Kirkjuritið - 01.11.1958, Page 14

Kirkjuritið - 01.11.1958, Page 14
396 KIRKJURITIÐ Engum kristnum manni er óviðkomandi, hvers konar yfir- maður stýrir móðurkirkjunni, sem enn í dag er langfjöl- mennust og áhrifamest. Hún mótar því dýpstu drættina í svip kristninnar, eins og hann snýr við umheiminum. Þess vegna er gott til þess að hugsa, að vart munu nú aðrir en úrvalsmenn setjast á páfastól, og væntum vér því heiminum góðs af starfi Jóhannesar 23. og óskum honum blessunar. G.Á. Ilva«> lieíir Krislur krnnl mrr? Þetta er bæði nærgöngul og erfið spurning. Hins vegar er mér næsta skylt að svara henni sakir þess, að mikill hluti starfs míns er unninn í þágu kristins safnaðar. Til þess að forðast sem mest allan misskilning, sem ég þó því miður verð svo oft var við i starfi minu, þá tek ég það skýrt fram, að ég er ekki kristinn, en mig langar til að verða það og leitast við að verða það einhvern tíma. Því miður er ekki kirkja og kristni það sama að mínum dómi. Ef til vill hafa Kvekarar komizt næst því að lifa í anda og verki í mestu sam- ræmi við kristindóminn — kenningu Krists. Ég get ekki rökstutt það hér, en það skýrir svar mitt. Iíristur hefir kennt mér kærleik, bróðurkærleik, umburðarlyndi og hugrekki. Hugrekki íil aS standa viS skoSanir niinar. hugrekki til fórn- ar, hugrekki til aS þola. Mér, og öllum öðrum, veitist einmitt svo óendan- lega erfitt að fylgja þessu nú á timum. En samt er það markmiðið, tak- markið, sem ekki má missa sjónar á. — Einar Forseth. ☆ Þar sem ljósið er skærast eru skuggarnir dýpstir. — Goethe. ☆ Náttúran opinberar Guð, —• listin opinberar manninn. — Longfellow.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.