Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1971, Blaðsíða 10

Æskan - 01.11.1971, Blaðsíða 10
r maður nálgast bæinn Assísi eftir rykugum veginum, sem bugðast upp Subasiofjall, kem- ur maður að vegamótum og verður að velja þar um 'efri eða neðri veginn. Velji maður svo neðri veginn, kemur maður brátt inn í Assísi um bogahlið frá 12. öld. En sé efri vegurinn valinn, sogast maður brátt inn í þá mergð af mannfólki, uxum, jarm- andi geitum, kálfum, múldýrum, alifuglum, börnum, söluskýlum og vögnum, sem fylla markaðstorgið fyrir utan borgarmúrana. Þar eru mestar líkur til þess að rekast á hann Pepino litla og ösnuna hans, hana Violettu, sem eru bæði önnum kafin í dagsins 'erli. Hann hjálpar til við hvert það viðvik, sem veita kann litlum dreng og sterku burðardýri mögu- leika á að vinna fyrir jieim velktu líruseðlum, sem nauð- synlegir eru til þess að kaupa mat og greiða húsaskjól í gripahúsi Niccolos ekils. Pepino og Violetta voru hvort öðru allt. Hvarvetna í Assísi voru þau dagleg sjón, alltaf óaðskiljanleg, horaði, útitekni drengurinn með geysistóru, dökku augun, strítt hárið, bera fætur og í slitnum tötrum og litla, rykgráa asnan. Pepino var tíu ára og munaðarlaus. Foreldrar hans og aðrir nánir ættingjar höfðu allir verið drepnir í stríðinu. Pepino var miklu eldri en 10 ára, hvað sjálfsöryggi og veraldarvizku snerti, jiví að Pepino var sem sé ólíkur öðr- um munaðarleysingjum, hvað eitt mjög þýðingarmikið atriði snerti: Honum hafði hlotnazt arfur, og því þurfti hann ekki að vera neinum til byrði. Og arfur Pepinos var einmitt hún Violetta. Það var ekki hægt að hugsa sér indælli ösnu. Augu hennar voru blíðleg og vingjarnleg, snoppan mjúk og moldvörpugrá og eyrun löng og oddmjó. En hún hafði einnig sín sérkenni: Munnvik h'ennar teygðust oftast svolítið upp á við, svo það var eins og hún brosti að ein- hverju, sem skemmti henni eða gladdi hana. Það var al- veg sama, hversu erfiða vinnu hún þurfti að leysa af hendi. Hún virtist alltaf gera það af sannri ánægju. Hin dökku, glampandi augu Pepinos og bros Viol'ettu hafði svo góð áhrif á fólk, að Jaau höfðu alltaí nóg að gera, meira en keppinautarnir. Þau mynduðu svo indæla heild, sem var þrungin viðkunnanlegu samræmi. Þess vegna tókst þeim ekki aðeins að vinna sér nóg inn til þess að uppfylla nauðsynlegar þarfir sínar, heldur hafði þ'eim tek- izt að leggja svolítið til hliðar með góðri hjálp og ráðum sóknarprestsins, hans föður Damicos. Það var svo ótal margt, sem þau gátu leyst af hendi, sótt vatn, flutt alls konar varning og farangur, hjálpað til þess að draga vagna upp úr forarvilpum eða hjálpað til við olífuuppskeruna. Stundum kom Jjað jafnvel fyrir, að þau fluttu einhvern borgarann heim, sem hafði f'engið sér heldur mikið neðan í því til þess að komast heim á óstyrkum fótum. En þetta var ekki eina ástæðan til þessa innilega kær- leika, sem tengdi drenginn og ösnuna saman. Violetta var Pepino miklu meira en tæki til þess að afla lífsviður- væris. Hún var honum móðir og faðir, bróðir og leikfé- lagi, vinur og huggari. Á næturnar svaf Pepino í hálm- inum í griðahúsi Niccolos ekils við hlið Violettu. Og þegar kalt var í veðri, þrýsti hann sér að henni og lagði höfuðið að hálsi hennar. Væri hjarta hans barmafullt af gleði, söng hann sína fjörugu söngva í 'eyra henni af slíkum krafti, að hún varð að blaka þeim svolítið til. Væri hann einmana og dapur, hallaði hann höfðinu að hlýrri síðunni á henni og lét hárin renna niður eftir loðinni húðinni. Pepino gaf henni svo aftur á móti mat og vatn, hreins- aði af henni óþrif, plokkaði steina tir hófum hennar, klóraði henni og burstaði hana og kembdi. Hann jós kærleik sínum yfir hana, 'einkum þegar þau voru ein. En hann sló hana mjög sjaldan með keyrinu, jafnvel þegar aðrir sáu til. í Jjakklætisskyni fyrir þessa góðu meðferð skoðaði Violetta hann sem eins konar guð og launaði honum Jretta allt með einstakri trúmennsku, hlýðni og ástúð. Það var því það alvarlegasta, sem hafði nokkru sinni komið fyrir Pepino, þegar Violetta veiktist eitt sinn snemma vors. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.