Kirkjuritið - 01.11.1958, Síða 28

Kirkjuritið - 01.11.1958, Síða 28
410 KIRKJURITIÐ með því að byrja á börnunum. En þetta er líkt og ætla að rækta blómavöll í beru grjóti með gróðursetningu einni saman. Kristilegt barnastarf af hálfu kirkjunnar er nauðsynlegt. Verður enn nauðsynlegra nú sakir þess, að ekki eru veruleg líkindi til, að miklar straumbreytingar verði innan almennu skólanna á næstunni. Kirkjan verður því að hafa sérskóla í sínum fræðum, þ. e. sunnudagaskóla og fermingarundirbún- ing. Sennilega koma „kristnir“ unglingaskólar líka senn meira til sögunnar. En sjálfur meistarinn benti á, að strá geta vaxið skjótt á milli steina, en þau visna jafnharðan. Það er vonlítið, að sú æska verði áhugasöm um kristni og kirkju, sem alltaf verður að sækja eldsneytið að. Þessi er skýringin á því, hve algengt er, að fermingin verði oft að því er virðist fremur eins og brautskráning úr kirkjunni en upphaf starfs innan hennar. Mörgum foreldrum og börnum finnst, að þau hafi að mestu goldið kirkjunni sitt með því að láta skrá sig í hana. Þeir hafa gerzt nokkurs konar styrktarfélagar hennar, enda greiða þeir sitt árstillag. Hins vegar vantar þá nægan skilning og áhuga á félagsskapnum til að gerast virkir meðlimir. Á yfirborðinu lítur að vísu út fyrir, að allt sé í stakasta lagi. Næstum allir fslendingar telja sig til þjóðkirkjunnar, og hið ytra er vel að henni búið á margan hátt — og æ bet- ur með hverju ári. En hún er nú samt eins og prýðilegt kirkjuhús, sem stendur að mestu og oftast — tómt. Og eina ráðið til að fylla húsið og vekja þar líf og lofsöng, er að mínum dómi að ná eyrum og vekja áhuga fullorðna fólksins. Þá kemur það með börnin. Þetta er áreiðanlega engin ný speki. Þetta hefir alltaf verið eina ráðið. Frelsarinn gladdist yfir því, að mæðurnar komu með börnin til lians. En þess er ekki getið, að það hafi verið rekið sérstakt kristniboð meðal barna í frumkristninni. Barnsskírnin kom meira að segja aðeins Lil sögunnar af því, að foreldrana langaði til, að börn- in þeirra yrðu hennar sem fyrst aðnjótandi. Ég læt að þessu sinni nægja að benda á, að þrátt fyrir allt ágæti barnastarfsins, ríður enn meira á trúboði meðal full-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.