Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1971, Blaðsíða 71

Æskan - 01.11.1971, Blaðsíða 71
Ritsafn Sigurbjarnar Sveinssonar Ritsafn Sigurbjarnar Sveinssonar er enn á ferðinni. Ef til vill þekkja börnin í dag ekki nafn höfundarins, en þau ættu að spyrja paþba og mömmu eða afa og ömmu, hvort þau muna ekki eft- ir sögum úr Bernskunni, Geislum og Skeljum. Sögur Sigurbjarnar koma öll- um í gott skap, ungum sem gömlum, engum leiðist lesturinn. Sigurbjörn Sveinsson er fæddur á bænum Kóngsgarði í Húnavatnssýslu árið 1878. Hann var barnakennari mestan hluta ævinnar, fyrst í Reykjavik, og síðar í Vestmannaeyjum. Hann þekktl vel börn og vissi, að þau höfðu ánægju af að heyra og lesa sögur og ævin- týri. — Ef eitthvert barn á erfitt með að læra margföldunartöfluna, þá ætti það að lesa ævintýrið um Glókoll og vita, hvort ekki er auðveidara að muna töfl- una að loknum lestri. Hefur þú kannski lesið um Giókoll f skólanum, án þess að vlta hver er höfundurinn? Þetta er ritsafn í tveimur bindum 505 blaðsiður að stærð með fjölda mynda. Þetta er ritsafn, sem þarf að vera tll á hverju barnaheimili landsins. Þetta verður óskabók allra barna og unglinga næstu jól. Allt verkið kostar í lausasölu kr. 777,00. Til áskrifenda ÆSKUNNAR kost- ar það aðeins kr. 583,00. MARKÚS OG MIKILVÆG SKILABOÐ Saga þessi fjallar um þrjá hrausta og glaða ungllnga. Markús er fremur alvarlegur, en at- hugull mjög og greindur. Mattl, vinur hans og frændi, er ákafur og galsa- fenginn, en Maja, frænka þeirra, falleg og full af ævintýraþrá eins og frændur hennar. Þau ienda í spennandi og einkenni- legum ævintýrum hjá afa sfnum, sem er efnaverkfræðingur og farinn að eld- ast. Gamll maðurinn er mjög rökfastur og íhugull — og stundum getur hann sagt sögur hluta, sem hann heldur eða þreifar á. Hver atburðurlnn rekur annan og augu frændsystkinanna opnast fyrir gelgvæn- Þórlr S. Guðbergsson. legri hættu, sem vofir yfir þelm og vin- um þeirra. Þau eru ekki alltaf sammála, en ræða af hreinskilni og einurð um vandamálin, sem þau takast á við. Endalokin verða þó á annan veg, en þau hugðu. En skilaboðin mikilvægu elga að berast frá manni tll manns svo hratt sem auðið er, og frændsystkinin voru staðráðin í að vlnna sem bezt — fyrir Guð og náungann. Vandamálin eru mörg, hættan er tals- verð, gáturnar erfiðar — en allir unglingar hafa gaman af að glima við vandamál og leysa gátur, eins og Markús, Matti og Maja. í lausasölu kr. 295,00. Til áskrifenda ÆSKUNNAR kr. 221,00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.