Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2001, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.03.2001, Blaðsíða 14
Mælum meó lútherskri hjónahelgi Kristín Jónsdóttir mennaskólakenn- ari og Haukur Björnsson viðskipta- fræðingur giftust í byrjun árs 1969 og eru því búin að vera gift í 32 ár. Hvað ætli lúthersk hjónahelgi hafi gert fyrir þau? Hvenær fóruð þið á lútherska hjónahelgi? Kristín: Það var í mars 1993. Við fór- um reyndar fyrst á kynningu á lútherskri hjónahelgi og komumst fljótlega að. Þetta var skömmu fyrir páska og um páskana fórum við á skíði til Noregs þannig aó þeir voru eins og hveiti- brauðsdagar. Hvernig kom það til að þið fóruð á svona helgi? Haukur: Vinur minn sem er með mér í félagsskap nefndi það vió mig hvort við værum ekki hjón sem hefóum gaman af því að fara á lútherska hjónahelgi. Ég hváði þar sem ég þekkti þetta ekki. Hann sagði mér nánar frá þessu og lét mig fá upplýsingar um helgina og þegar ég kom heim fór ég að ræóa þetta við Kristínu. Ég var strax spenntur en Kristín ekki að sama skapi. Kristín: Nei, ég var ekki spennt í upp- hafi en ég varð ekki fyrir vonbrigóum. Haukur: Það er nú stundum þannig í hjónabandi að maóur bakkar til þess aó gera hinum aðilanum til geðs. Mynduð þið mcela með þessu fýrir önnur hjón? Haukur: Við höfum mælt með lúth- erskri hjónahelgi við önnur hjón, ef ekki flesta vini okkar, þannig að það er óhætt að segja að við viljum gjarnan mæla með þessu. Þetta hefur stundum verið orðað þannig að þetta geri góð hjónabönd betri. Kristín: Ég vinn í skóla þar sem við- gengst jafningjafræðsla og mörgum krökkum finnst hún ágæt. Stundum höldum við kennararnir að jafnöldrun- um takist betur aó koma boðskapnum til skila en okkur hinum sem erum kannski meó of miklar prédikanir. Ég held einmitt aó lúthersk hjónahelgi sé dæmi um slíkt því að þar eru leikmanna- hjón leiðbeinendur. Takið þið enn þá þátt ístarfmu? Kristín: Já, við gerum það svona eins og við getum. Haukur: Segja má að við höfum kom- ið að hinu og þessu. Við höfum t.d. komið að blaðaútgáfu lútherskrar hjónahelgar, sem er reyndar ekki mikil að vöxtum, en allt þetta starf er unnið í sjálfboóavinnu. Það eru mjög margar hendur sem koma aó starfinu í heild og í mörg horn er að líta. Kristín: Vió höfum líka annast kynn- ingu á helgarstarfinu í nokkur ár. Sú kynning hefur farið fram í einhverri kirkju að kvöldlagi. Enginn er hins vegar skyld- ugur að halda áfram að starfa þó að hann hafi farið á helgi. Okkur hefur bara fundist það áhugavert. Haukur: Þaó er oft þannig að maður vill sinna góðum félagsskap og vinna fyr- ir hann. Finnst ykkur þau hjón sem hafa farið á svona helgi vera áncegð? Haukur: Ég held aó það sé afar sjald- gæft að hjón séu óánægó með það sem þau hafa kynnst í þessu starfi. Haldið þið að hjón sem hafa farið á svona helgi séu betur í stakk búin til þess að taka á vandamálum ef upþ koma í hjónabandi? Haukur: Tvímælalaust. Kristín: Já, maður lærir ákveðna tækni sem unnt er að hagnýta sér. Haukur: Já og maóur getur beitt henni 14

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.