Kirkjuritið - 01.11.1958, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.11.1958, Blaðsíða 40
422 KIRKJURITIÐ og mun margt, sem hefir orðið þessari sveit til framfara, einmitt hafa átt upptök sín þar. Það má því óhætt segja, að á þeim árum hafi séra Björn gert heimili sitt að nokkurs konar menningarmiðstöð sveitarinnar.“ Um Miklabæjarheimilið segir Agnar Baldvinsson þetta: „Heimili séra Bjöms þótti mjög aðlaðandi, þar var glaðværð og gest- risni með afbrigðum, að sumu leyti sannkallað sólskins heimili. Það var því ætíð ánægja að koma þar, enda komu þar mjög margir. — Það var unun að ræða við séra Bjöm, þennan gáfaða og fjölfróða mann, sem öll- um veitti eitthvert andlegt fóður, sem hann var svo ríkur af, fyrir utan þær venjulegu góðgerðir, sem á gestrisnisheimilum tiðkast og húsmóðirin sá svo rausnarlega um. Þaðan fóru gestirnir glaðari en ella, og með meira sólskin í sál sinni og frið í hjarta — sólskin og frið frá séra Birni. — Heimili séra Björns var friðsemdarheimili. Það var eins og eitthvert bræðraband tengdi saman allt heimiilsfólkið, það var allt eins og ein fjölskylda: Húsbændur, börn og vinnuhjú, slik heimii eru vandfundin." Að lokum tilfæri ég síðustu málsgreinar úr grein eftir Stefán Jónsson, bónda á Höskuldsstöðum. Þar lýsir hann séra Birni blindum við vigslu fundarhúss Blöndhliðinga, en þar mun hann hafa síðast haldið ræðu opinberlega. Stefáni Jónssyni farast þannig orð: „Þar stóð hann, öldungurinn blindi, og bar enn þá höfuð og herðar yfir aðra, hvað andlega yfirburði og andlega viðsýni snerti — alveg eins og hann gerði, þegar hann kom hingað fyrst og gerði alltaf öll þau ár, sem hann dvaldi hér. Það má telja það gæfu hverrar sveitar, sem eignast slikari hæfileikamann, sem séra Bjöm var, og mega njóta starfs- krafta hans um langan tima. — Ég veit, að þeir Blöndhliðingar, sem þekktu séra Björn, munu jafnan minnast hans sem yfirburðamannsins, mannsins, sem þeir eiga svo mikið að þakka. Minnast hans sem leiðtoga sins til hins góða á öllum sviðurn." 1 Á aldarafmæli séra Björns Jónssonar í Miklabæ, hinn 15. júlí 1958, söfnuðust Blöndhlíðingar og ýmsir aðrir Skagfirðingar saman að Mikla- bæ. Þann dag var flutt minningarguðsþjónusta i Miklabæjarkirkju, helg- uð séra Birni, fánar voru við hún þennan dag á Miklabæ, og hin virðu- lega samkoma helgaði hinum mæta manni hugi sina. Það fór vel á því, að Skagfirðingar víðs vegar úr sýslunni minntust séra Björns á aldar- afmæli hans, því að alla ])á tíð, sem hann dvaldist og starfaði i Skagafirði, var hann héraðsprýði og virðulegur andlegur höfðingi. Mannkostir hans, gáfur hans og lærdómur sköpuðu honum þar þá sérstöðu, að skarð hans J) Bókin: Faðir minn, bls. 232.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.