að hann hafi verið viss frá upphafi þeirra sambands að hann gæti „sætt sig við hana“, eins og hann orðar það. blessun fylgi því að taka þátt í kristilegu starfi. Kristin trú gengur í raun út á það að lcegja sjálfan sig til að upphefja Drottin. Þannig hef ég hlotið blessun fyrir það að kannast við Guð fyrir mönnum í gegnum tónlistina. Þegar talið berst að kristilegri íslenskri tónlist er augljóst að Páll hefur mjög ákveðnar skoóanir. Hann segist vera full- komnunarsinni og vilji því vanda sig við tónlistarflutninginn. En þýðir það að hann neiti að starfa með öðrum sem stunda óvandaðri vinnubrögð? „Nei, ég trúi því að blessun fylgi því að taka þátt í kristilegu starfi. Kristin trú gengur í raun út á þaó að lægja sjálfan sig til að upphefja Drottin. Þannig hef ég hlotið blessun fyrir það að kannast við Guð fyrir mönnum í gegnum tónlist- ina.“ Páll heldur áfram aó tala um kristilega tónlist og segist ósáttur við það að aldrei sé gert ráð fýrir að borga tónlist- armönnum fyrir vinnu þeirra í kristilegu starfi. Hann telur ástæðuna vera peningaskort og I

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.