Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1971, Blaðsíða 6

Æskan - 01.11.1971, Blaðsíða 6
ERFIÐIR DAGAR Jólasaga frá Jótlandi llan desemermánuð hafði Hans litli búizt við því á hverjum einasta degi að fá bréf eða skilaboð að norðan frá Birni bónda í Mörk, þar sem hann hafði verið síðastliðið sumar, — skilaboð um það, að hann væri velkominn að vera þar um jólin. En sú var venja í þeirri sveit, og hafði tíðkazt lengi, að húsbændur þeirra drengja. sem unnu þar við bústörf hjá þeim á sumrin og höfðu getið sér gott orð, buðu þeim til nokkurra daga dvalar á heimilum sínum um jólin. Væri dreng, sem þar hafði verið i vist, ekki boðið, var almennt litið svo á, að hann hefði ekki komið sér vel og mundi ekki verða beðinn að koma aftur. Þetta hafði stundum komið fyrir og þótti þá alltaf mikill álitshnekkir fyrir viðkomandi dreng. Já, Hans litli hafði beðið og beðið, — en sldlaboðin komu ekki. Mamma hans var líka orðin mjög undrandi, og svipur pabba bar vott um það, að hann væri ekki ánægður. Hann hugsaði mjög mikið um þetta, en gat alls ekki gert sér fulla grein fyrir, hver ástæðan mundi vera. Að sjálfsögðu hafði honum orðið eitthvað á öðru hverju, en það höfðu allt verið hreinustu smámunir. Og þegar hann fór um haustið, hafði Björn bóndi sagt, að hann væri reglulega duglegur drengur og væri velkominn til sín næsta sumar. Nei, hann gat engan veginn skilið þetta. Hann var eini Sandhóladrengurinn, sem átti ekki að fara í jóla- heimsókn til sumardvalarheimilisins, og hinir strákarnir voru alltaf að stríða honum á því. Hans litli tók þessa háðung svo nærri sér, að hann hætti að lokum að leika sér með strákunum í frímínútunum. Og þegar hann var ekki í skólanum, var hann oftast niður við ströndina og dundaði þar við að gera við gamlan pramma. Eftir þyí sem dagarnir liðu fleiri og fleiri, varð honum ljósara, að hann hafði orðið fyrir réttmætri ásökun. Hinar fáu og litlu yfirsjónir hans, sem hann vissi vel um og viðurkenndi fúslega, urðu nú stórar í huga hans, — og vinsamleg orð og hrós, sem hann hafði hlo'tið, urðu áhrifalaus eða einskis virði. Hann liafði ekki gert skyldu sína eins og honum bar. Hann mátti til með að standa sig betur, þar sem hann yrði ráðinn næst. Kvöld eitt, þegar faðir hans var ekki heima og systkin- in hans litlu voru háttuð, settist mamma hans hjá honum og talaði af einlægni og mikilli nærfærni við hann um málið. „Segðu mér nú, vinur minn litli,“ mælti hún, „hvað þú sjálfur heldur um þetta, — hvaða ástæður |jú heldur að liggi til grundvallar jiess, að þú ert ekki boðinn eins og hinir strákarnir. Það er alls ekki víst, að jjað sé neitt mjög alvarlegt. .. Fórstu kannski ekki strax á fætur, jieg- ar þú varst vakinn?.. . Eða áttirðu kannski erfitt með að læra að vinna störfin, sem Jrér var sagt að leysa af hendi? . . . Ekki get ég trúað Jtví, drengurinn minn, að jm hafir nokkurn tíma verið hortugur eða óheiðarlegur." Hans litli svaraði ekki. Hann var hljóður og hugsi, og það sáust greinilega grátviprur í kringum munn hans. „En hvað var Jrá eiginlega að, Hans minn?“ „Ég veit Jrað ekki." „Jú, eitthvað hlýturðu að vita.“ Hans svaraði engu, hristi aðeins höfuðið. „Eins og J)ú veizt vel, J)á viljum við mjög gjarna, að |m sért heima um jólin, — en Jiað er eins og hálfgerð skömm fyrir okkur öll, að þú skulir ekki vera boðinn. Nágrannakonurnar eru alltaf að spyrja mig um Jætta, og það er svo erfitt að þurfa að segja þeim, að það hafi ekkert boð borizt til J)ín enn. Og svo fréttist |)etta vala- laust um nágrennið og getur haft dálítið alvarleg áhrif fyrir okkur, ef við þurfum að koma J)ér fyrir á nýjum stað.“ Hans litli J>agði enn, og J)að runnu tár niður kinnar hans. Honum var sjálfum vel ljóst, að Jjetta var rnikil hneisa. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.