Kirkjuritið - 01.11.1958, Page 31

Kirkjuritið - 01.11.1958, Page 31
KIRKJURITIÐ 413 væri amazt við nokkurs konar útgáfu — og að skáldlistin væri sérstaklega hafin yfir allar hömlur —, hafa nú ótil- knúðir látið nokkuð verulega frá sér heyra, þó til séu heiðar- legar undantekningar. En aðrir þegja enn þunnu hljóði. Hvað veldur? Merk bókaútgáfa. í tilefni af ofanskráðu langar mig að benda mönnum á bækur, sem nýkomnar eru hér í bókaverzlanir. Þetta er þýzk- ur bókaflokkur, sem kallast Bilcher des Wissens. tJtgefandi er Fischer Bucherei, Frankfurt am Main. Þarna eru úrvalsrit bæði um trú og heimspeki, ævisögur og fleira, mjög snyrti- lega útgefin og kosta tæpar fimmtán krónur. Rowolt-útgáfan þýzka gefur líka út ágæt rit um sömu efni fyrir líkt verð. Prestar og aðrir þeir, sem þýzku lesa, ættu að kynna sér þessa fjársjóðu, sem öllum er hægur vandi að afla sér. Gunnar Árnason. Sért }>ú til, Guð, }>á tak })ú við mér eins og ég stend nú á þessari stundu. Gef mér tákn þess. Ég vil gefast þér algjörlega. Sért þú til, þá svara mér. Lát mig finna til nærveru þinnar, tala til sálar minnar, svara mér. Ég skal hlýðnast þér, já, fara á heimsenda, ef þér býður svo við að horfa, fara hvert, sem þú sendir mig. Sért þú til, þá veit mér þá vissu. Þér gef ég mig, og allt, sem í mínu valdi stendur. Lát mig umbreytast nú á þessari stundu, lát mig fæðast að nýju, og lát mig helgast þér. — Mathilda Wrede. ☆ Guð situr hátt, en sér lágt. -— Orfitak.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.