Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2001, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.03.2001, Blaðsíða 11
Þakklceti Lísa Jónsdóttir Guó gefur mér Ijóóin Lísa Jónsdóttir er leikskólakennari og býr í Reykjavík. Um ástæður þess aó hún yrkir, segir hún: „Drottinn gaf mér aftur trú á sjálfa mig, hann gaf mér stórkostlega náóargjöf. Ég opnaði hjarta mitt fyrir honum og Heilagur andi mætti mér. Guó einn getur mætt okkar þörfum algjörlega. Ég þarf að gera það sem andi hans segir mér að gera. Þannig verður meira jafnvægi í trúarlífi mínu ef ég hlýði honum. Það er köllun mín að deila Ijóði mínu og hugleiðingum með öðrum svo að þeir geti verið í honum og eignast vonarríka framtíð og blessun. Ég þarf aó treysta, trúa og meðtaka og halda alltaf í hönd Guðs. Það er eingöngu Guð sem starfar í mér °g gefur mér Ijóóin og það er aðeins fýrir kraft Heilags anda sem þau fá að flæða. Guó skapaði mig, elskar mig eins og ég er og hann hefur ákveóinn tilgang með líf mitt. Og þannig er það einnig með þitt líf. Ég þakka Jesú og upphef hans nafn með þessum Ijóðum." Trén svo nakin eftir sumar- og haustmánuðina. Laufið er fallið og nýr klæðnaóur sköpunarinnar fellur niður á trén þegar veturinn býóur okkur velkomin í sína hvítu veröld. Núna eru það fuglarnirsem hreiðra um sig í hópum á milli greinanna og fýlla gráan hversdagsleikann með sínum undurfagra söng sem er sköpun Guðs. Ætli fuglarnir lofi Guð? A þessari stundu voru þeir fýlltir andanum. Hvílík blessun og þakklæti fýllir hjartaó. Að eiga svona náðarstund með besta vini sínum. Enn og aftur sigraði ég óvininn, með hjálp Guðs. Heilagur Andi Þú, heilagur Andi, flæðandi ferð um líkama minn meó öllum þínum lífsins krafti og kærleika. Fyllir tómió hið innra og spilar á taugarnar, svo létt að um mig fer straumur. Allar gáttir opnast, samspil fullkomnast, í hreinum anda þínum. Hjartað hamast aforói þínu, springur út eins og rauð rós. Blóðið perlarog glitrar eins og lifandi vatn. Sannlega segi ég: Ég er sköpunarverk Guðs. Fagnaðarerindið, mátturinn og dýrðin, sogast að hinum veiku og styrkir mig. Nærvera heilags Anda og friður fullkomnar verkið í mér. Ég er verkfæri Guðs, ég fýlgi þér!

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.