Kirkjuritið - 01.11.1958, Síða 26

Kirkjuritið - 01.11.1958, Síða 26
* PISTLAR * Fráhvarf frá kristindóminum. Á nýafstöðnum kirkjufundi létu sumir svo um mælt, að heimili og skóli hefðu „brugðizt“ varðandi kristilega upp- fræðing æskulýðsins og trúarleg áhrif á hann. f þessu fólst ásökun. Ég gat þess þá, og vil árétta það hér, að mér finnst þetta ekki i raun réttri vel né réttilega að orði komizt. Menn bregSast ekki því, sem þeir telja sér ekki skylt, og hafa auk þess ekki heldur neinn verulegan áhuga á, eru jafnvel ef til vill mótfallnir. Það sem hér um ræðir er, að orðið hefir mikið og almennt fráhvarf frá kristindómi og kirkju a. m. k. í verulegum atriðum. Og eigi að ásaka einhverja fyrir, að þeir hafi brugðizt, væri það helzt forvígismenn kirkjunnar einkum á þessari öld, sem hafa látið sér lynda, að gerðar hafa verið æ minni kröfur til skóla og heimila um kristni- kennslu og kirkjugöngur barna og unglinga. Miðað við allt námsefnið er hlutur kristinna fræða óneitanlega ekki lengur neinn höfuðþáttur í barnaskólunum, og þegar þeim sleppir, má segja, að skólinn sé játningarlaus og trúarbragðafræðslan ýmist sáralítil eða engin. Þess þýðir heldur ekki að dyljast, að þær kröfur, sem gerðar eru til barna undir fermingu, eru ólíkt minni en áður. Spurningartímarnir virðast líka mörg- um sinnum færri. Sú kynslóð, sem nú stendur i blóma hér á landi, hlaut al- mennt talað lítið kristilegt lærdómsnesti og varð ekki fyrir miklum kristilegum áhrifum. Hún drakk þvert á móti í sig „vísindalega“ lífsskoðun á unga aldri og var aldrei vanin á að fara til kirkju að staðaldri. Mér kemur síður en svo í hug að halda því fram, að þessi „vísindalega“ lífsskoðun hafi að öllu leyti verið ill og röng. Fyrir bragðið höfum vér á marg-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.