Kirkjuritið - 01.11.1958, Qupperneq 21

Kirkjuritið - 01.11.1958, Qupperneq 21
KIRKJURITIÐ 403 Þessir fundir báðir voru afar fjölsóttir, með mikinn svip hinna eldri presta, sem fyrr meir höfðu sumir hverjir staðið í fylkingarbrjósti fé- lagsins, en einnig með virkri þáttöku margra nýrra manna. Og var þar efalaust glæsilegastur fulltrúi séra Fríðrik J. Rafnar, ]sá að vísu vanur og þekktur fundarmaður, öllum snjallari að greiða úr flóknum málum og þar, sem í nokkurt óefni virtist komið. Erindaflutningur var og með miklum ágætum á þessum fundum séra Hálfdáns, og hefir hann kunnað vel eftir að leita, þar sem góðs var von um slikt. Voru þá oft sumir fyrirlestranna fluttir í heyranda hljóði al- menningi, og þótti skemmtileg tilbreytni á þeim timum. Þannig var húsfyllir í samkomuhúsinu á Akureyri 1929, er séra Tryggvi Kvaran flutti þar erindi sitt um „trú og þekking". Og mikið fjölmenni hlýddi messu og ræðuflutningi prestanna í Húsavíkurkirkju sumarið 1932. Um það skrifaði sóknarpresturinn, séra Knútur Arngríms- son, litlu síðar: „Kirkjan var troðfull af fólki — um 400 manns —, þótt á virkum degi væri, og mátti þetta kallast all-merkilegur kirkjulegur við- burður hér í sókn, að hér kæmi 17 prestar í einu“. En svo hygg ég, að víðar hafi þótt, þar sem Prestafélag Hólastiftis hélt fundi sína, að það hafi löngum vakið nokkra athygli út í frá og verið talið til tíðinda. Snemma árs 1937, eða 7. marz, bar að andlát séra Hláfdáns vígslu- biskups, eftir alllanga vanheilsu, og légu þá mjög niðri fundir Presta- félagsins þau misseri. En þess er þó að gæta, að æði þróttmikið félags- starf var þá viða vakið innan íslenzku kirkjunnar og. einnig í Norður- landi. Guðbrandsdeild, skipuð skagfirzkum og húnvetnskum prestum, vann ötullega, og höfðu þar lengst mesta forgöngu séra Guðbrandur Björnsson og séra Gunnar Árnason á Æsustöðum. En á Akureyri hófust fundir norðlenzkra presta og kennara, og munu þeir Pétur regluboði Sig- urðsson og séra PálL Þorleifsson hafa verið aðal-hvatamenn að þeim sam- tökum, sem um árabil hleyptu miklu fjöri í andlegt líf og kirkjulega starfsemi norðan heiða. Þá komst og hugmyndin um almennan kirkjufund í framkvæmd sum- arið 1934, mest fyrir atbeina Gísla Sveinssonar, þáverandi sýslumanns, og átti Hólastifti þar góðan fulltrúa árum saman, í stjórnamefnd þessara funda, séra Fríðrík J. Rafnar. Og undir handleiðslu hans var, haustið 1936, haldinn fjölsóttur kirkju- fundur Norðlendingafjórðungs, eins og það var kallað, á Akureyri. Var þá prestakallamálið svonefnda á döfinni, og mikill hugur í kirkjunnar mönnum víða um land að fá afstýrt frekari prestafækkun, og því boðað til slikra funda í öllum landshlutum.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.