Kirkjuritið - 01.11.1958, Síða 12

Kirkjuritið - 01.11.1958, Síða 12
Páfaskiptin. Ég hefi áður rakið stuttlega æviatriði Píusar páfa 12. hér í ritinu (1956). Hann verður jafnan talinn með merkari og áhrifameiri páfunum. Fjölgáfaður, gagnmenntaður, víðsýnn og laginn stjórnandi, einlægur trúmaður, vammlaus. Líkleg- ast, að hann verði tekinn í helgra manna tölu sakir sýna sinna, enginn dregur heldur í efa, að hann vildi beita áhrifum sín- um, sem voru geysimikil, til eflingar sannrar kristni í heim- inum, og kappkostaði þess vegna m. a. að stuðla að friði og vaxandi þekkingu. Hélt hann oft ræður um þessi efni, eink- um á stríðsárunum. Og vegna útvarpsins heyrðu fleiri til hans um víða veröld en nokkurs páfa annars, þeirra er áður voru. Hér birtist ein af stytztu ræðum Píusar 12, haldin i Vísinda- akademíu Páfastólsins 3. desember 1939: „Vér erum ekki skaparar: hvorki sköpum vér heiminn né sannleikann. Hvorttveggja er grundvallaratriði, sem hugur vor verður að taka til greina. Náttúran er á milli Guðs og vor, og sannleikurinn verður ekki greindur frá náttúrunni. Guð, náttúran og sannleikurinn, þetta eru meistarar vorir. Vér er- um auðmjúkir þjónar, pílagrímar, sem stefna til Guðs á leiðum náttúrunnar og sannleikans, framkvæmendur fagn- aðarríks ævintýris. Hlutverk yðar er að kunna skil á og auka við þekkingarfjársjóðu mannkynsins. Slíkt er kærleiksverk, en ekki sundrungar, skylt starfsemi kirkjunnar, sem reynzt hefir móðir vísinda og framfara á liðnum öldum. Tvær eru lærdómsbækur mannsins: Alheimurinn, þar sem maðurinn leitar fræðslu um þá hluti, sem Guð hefir skapað. Og Biblían, þar sem hann kynnir sér æðsta vilja og sann- leika Guðs. önnur er fyrir skynsemina, hin fyrir trúna. Þær

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.