Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2001, Síða 7

Bjarmi - 01.03.2001, Síða 7
ef engan áhuga l aó fara í sama farió aftura Fimm ár liðin síóan Páll Rósinkranz yfirgafjet Blackjoe, frelsaðist og hóf nýtt líf Áóur en No Turning Back kom út rak Páll hjólbarðaverkstæði í Kópavogi fyrir frænda sinn. „Eg hætti á verkstæðinu sl. sumar vegna skipulagsbreytinga þar og sneri mér aó tónlistinni. Það var mikil vinna í kringum plötuna þannig að ég gat ekki verið fastur í annarri vinnu á sama tíma. I dag reyni ég að lifa á tón- listinni, a.m.k. á meðan ég kemst upp meó það,“ segir Páll en bætirvió að slíkt sé mjög erfitt á Islandi. Þó svo að Páll Rósinkranz leggi nú áherslu á „sóló“-feril sinn hefur hann oft komið fram með hljómsveitinni Christ Gospel Band. Hann segir þá hljómsveit hafa skipt um nafn og heiti nú Link. „Við erum ekki beinlínis starfandi eins og er. Reyndar höfum við fengið boð um aó spila á unglingahátíð í Bandaríkjunum í haust og ef af því veróur munum við auó- vitað æfa fyrir það“. Páll segir að þá myndu þeir hugsanlega kalla sig Pál Rós- inkranz og Link. Hann setur stefnuna á upptökur, en hvort það verði með þessari hljómsveit veit hann ekki því hann vill ein- beita sér að „sóló“-ferlinum eins og er. Það vakti athygli á sínum tíma þegar unglingar í Vestmannaeyjum losuðu sig við ókristilega tónlist á bál. En skyldi Páll hafa hent plötum úr safni sínu sem inni- héldu boðskap sem var í ósamræmi við nýjan lífsstíl hans? Já, ég held að ég hafi hent einhverjum plötum með Iron Maiden. Reyndar var ég ekki þessi týpa sem var alltaf að kaupa sér plötur. Eg átti ekki mikið af plötum þannig að þetta var ekki mikil fórn af minni hálfu.“ Páll bætir svo við að sem dæmi um fá- tæklegt plötusafn hans eigi hann aðeins eina af þremur plötum Jet Black Joe. En hlustar hann á hana? „Ég hlusta kannski á hana á tveggja ára fresti, mér til gam- ans og til að athuga hvernig hún eldist.“ Frelsun Páls hafði augljóslega víðtæk áhrif á líf hans og hann sneri blaðinu al- gjörlega við aó sannra lærisveina hætti. Páll hefur orðið var við misskilning á hugtakinu að frelsast. „Að vera frelsaður merkir að þú trúir því aó Jesús hafi dáið á krossinum og svo risið upp frá dauð- um fyrir þínar syndir. Ef maður trúir þessu í hjarta sínu, játar þetta og leyfir játningunni aó vinna í sér þá mun maður verða hólpinn,“ segir Páll og vitnar í nafna sinn, postulann, úr Rómverjabréf- inu 10:9 máli sínu til stuðnings. Hann segist stundum vera spurður hvort það sé nauðsynlegt að frelsast á samkomu í Krossinum en því neitar hann, slíkt geti gerst heima í stofu. Að Páll skuli hafa valið Krossinn eftir að hafa snúið baki við heiminum er eng- in tilviljun, þangað sótti fjölskylda hans og gerir enn. Móðursystir hans er eigin- kona Gunnars Þorsteinssonar forstöðu- manns og Páll var tíóur gestur í sunnu- dagaskóla Krossins á sínum yngri árum. Meó grönum og gelgjustælum hætti Páll þó að sækja Krossinn og sneri sér að annars konar tónlist. Hann var þó allan tímann skráður í Krossinn, þó hegðun hans á tímabili hafi ekki bent til þess. „Það var búið að velkjast lengi í mér að fara aftur í Krossinn," segir Páll um Jet Black Joe-árin. „Ég trúði alltaf, það var aldrei spurning, en ég var ekki maður til að standa undir trúnni. Svo kom að því að ég mætti á nokkrar samkomur og á einni þeirra var boðið upp til fýrirbæna og ég ákvað að taka sénsinn. Ég fór fram, fékk fyrirbæn og þá upplifði ég eina mögnuðustu lífsreynslu sem ég hef lent í. Ég fékk straum niður í hendurnar og einnig um andlitið." Páll segir upplifunina svipaóa vægu raflosti og hann hugsaði 7

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.