Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2001, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.03.2001, Blaðsíða 17
KÓLOMBÍA Skilyrði fyrir inngöngu eru að samtök- in vinni að kristniboói, einingu kristinna manna og samstarfi á vettvangi kristni- boðs. Hreyfingunni er stjórnað af 21 kristni- boðsleiðtoga sem eru vel þekktir á al- þjóðavettvangi. Formaöur er Svíinn Bertil Ekström sem býr og starfar í Bras- ilíu en John Robb frá Bandaríkjunum er framkvæmdastjóri. Paul Cedar, fram- kvæmdatjóri Lausanne-hreyfingarinnar. er í stjórninni ogTormod Engelsviken, prófessor í kristniboðsfræðum við Safn- aðarháskólann í Oslo, sem kom til ís- lands og kenndi á vegum Biblíuskólans við Holtaveg síðast liðið haust, á einnig sæti í stjórninni. Fyrsti fundur hinnar nýju hreyfingar verður í Malasíu um mánaðamótin apríl- maí á þessu ári. Meira en 260 hreyfingar munu senda fulltrúa sína þangaö og reiknað er með meira en 300 þátttak- endum. Markmió fundarins er meóal annars að auka traust og kærleika á milli þátttakenda, stuðla að einingu kristinna manna, læra hver af öðrum, fá hvatningu og upplýsingar um það sem er að gerast víðs vegar um heiminn, deila þjónustu og fjármunum, rannsóknarnið- urstöðum, upplýsingum og hjálpartækj- um í kristniboðsstarfinu og finna út hvernig hægt er að starfa saman að því aó ná markmiðum hreyfingarinnar. Von- ast er til að nýjum kristniboósverkefnum verói hrint í framkvæmd og nýjar leiðir í samstarfi fundnar. Kristinn söfnuöur alræmdu í fangelsi I einu af alræmdustu fangelsum heims í Kólombíu hefur orðió til um 600 manna kristinn söfnuður. I desember sl. voru 17 fangar skírðir inn í söfnuð- inn. I Kólombíu hefur ríkt mikil óöld og þar deyja fleiri vegna þess að þeir eru myrtir heldur en af eðlilegum orsökum. Algengt er að menn taki að sér að fremja morð gegn greiðslu. Morðanna er síðan hefnt og því fer ástandið versn- andi. Algengt er að fangar hafi milli 50 og 60 moró á samviskunni. Bella Vista fangelsió í bænum Medillin er byggt fýrir 1500 fanga en þar eru nú um 6000 manns innan múranna. Börje Erdtman hefur í mörg ár sinnt kristilegu starfi meðal fanga í Kólombíu. Hann segir frá því í viðtali við sænska vikublaðið Hemmets Ván að skömmu fyrir jól hafi verió haldinn sátt- argjörðarfundur með 60 leigumorðingjum í fangelsinu til að koma á fýrir- gefningu og sátt á meðal þeirra. um víða'... verold SVÍÞJÓÐ Trúarráö Stjórnvöld í Svíþjóð hafa komió á fót ráði sem skipað er leiðtogum kristinna manna, múslima og gyðinga. Þaó er menningarmálaráðherrann, Marita Ulvskog, sem kallar ráðið saman og hefur það hist einu sinni. A fýrsta fundin- um voru settar á blað ýmsar spuringar og málefni sem áhugi er á að taka til umræðu á vegum ráðsins. Þar á meðal eru spurningar um trúfrelsi og sameig- inlegan siðgæðis- og gildagrundvöll samfélagsins og einnig áratugurinn gegn ofbeldi sem Sameinuðu þjóóirnar standa fýrir ásamt Alkirkjuráðinu. Leni Björklund er framkvæmdastjóri sænsku kirkjunnar og á sæti í ráðinu. Hann segir í samtali vió blaðið Budbáraren að það sé jákvætt aó ríkisvaldió skuli með þessum hætti stuðla að tengslum og rökræðum milli trúarbragð- anna. Það er mikilvægt að hans mati að náin og góð tengsl séu fýrir hendi á milli leiðtoganna þegar áleitnar spurningar og málefni knýja dyra. NOREGUR Biblíustuldur Um það bil 600 Biblíum er stolió af hótel- og gitstiherbergjum í Noregi ár hvert. Þetta eru um 10% af þeim Biblíum sem Gídeonfélagið dreifir árlega á hótel og gistihús í landinu. „Þetta er í rauninni ódýr aðferð við kristniboó,“ segir Sigmund Máge hjá Gídeonfélaginu í Noregi í samtali vió Bergens Tidende. „Fólk er oft eitt á her- bergjunum og þá er gott að geta sótt sér andlegan og uppbyggilegan boð- skap í Biblíunni á herberginu. Og ef einhver tekur Biblíuna með sér getur það leitt til þess að hann hljóti gleói eða blessun af henni síðar á ævinni.“

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.