Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2001, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.03.2001, Blaðsíða 16
Ný alþjóóahreyfing evangelískra manna Kjartan Jónsson Kristnir menn hafa ávallt fundió fýrir bræðraböndum og einingu í Kristi. Síóustu 100 ár hefur mikil umræöa farið fram, sérstaklega á meóal mótmælenda, um að skipting þeirra í ótal kirkjudeildir séu fagnaóarerindinu til vansæmdar, enda sagöi Jesús Kristur að lærisveinar hans ættu aó vera eitt. En þaó er hægara sagt en gert að snúa þróun kirkjusög- unnar vió. Menn hafa sæst á aó kristnir menn séu eitt í Kristi en ekki allir eins. Svokallaóir evangelískir menn hafa reynt aó leggja áherslu á þaó sem sameinar kristna menn og nota þaó sem samein- ingar- og samstarfsgrundvöll í staó þess að deila um þaó sem greinir þá að og þeir geta ekki orðió sammála um. Flestir eru til dæmis sammála um knýjandi þörf þess aó farið sé meó fagnaóarerindið til þeirra sem aldrei hafa heyrt það. Ymis þing hafa verið haldin í þessu sambandi og samtök hafa verió stofnuði til aó vinna aö þessu markmiði. Alkirkjuráðið er dæmi um þaó en margir evangelískir menn uróu ósáttir vió þróun þess sér- staklega á 8. áratug síóustu aldar þegar þaö þótti gera fagnaóarerindió aó fé- lagslegum boðskap og gera lítið úr því aó fólk þyrfti aó eignast trú ájesú Krist og taka persónulega afstöðu til hans og boðskapar hans. Sem mótmæli við þessari þróun var Lausanne-hreyfingin stofnuó eftir hina frægu Lausanne-ráóstefnu í Sviss árió 1974. Stefnumótun þeirrar hreyfingar er aó finna í Lausanne-sáttmálanum sem John Stott biskup í ensku biskupakirkj- unni færði aó mestu í letur, en þar er meðal annars lögó áhersla á mikilvægi þess aó fagnaðarerindi Jesú Krists sé flutt um allan heim. Bertil Ekström frá Svíþjóð, formaður Hringborðs kristniboðsskipuarinnar. Árið 1989 var hin svo kallaða AD 2000 hreyfing (Árió 2000 eftir Krist) stofnuó meó það að markmiði að ná til alla þeirra þjóóa og þjóóarbrota sem enn höfóu ekki átt þess kost aó heyra hinn kristna boðskap. Þessi hreyfing var þverkirkjuleg og mörg kristniboðsfélög og kirkjur sameinuðust undir merkjum hennar. Á vegum hennar var miklum upplýsingum safnaó um þær þjóöir þar sem lítill eóa enginn kristinn vitnisburður er til staóar og þær gefnar út í bók. Það var yfirlýst markmió hreyfingarinnar að hún yrði lög niður í árslok árió 2000. Það var gert í Jerúsalem á mikilli hátíó um síöustu áramót. Hringboró kristniboósskipunarinnar Lausanne-hreyfingin, AD 2000 og World Evangelical Fellowship (samtök marga hreyfinga evangelískra manna um allan heim, stofnuð 1951) stofnuóu um síð- ustu áramót ein stór regnhlífarsamtök sem hafa fengið nafnið The Great Commission Roundtable (Hringborð kristniboðsskipunarinnar). Markmið þeirra er aó og beina sjónum kristinna manna að því að uppfýlla kristniboðs- skipun Jesú Krists og flytja þá hugsjón til nýrrar kynslóðar kristinna leiótoga. Guðfræðigrundvöllur þessarar hreyf- ingar er Lausanne-sáttmálinn frá 1974 sem margir telja mikilvægasta skjal kristniboðssögunnar (hann er til í ís- lenskri þýðingu í bókinni Lifandi kirkja) en auk þess hefur hreyfingin sett fram fimm grundvallarmarkmið í lögum sín- um. Þau eru: • Að hvetja alla kirkjuna til þess aó fara með allt fagnaóarerindió til allrar heimsbyggðarinnar. • Að hreyfingin verði hnattrænt tengsla- net þeirra hreyfinga kristinna manna sem til eru og nýrra sem stofnaðar veróa. • Aó finna nýjar leiðir og hvetja og styðja skapandi hugsun kristniboðs- leiðtoga. • Að hvetja kirkjuna til að gefa þeim sér- stakan gaum sem hafa lítinn eða eng- an aðgang að fagnaðarerindinu eða kirkjulegri þjónustu. • Að styðja og leióbeina upprennandi kynslóð í aó flytja fagnaóarerindið til heimsbyggóarinnar. Þátttakendur í hinum nýju samtökum verða f upphafi fýrst og fremst leiðtogar alþjóðahreyfinga sem vinna að trúboði og kristniboði, annað hvort fulltrúar ákveó- inna landssvæða, til dæmis ákveóinna heimshluta, eða ákveðinnar tegundar kristniboós, til dæmis tjaldgjörðarkristni- boós, fjölmiðlakristniboðs eða þeirra sem vinna að stofnun nýrra safnaða. 16

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.