Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2001, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.03.2001, Blaðsíða 9
afleiðingarnar verði þær að „það getur enginn sinnt tónlistinni af heilum hug. Þannig renna margar góóar hugmyndir út í sandinn vegna peningaskorts. Stund- um mega hlutirnir vera illa unnir vegna þess að þeir eru kristilegir og af sömu ástæðu má enginn fá borgaó. Nú eru forstöðumenn á launum og sá sem skúr- ar er á launum en ekki sá sem sér um tónlistina. Samt þarf viðkomandi að mæta á æfingar og sinna tónlistinni ásamt því að vera í fullri vinnu annars staðar. Hugarfarsbreytingar er þörf. Við vitum að það eru ekki miklir fjármunir í kristilegu starfi og menn þurfa að vera nokkurs konar betlarar Guðs til að halda starfinu gangandi. Þetta er hrikalegt, fólk á auðvitað að koma með tíundina til húss Guðs svo ekki þurfi að vera endalaust „betl“ 1 gangi- Sumir upplifa þetta viðhorf sem einhverja græðgi. En til þess að hlut- irnir geti gengið upp þarf maður að sinna verkinu og til þess þarf peninga.“ Páll bætirvið að allt kosti peninga, jafnvel það aó svara kalli náttúrunnar. Þetta er hrikalegt, fólk á auövitaö að koma með tíundina til húss Guðs svo ekki þurfi að vera endalaust „betl“ ígangi. Sumir uppiifa þetta viðhorf sem einhverja grceðgi. Nú vindum við okkar kvæði í kross og ég spyr Pál hvernig hafi staðið á fram- boði hans fyrir kristilega stjórnmála- flokkinn fyrir alþingiskosningarnar 1999. Það kemur örlítið á Pál við spurninguna. Hann hafði gleymt þessari pólitísku for- tíð sinni en er svo fljótur að átta sig. „Heyrðu, já! Jú, það getur verið að ég hafi verið í framboði. Ég var búinn að gleyma þessu. Guðlaugur Laufdal hringdi í mig og í fýrstu var ég ekkert á því að fara í framboð. Líklega vantaði þá einfaldlega menn á listann og ég gat auðvitað ekki annað en verið sammála stefnumálunum þannig að ég ákvað á endanum að leggja þessu lið.“ Aðspurður og eftir nokkra um- hugsun segir Páll að hann muni ekki bjóða sig fram fyrir næstu kosningar. „Ég held að ég sé of ungur og þó ég geti verið málefnalegur þá er það ekki á stefnunni hjá mér aó komast á þing. Auk þess er ég ekki pólitískur." I lok samtals okkar berst talið að þjóð okkar, Islendingum, sem í fyrra fagnaði þúsund ára kristni í landinu. Páll telur skilin milli trúaðra og annarra vera stöðugt að verða skýrari. „Við Islending- ar erum eiginlega kristnir innan gæsalappa og ég held aó það sé ekki alslæmt. Fólk hugsar meira og meira um þessi mál og ég trúi því að eftir því sem heimurinn verði verri þá vakni fleiri af svefninum,“ segir Páll að lokum, stað- ráðinn í að nýta sterka rödd sína við þá vakningu. 9

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.