Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1971, Blaðsíða 88

Æskan - 01.11.1971, Blaðsíða 88
Kaupskip - Guðm. Sæmundsson M/S ESJA 2. TFSA Stálskip með 2x1250 ha. Atlas dísilvél. Stærð: 1347 brúttó- rúml. og 740 nettórúml. Aðalmál: Lengd: 65.09 m. Breidd: 10.86 m. Dýpt: 5.62 m. Farþegarými: 1. farr. 84 farþegar, 2. farr. 64 far- þegar. Olíugeyma hafði skipið fyrir 150 lestir og ganghraði þess var 15 sjómílur. Esja var smíðuð hjá Aalborg Værft í Álaborg árið 1939. Fór skipið í reynsluferðina þann 15. seþt., og hingað til Reykjavíkur kom Esja fyrst 22. september 1939, undir stjórn Ásgeirs Sig- urðssonar skipstjóra. Kaupverð skipsins var 1950 þús. kr. Það var styrkt til siglinga í ís aftur undir miðju og með tvöföldum sundurhólfuðum botni. Þá var skipið búið tveimur skrúfum. Mikið happ verður það að teljast fyrir íslenzku þjóðina að eignast þetta glæsilega skip rétt áður en myrkur styrjaldarinnar lagðist yfir. Það var Alexandrine Danadrottning, sem gaf skipinu nafn, er það var sjósett. Ekkert skip átti eins margar sjómílur að baki við íslandsstrendur og Esja, er hún var seld eftir þrjátíu ára gifturíka þjónustu við landsbyggðina. Merkileg saga fylgir alltaf slíkum skipum, þó að hér verði aðeins stiklað á því stærsta. Esja var aðeins ársgömul, þegar hún lagði í eina sína frægustu ferð — ferðina til Petsamo í Norður-Finnlandi, sem nú lýtur Rússum. Tilefni ferðarinnar var að sækja þangað 258 Islendinga, sem lokazt höfðu inni á Norðurlöndunum vegna ófriðarins. Bæði brezk og þýzk hernaðaryfirvöld höfðu veitt leyfi til fararinnar. Þó má segja, að báðir aðilar hafi hertekið skipið um stundarsakir. Þjóðverjar færðu Esju til hafnar í Þrándheimi á austurleiðinni, en Bretar til Kirkwall á Orkneyjum á leiðinni heim. En allt um það, Esja kom aftur til Reykjavíkur þann 15. okt. 1940 eftir 25 sólarhringa útivist. í byrjun stríðsins komst nafn skipsins ( Berlínarútvarpið, er það greindi frá því, að brezkt herskip hefði stöðvað Esju út af Austfjörðum og sett 20 manna vopnað lið um borð til skoðunar. Þá var Esja fyrsta íslenzka skipið, sem kom til Kaupmannahafnar eftir stríðslokin, I júnímánuði árið 1945. í þessari ferð flutti skipið um 300 farþega hingað heim aftur. Það kom einnig í hlut Esju að flytja hingað frá Hamborg sumarið 1949 um 180 Þjóð- verja til landbúnaðarstarfa hér. Margt af þessu fólki settist hér að og blandaðist þjóðinni. Annars var Esja nær eingöngu í strand- ferðum hér, að undanskildu sumrinu 1948, er skipið fór sjö ferðir til Glasgow í Skotlandi. Fá óhöpp hentu skipið, og Esjan var fyrsta íslenzka skipið, sem ratsjá var sett í. Esja var svo seld héðan til Nassau á Bahamaeyjum, þar sem skipið átti að verða ferja milli skemmtiferðaskipa og lands. Það var svo einn regnþrunginn seþtemberdag árið 1969, að þetta happasæla skip kvaddi Reykvíkinga með eimpípublæstri. Úti við Engey sigldi skipið undir regnboga á leið til nýrra heimkynna með nýju nafni — Lucya frá Panama. Hjólaskipið E/S NJORD Skip þetta mun hafa komið hingað til lands árið 1893, og var Otto Wathne á Seyðisfirði eigandi þess. Það sérstæðasta við Njord var, að hann mun hafa verið eina hjólaskipið, sem hér hefur verið. Var honum siglt hingað til landsins í fylgd með öðru skipi útgerðarinnar. Njord var upphaflega smíðaður fyrir póst- stjórnina dönsku og talinn eitt af fyrstu járnskipunum, sem danska skipasmíðastöðin Burmeister & Wain hafi smíðað og því kominn nokkuð til ára sinna, er hann kom hingað. Ekki liggur alveg Ijóst fyrir af hverjum O. Wathne keypti skipið, en það mun um tima hafa verið fljótaskip í Hollandi að talið er. Hér var Njord ætlað það hlutverk að annast flutninga upp eftir Lagarfljóti og mun hann hafa farið þangað nokkrar ferðir, enda mjög grunnskreiður. Ekki þóttu ferðir þessar gefast vel, og var þeim hætt. Síðan var skipið eitthvað í ferðum á milli Austfjarðahafna. Njord mun hafa verið rúmlega 40 m langur. Hjólin voru nokkuð stór og voru yfirbyggð að ofan. Báðir hjólkassarnir voru á breidd við skipið sjálft og stjórnpallurinn þar á milli. Miðskips voru nokkur þung lóð, sem færa mátti til þannig, að skipið héldist lárétt. Aftan vélarinnar var salur, mjög skrautlegur með alstopp- uðum sætum allt í kring, enda hafði skipið fremur verið smíðað fyrir farþega en vörur. Njord gat gengið allt að 10 sjómílum í logni, og heyrðist hávaði hjólanna langar leiðir. Siðasta sigling skipsins var til Hornafjarðar, síðan var það dregið til úflanda og selt þar í brotajárn. 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.