Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2001, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.03.2001, Blaðsíða 21
ingu orðanna, jafnt málfræðilega og í yf- irfærðri merkingu þeirra. Þegar ritskýr- andinn hefur uppfýllt þessar reglurgetur hann tekist á vió fjórða hlutann sem er að grennslast fyrir um dýpri boðskap oróanna, þ.e.a.s. hinaandlegu merkingu þeirra. Agústínus leggur til grundvallar að túlka ætíð ritninguna í Ijósi hennar sjálfrar þar sem illskiljanlega staói beri aó túlka í Ijós augljósra.l5! Líkt og Órí- genes bendir hann á að ekki er mögulegt að stunda ritskýringu í tómarúmi hand- an veruleika safnaðarins og endalega er það Guó eða heilagur andi sem leiðir alla túlkun. Agústínus lagði með þessari kenningu grundvöllinn að ferns konar merkingu texta ritningarinnar sem mótaði ritskýr- ingu og lestur manna á ritningunni allar miöaldir fram að siðbót. í henni er geng- ió út frá því að merkingarsvið ritningar- innar væru fjögur talsins: (1) Bókstafleg merking (sensus litteralis eða historia) hefur sína merkingu samkvæmt lögmál- um málfræðinnar og samkvæmt stöðu sinni í sögunni. (2) Andleg eða dulin merking (sensus allegoricus) sem inni- heldur kenninguna. (3) Siðferðileg merk- ing (sensus moralis eða sensus tropolog- icus) sem minnir manninn á hvernig hann á að breyta. (4) Loks merkingin sem vísar á markmið mannlegs lífs í ríki Guðs (sensus anagogus). Þessi kenning var sett fram á latínu í formi vísu: Littera gesta docet; quid credas allegoria; moralis quid agas; quo tendas anagog- ia. Gunnar Harðarson þýðir hana svo: „Stafurinn söguna sýnir, launsögnin hverju skal trúa, siðferði hvað ber að gera, andleg merking hvert stefnir,“ en Einar Sigurbjörnsson oróar hana svo: „Bókstafurinn kennir atburði, allegorian um trúna, moralis um breytni, anagogia um stefnu heim.“l6l Famhald í næsta tölublaði. [1 ] Hér er stuðst við bók Manfreds. Oeming, Biblische Hermeneutik eine Einfuhrung, Darmstadt 1998. Sjá einnig A.H.J Cunn- eweg, Vom Verstehen des Alten Testaments, Göttingen 1977. Peter Stuhlmacher, Vom Verstehen des Neuen Testaments, Göttingen 1979. Einar Sigurbjörnsson, Credo, Reykjavík 1993. [2] Manfred Oeming, Biblische Hermeneutik eine Einfuhrung, Darmstadt 1998, vii. [3] Platón: Ríkið, Bd. 2, þýð. Eyjólfur Kjalar Emilsson & Kristján Árnason, Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík 1991, s. 157-158; Bd.1., s. 57. [4] Origenes, Uber die Grundlagen, í Kirchen- und Theologiegeschichte in Quellen, Bd. I Alte Kirche. 2.útg. útgf. A.M. Ritter Neukirchen-Vuyn 1982, s. 76-78. [5] Peter Stuhlmacher, Vom Verstehen des Neuen Testaments, s. 81-83. [6] Gunnar Harðarson, Inngangur, í Þrjár þýðingar lærðar frá miðöldum, Reykjavík 1989, s. 9. Einar Sigurbjörnsson, Credo, s. 445. Styttist í innritun í sumarbúðir KFUM og KFUK Nú fer að styttast í að innritun hefjist í sumarbúðir KFUM og KFUK. Aðsókn aó þeim hefurverið mjög góð undan farin ár og biðlistar jafnvel myndast í vinsælustu flokkana strax á fyrsta skráningardegi. Foreldrar sem vilja koma börnunum sínum í þessar sívinsælu sumarbúðir ættu því að hafa snör handtök þegar skráning hefst. Innritun íVatnaskóg hefst mánudaginn 2. apríl. Innritun f Vindáshlíó, Ölver, Kaldársel og Hólavatn hefst miðvikudaginn 4. apríl. Innritun fer fram á aðalskrifstofunni á Holtavegi 28 og í síma 588 8899 kl. 8-16. Einnig er unnt að senda beiðni um skráningu í tölvupósti (skraning@kfum.is) eða í faxi (588 8840) en þeir sem koma á staóinn eða hringja ganga þó fyrir í afgreiðsluröðinni. Sem fyrr eru verkefni í sumarbúóunum næg og sífellt verið að bæta aðstöóuna. Skógarmenn luku á síðasta ári við að fullgera nýjan svefnskála í Vatnaskógi og á þessu ári áforma Hlíóarmeyjar að hefja viðbyggingu við skálann í Vindáshlíð. Þá standa yfir þessa dagana miklar lagfæringar á gamla skálanum í Kaldárseli. 21

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.