Kirkjuritið - 01.11.1958, Page 20

Kirkjuritið - 01.11.1958, Page 20
402 KIRKJURITIÐ Boðaður Hólafundur 1916 fellur niður vegna utanfarar séra Geirs, og veikindaforfalla á siðustu stund, svo menn settust aftur. Og árið 1918 er Prestafélag íslands stofnað, mest fyrir ötula forgöngu dr. Jóns biskups Helgasonar og prófessors Sigur<Sar Sívertsens, og þá af mörgum talin minni þörf en áður sérstaks félags norðanlands, enda taka þá prestar úr öllum áttum að sækja kirkjulega fundi til Reykjavikur, bæði prestastefnur og félagsfundi, eftir því sem samgöngur fóru batnandi. En árið 1927 verða þáttaskil í þessum málum með stofnun hinna ýmsu deilda Prestafélags Islands. Varð sú skipan til þess að hleypa nýju lífi og fjöri i félagsskap prestanna og alla starfsemi kirkjunnar. Vann pró- fessor Sívertsen af miklum áhuga að þessu nýmæli, en hugmyndina hafði hann fengið frá útlendum vini sinum, fyrrverandi kirkjumálaráðherra Finna (Yrjö Loimaranta). Voru nú þessi misseri stofnaðar deildir Prestafélags fslands í öllum landsfjórðungum. En sumarið 1927 var á fundi á Akureyri ákveðið að efla enn sjálf- stæða starfsemi hins gamla prestafélags og séra Stefáni Kristinssyni falið að annast þann undirbúning, er til þurfti. Og hann boðar svo til fundar árið eftir hér á Hólum, en þá voru liðin 30 ár frá stofnun félagsins. Sá fundur varð ekki langur, en mörgum þvi minnisstæðari. Prestarnir höfðu þessa daga verið að streyma að hinum fornhelga stað hvaðanæva, síðast sunnlenzku prestarnir, með biskup, dr. Jón Helgason, prófessor Sívertsen og séra Bjarna Jónsson, þáverandi dómkirkjuprest, í fararbroddi. Synodus hafði verið haldin og aðalfundur Prestafélags Is- lands, og nú, að kvöldi föstudags 6. júlí, skotið á þessum fundi, til að ákveða örlög elzta félagsskapar íslenzkra presta. Séra Geir var nú horfinn af sjónarsviðinu og auðsætt, að hann syrgðu allir. Hann lézt sumarið áður, 9. ágúst 1927. Séra Stefán minntist fornvinar síns fögrum orðum og skilaði kveðju hans til félagsmanna. En síðan var einróma samþykkt að halda félags- skapnum áfram, og vígslubiskupsefni, séra Hálfdán Guðjónsson, kjörinn formaður. Flutti hann þá stutta, en afar áhrifamikla eggjan til fundar- manna, sem hétu honum „öruggu fylgi og stu8ningi“, og boðaði siðan þegar umsvifalaust til næsta fundar í Eyjafirði sumarið eftir. En þann fund og fundinn á Laugum og Húsavik sumarið 1932 man ég bezt undir forsæti séra Hálfdáns, röggsemi og óskeikulan virðuleik þessa prúða kirkjuhöfðingja, góðvild þá og drengskap, sem einkenndi alla hans framkomu og hvert hans starf.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.