Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2001, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.03.2001, Blaðsíða 10
Ncer Á göngu í Eden lífsins I Ijósi Hlýju Andartak gleði Þú kemur þú Jesús og spyró mig; Elskar þú mig? Full af þakklæti Mæti ég brosandi glöðu andliti þínu I Getsemane lífsins Nístandi sársauka Sorg Helkulda Þá kemur þú Jesús og spyrð mig: Elskar þú mig? Án orða lít ég í augu þín Og mæti sorg minni í þínum augum Eins og barn Hvíli ég í vöggu náóarinnar Þú Jesús ferð um mig Græðandi höndum Og spyró mig: Elskar þú mig? Þú ert nær mérjesús en ég sjálf Er það að elska? Óhreinn spegill Oendanlegur kærleikur Ekki mannanna Heldur þinn Ó Guð Að endurspegla kærleika þínum Til annarra Ég græt Guð yfir því Aó vera svo óhreinn spegill TJANING TRUAR í LJÓÐUM Margir hafa tjáó og túlkað trú sína í Ijóóum. Bjarmi baó tvær konur sem yrkja trúarleg Ijóð um aó fá aó birta Ijóó eftir þær og uróu þær góófúslega vió því. Þær heita Halla Jónsdóttir og Lísa Jónsdóttir. Þær voru einnig beónar aó segja örlítió frá sjálfum sér og af hverju þær yrkja trúarleg Ijóó. Lutf,er«*w HWttund Hallajónsdóttir Ljóóið er form hjartans Halla segir þetta um sjálfa sig og ástæður þess að hún yrkir: „Ég er kennari að mennt auk þess sem ég hef verið svo lánsöm að geta lesið ýmsar greinar eins og guðfræði og hug- myndasögu. Ég er tveggja barna móðir. Ég hef verið kristin frá unglingsárum og trúin á Jesú Krist er akkeri lífs míns. Þaó er mikil gæfa að snerta ekki daginn fýrr en hann hefur verið lagður í Jesú hendur og aó fá að Ijúka deginum með því aö fela honum allt sem dagur og nótt bera í skauti sér. Ég starfa á Fræósludeild þjóókirkjunnar á Biskupsstofu. Ljóðið er mér afar hugleikið form. Þegar sem barn las ég mikió af Ijóðum og fór snemma að reyna aó setja hugsanir mínar fram á því formi. Trúin er svo samofin dýpstu tilfinn- ingum og hjartslætti þess sem er kristinn. Orð ná aldrei að fullu að túlka þann innri veruleika en form Ijóðsins er þaó sem kemst næst því. Hugsanir og oft bænir er gott aó reyna aó orða á þennan hátt. Fyrir mér er Ijóðið form hjartans og því form tjáningar kærleikans og lifandi trúar.“

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.