Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1971, Blaðsíða 32

Æskan - 01.11.1971, Blaðsíða 32
 unið þið, hver það var, sem sagði einu sinni þessi orð: „Yður er í dag frelsari fæddur"? — Já, auðvitað munið þið það. Það var engillinn, sem kom til hirðanna á Betlehemsvöllum á jólanótt til þess að skýra þeim frá því, að Jesús væri fæddur. Það var svo mikil gleði yfir því á himnum, að það heyrðist alla leið niður á jörðina. Munið þið ef til vill líka, hvað þeir sungu? Já, þið munið það: „Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefur vel- þóknun á.“ Þeir höfðu auðvitað rika ástæðu til þess að gleðjast og fagna, englarnir, því að þá gerðist það þezta, sem nokkurn tíma hefur gerzt á jörðunni, og það er það, að við eign- uðumst frelsara. Það versta, sem til er á jörðunni, er nefnilega það, sem við köllum synd, og Jesús frelsar okkur frá syndinni. Þegar ég var lítill, hugsaði ég oft, að ekkert væri verra til en tannpína. Ef þið hafið einhvern tíma haft tannpinu, þá vitið þið, að það er ekkert þægilegt. En ég var ekki gamall, þegar ég fann fyrir því, sem er enn þá verra. Það er það, sem við köllum vond samvizka, og vonda samvizku fáum við, þegar við skrökvum, stelum eða ger- um eitthvað það, sem við vitum, að við megum ekki gera. Ég býst við, að þið kannizt líka við þetta. Ég var stund- um svo hræddur, að ég óskaði þess, að ég væri dauður. Og ( sambandi við þetta ætla ég nú að þessu sinni að Hvernig Vigfús góða samvizku segja ykkur frá atviki, sem hefur orðið mér ógleymanlegt. Það gerðist fyrir mörgum árum á stað einum, þar sem ég var prestur. Ég hafði lagzt til hvíldar um kvöldið, og dyrunum var lokað. Ég vaknaði við það, að einhver barði fast á dyrnar. Ég varð gramur við og klæddi mig. Ég býst við, að ykkur hefði ekki heldur líkað vel að vera vakin um hánótt. Svo fór ég til dyra og spurði, hver væri kominn. Þá var svarað fyrir utan: „Það er ég.“ Ég heyrði undir eins, hver þetta var. „Presturinn má ekki verða reiður," hélt maðurinn áfram. „Hann Vigfús er orðinn svo veikur, að hann heldur, að hann hljóti að deyja í nótt, og hann segir, að hann hafi ekki kjark til að deyja, fyrr en hann hefur talað við prestinn.11 Gremjan hvarf úr huga mér á augabragði. Ég flýtti mér í frakkann og spennti Blakk fyrir vagninn, og Blakkur minn blessaður geystist áfram eins hratt og hann komst, svo að við vorum komnir að bænum um miðnætti. Inni í stofunni logaði á litlum lampa, svo að það var rökkur i stofunni. Maðurinn lá í rúminu, og konan hans sat grátandi við eldhúsborðið, en litlu börnin sváfu uppi á lofti. Elzta barnið hét Sigriður. Ég gekk að rúminu og heilsaði Vigfúsi. Ég sá strax, að hann átti ekki langt eftir. Ég strauk yfir hendur hans. Þær voru kaldar og rakar, og það glitraði á svitadropana á enni hans, og hárið var vott af svita. Hann horfði á mig, og það var svo mikil angist og hræðsla [ augunum, að ég man ekki eftir því að hafa nokk- urn tíma séð þvilíka sjón. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.