Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2001, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.03.2001, Blaðsíða 5
i Náttúruverndin Rétt er að gera greinarmun á náttúru og umhverfi. Guð skapaði náttúruna, en maðurinn hefur síðan mótað hluta hennar að sínum þörfum og það köllum vió umhverfi. Náttúruvernd er því fólgin í að varðveita hina upprunalegu og óspilltu náttúru (til dæmis ákveðið fjall), en umhverfisvernd er að varóveita hið manngerða umhverfi (til dæmis húsin á Árbæjarsafni). Guð gaf okkur náttúruna til að gera hana okkur undirgefna og nýta okkur hana til lífsviðurværis. Þetta höfum við gert, víða með ágætum ár- angri. Hins vegar eru að koma í Ijós ýmis neikvæð áhrif af verkum mannanna hér á jöró. Athafnir manna raska víða hinni fiðrilda.“ í Biblíunni er okkur kennt að líta til fugla himins og lilja vall- arins sem eru þar sögð áhyggjulaus og vel skreytt af Guði og því fal- legri en jafnvel Salómon í allri sinni dýrð. Og okkur er sagt að leita fyrst ríkis Guðs og réttlætis, þá muni annað veitast okk- ur að auki. Þetta er ábending um það að réttlæti Guðs sé mikil- vægara en bæði fegurð ogö'Ygg'- Sköpun eða þróun Lengi var heit umræða og oft haróar deilur um þaó hvort Guð hafi skapað heiminn eða heimurinn orðið til við efnahvörf og þróun samkvæmt náttúrulög- málunum. Sumir stilla þessum tveimur leióum upp sem andstæðum en aðrir reyna að bræða þær saman í eina heild. Mér hefur alltaf fundist þessi umræða ófrjó og hefur hún áreiðanlega kæft trúarneista margra og sumir hafa stað- næmst í henni og aldrei komist lengra í leit sinni aó Guði. Eg lít á sköp- unina sem staóreynd og þróunarkenn- inguna sem vinnutilgátu sem menn geta notað líkt og aðrar vísindalegar tilgátur manna. Mér nægir að vita það að Guð skapaði heiminn. Það er athyglisvert hve eólileg og nátt- úruleg atburðarásin er í sköpunarsögu Biblíunnar. Flestar lífverur þurfa vatn, loft og jörð til að lifa og plöntur þurfa auk þess Ijós. Á fyrstu þremur dögum sköpunarinnar myndar Drottinn einmitt þetta: Ijós, loft, jörð og vatn. Þá loks eru skilyrði fyrir lífverurnar og þá hefst sköpun lífveranna, plantna, dýra og tnanna. Bjarni E. Guðleifsson er náttúrufrœðingur bú- settur á Möðruvöllum í Hörgárdal og starfar hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Guð gefi okkur öllum gæfu til aó um- gangast jörðina meó nærgætni og virð- ingu og ferðast um hana sem Guólega þenkjandi náttúruskoðarar. Það veitir okkur mikla gleði og vellíóan, en minn- umst þess að leita fyrst ríkis Guðs og réttlætis hans og þá mun allt þetta veit- ast okkur að auki. Og lokaorðin eru nið- urlagið á legsteini Jóns lærða: „Minnstu þess maður, hvað mest um varðar, tak rdð í tíma og trúðu Guði. “ eðlilegu hringrás náttúrunn- ar sem bæði byggir upp og brýtur niður. Alvarlegust eru líklega áhrif svonefndra gróðurhúsalofttegunda sem við vitandi eða óafvitandi sleppum daglega út í and- rúmsloftið og leiða til þess að hitastig hækkar. Hærra hitastig hefur auðvitað ein- hver jákvæð áhrif hér á norð- urhjara, en neikvæðu áhrifin á þessari röskun eru mjög al- varleg. Við erum í raun ekki eig- endur jarðarinnar. Við erum ráðsmenn og berum ábyrgð á því að skila henni í góðu standi til næstu kynslóðar. Þaó hlýtur að vera skylda okkar sem vörslumanna að spilla jörðinni sem minnst og helst aó skila henni betri en við tókum við henni. Maðurinn hefur bætt jörðina á ýmsa vegu, en krafan um aukin lífsþægindi, bætt lífs- kjör og sífelldan hagvöxt get- ur leitt til þess að menn gleymi jörðinni og grundvelli alls jarðlífs og setji stundar- hagsmuni framar framtíðar- hyggjunni. Kristinn maður hlýtur aó hallast á sveif með þeim sem vilja sem minnstu tjóni valda og hugsa til framtíðar og ókominna kyn- slóða. 5

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.