Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2001, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.03.2001, Blaðsíða 13
geti átt sér staó eru margir sem koma að henni og það þarf að undirbúa ýmislegt. Er árcmgur helganna mœlanlegur? Góður maður sagði um árangur helg- arinnar, að ef maður væri ekki ánægður með hjónabandið eftir helgina þá gæti maður bara fengið gamla hjónabandið til baka. Á helginni fer ekki fram ráðgjöf þannig að hún er ekki fyrir hjónabönd sem eru orðin eitthvað völt. Hún er ætl- uð fyrir fólk í góðum (eða venjulegum) hjónaböndum sem vilja gera þau betri. Hversu ríkur er trúarpátturinn ípessu starfi? Þetta er lúthersk hjónahelgi og opin folki sem er gift og kristið, óháð trúfé- lagi. Auk þjóókirkjufólks hafa t.d. komió hjón frá öðrum kirkjudeildum og trúfé- lögum. Það skiptir ekki máli hvar fólk er statt í sínu trúarferli. Sumum finnst of lítið um trú, öðrum of mikið en flestum finnst það mátulegt. Ef fólk fer á helgina með opnum huga og ætlar að helga sig maka sínum þá er þaó í rauninni makinn sem hefur forgang en ekki trúin. Þetta hefur skilað sér mjög vel. Eitthvað að lokum? Að starfa fyrir lútherska hjónahelgi er mjög gefandi og það er vel þess virði að fara á hjónahelgi. Við fórum á svona helgi fyrir 1 0 árum og erum sammála um aó þetta sé sú besta gjöf sem við höfum nokkurn tímann gefið hvort öðru. Þannig var okkar upplifun. Mörg önnur hjón hafa upplifað þetta á sama hátt. En fólk veróur að fara með því hugarfari að njóta þess sem helgin hefur upp á að bjóða og leggja aðra hluti á hilluna á meðan. Aðalatriðið er að upplifa helgina fyrir sig og maka sinn. Hjónahelgin starfar óháð þjóðfélags- stöðu og efnahag þátttakendanna. Þó er Ijóst að þaó kostar nokkuð að halda svona helgar. Þær eru alltaf haldnar á hóteli, það segir sitt. Starfió sjálft er hins vegar unnið af sjálfboðaliðum. Þegar við fórum á okkar helgi var búið að borga helgina fyrir okkur en síðan gafst okkur kostur á að aðstoða aðra við að komast á svona helgi. Þannig er öll- um gert kleift að vera með. Starfið nýtur hvorki styrkja né aðstoðar utanaðkom- andi frá, starfið er einfaldlega borið áfram af fólkinu sjálfu. Það er vel þess virói aó fara á lútherska hjónahelgi. Leyndin sem hvíliryfir starfinu er mjög mikilvœg og við erum afskaplega glöð að hjón virða hana. Þessu má líkja við að fara á góða híómynd; maður vill ekki vita allt fyrir fram, heldur upplifa myndina sjálfur. Hjón verða að fá að upplifa helgina á sínum forsendum. 13

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.