Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2001, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.03.2001, Blaðsíða 4
Sá Guólega þenkjandi náttúruskoðari Bjami E. Guóleifsson Fyrir kirkjudyrum á Möóruvöllum í Hörgárdal er flatur legsteinn frá 1846 með höggvinni áletrun, ábending- um til manna um aó trúa á Guó. Þetta er legsteinn Jóns lærða Jónssonar sem löngum var kenndur vió Möórufell og endaði ævistarf sitt á Möðruvöllum. Jón vildi hafa legstein sinn við kirkjudyr þannig að menn gætu lesið þessa síð- ustu áminningu hans þegar þeir kæmu úr kirkju. Jón lærói var merkur maður og gaf út mörg merkileg smárit og var með- al annars baráttumaður fyrir stofnun Biblíufélags og kristniboðsfélags. Alls munu smárit hans hafa verið um 80 og eitt þeirra glugga ég stundum í, en þaó kom út árið 1798 og ber nokkuð langt en afburða fallegt heiti: „Sá Guðlega þenkjandi náttúru-skoðari, það er hugleiðing yfir byggmgu heimsins, eður handarverk Guðs á himni ogjörðu." Ritió er eins konar nátt- úrufræði, auóvitað barn síns tíma, þýtt úr dönsku og meó miklum skýringum neðanmáls frá þýðandanum, Jóni lærða. Það er einkum heitið, „Sá Guðlega þenkjandi náttúruskoðari", sem hefur dregið mig að þessum bæklingi og ég vitna oft til hans og vil gjarna að heiti hans geti átt við mig. Þarna er heimurinn og náttúran kynnt á einfaldan hátt fyrir lesandanum og allt er talið bera vitni um dýrð Guðs. Stórt og smátt Heimurinn er í augum okkar mannanna óendanlega stór og nú á seinni árum hafa vísindin einnig sýnt okkur smæðina. Maðurinn kíkir út í aðrar vetrarbrautir og nú skyggnist hann einnig inn í innstu kjarna efnisins og þar er lesið stafróf lífs- ins. Margir hafa talið að aukin þekking á fyrirbærum náttúrunnar mundi sanna að enginn Guð væri til. Svo hefur ekki farið, aukin þekking sýnir og sannar betur og betur að á bak við þetta mikla listaverk hlýtur að búa skapari. Sumir telja sig finna Guð í náttúrunni. Þeir segja að vió skoóun á fegurðinni komist þeir í hrifningarástand og nái þannig sambandi við Guð. Vissulega get- ur sköpunarverkið vakið athygli okkar á skaparanum og veitt okkur einhverjar upplýsingar um hann, en honum kynn- umst við aldrei til fullnustu meó því að skoða handaverk hans. Við kynnumst ekki Kiljan með því að lesa bækurnar hans eða Kjarval með því að skoða myndverk hans, en við fáum vissar upp- lýsingar um þessa listamenn. Við hefð- um kynnst þeim efvið hefðum hitt þá og talað við þá. Skaparanum kynnumst viö einungis með því að eiga samtal vió hann í bæn og lestri orðsins. Aó líta upp ... „Himnarnir framtelja Guðs dýrð, og festingin verkin hans handa ... Himnarnir og þau stóru Guðs sköpuðu verk, blasa fyrir allra augum, svo einn og sérhvörr, sem þau aðeins með minnsta skynbragði hugleiðir, hlýtur að viður- kenna: að verk hans eru stór og furðanleg, og hvörr kann þau að telja! Því að vísu fmnast nockrir þeir, er sjá gjörvallt þetta fyrir augum sér, án minnstu íhugunar og sinnishrœringar, og eru því aldrei hœfir að lipta þaunkum sín- um í hœðirnar, frá hugleiðingu skepnanna til skaparans, já hvurjir jafnvel dyrfast að neita þeim Guði, sem þá gjört hefr. “ Veröldin er falleg, ekki síst Island: Tíg- uleg fjöll, friðsælir eyðidalir, góðvióris- bólstar á heióbláum himni, glitský, fag- urt sólsetur, stjörnubjartur næturhiminn og norðurljós. Það er blindur og tilfinn- ingasnauður maður sem ekki hrífst af þessari fegurð, og ef hann trúir á Guð gefur hann skaparanum dýrðina. Slík hrifning ætti að vera hvöt til þess að leita á fund listamannsins, skaparans. .... og horfa nióur „Hvílikann vi'sdóm, hvílika kúnstu og hvílika byggingu er eigi að fmna í hverjum einum parti hinnar minnstu jurtar ... fuglarnir ... gefa ríkulegt tilefni til að skoða og hugleiða skapar- ans vísdóm ... Efvérstígum með þánka vora í himininn upp ... sjáum vér óendanlegleikann í því stóra, eins og hér á jörðu niðri óendanleik- ann íþvísmáa. “ Þaó er líka mikil fegurð fólgin í smæð- inni: Tifandi maríuerla, litfagurt blóm, suðandi hunangsfluga, daggarskreyttur köngulóarvefur. Spekingur hefur sagt: „Flestir eru aðeins læsir á stóra letrið í bók sköpunarverksins og líta ekki á það sem letrað er smátt á vallarblóm og vængi 4

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.