Kirkjuritið - 01.11.1958, Page 44

Kirkjuritið - 01.11.1958, Page 44
426 KIRKJURITIÐ fljótt yfir sögu, enda aðeins um ágrip að ræða, og fremur gert til að varpa fram spurningum en svara þeim. Og þótt sumt orki tvímælis, er meira um hitt vert, hve niðurstaðan er jákvæð og viðfeðm. Einkunnarorð bókarinnar gera að nokkru grein fyrir tilgangi hennar og þörf, og eru ágæt hvatning til að láta hana ekki ólesna. Þau eru þessi ummæli A. Schweitzers: „Það mun ávallt verða óskiljanlegt, hvernig kyn- slóð vor, sem afrekað hefir svo miklu í visindalegum uppgötvunum, skuli geta verið á svo andlega lágu stigi að hætta að hugsa.“ Þýðingin virðist vel af hendi leyst. Útgáfan „Norðra" til sóma. Þetta er bók, sem vert er að lesa. G. Á. ☆ Til umlnigsuiiar. Sú algenga hugmynd, að ég aðhyllist guðlausa lifsskoðun, er algerlega gripin úr lausu lofti. Sumir, sem eitthvað hafa gluggað i visindakenn- ingar minar, hafa ýmist harla litið botnað í þeim, eða — svo ég segi það beinum orðum — misskilið orð mín alveg herfilega. Og siðan hafa þeir borið það út, að ég væri fjandsamlegur í garð trúarinnar. En þessu er þveröfugt farið. Ég trúi á persónulegan Guð, og get með góðri samvizku sagt, að ég hefi ekki eina einustu stund ævinnar aðhyllzt guðleysi. Meira að segja á stúdentsárum mínum hafnaði ég visindaskoð- un þeirra tiða (1880—90), og mér finnast lífsskoðanir Darwins, Haeckels og Huxleys og annarra þeirra tíðar manna gersamlega úreltar. Menn verða að gera sér ljóst, að það hafa engu síður orðið framfarir i skoðunum vísindamanna heldur en á tæknisviðinu. Og óhætt að full- yrða, að flestir sönnustu fulltrúar réttnefndra vísinda viðurkenna, að visindin séu ekki í neinni andstöðu við trúarbrögðin. Hitt er annað mál, að það eru náttúrlega til kenningablindir steingervingar í hópi visinda- manna, sem standa enn upp á líf og blóð í sömu álfasporunum og menn stóðu um 1880. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar, að mannkynið mundi enn í dag standa á villimannsstiginu, ef trúarbrögðin hefðu ekki komið við sögu. Þjóð- félagið mundi vera á lágu frumstigi, vér mundum búa við miklu minna öryggi en vér njótum nú, og gereyðingarstyrjaldir — sem að vísu eiga sér enn stað — mundu vera ólíkt ægilegri. Trúin hefir verið hreyfill mannlegra framfara. (Úr viÖtali viS Albert Einstein 1905.)

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.