Kirkjuritið - 01.11.1958, Qupperneq 45

Kirkjuritið - 01.11.1958, Qupperneq 45
INNLENDARFRETTIR I WI.KMHn FltJETTIK Ekrgisárkirkjn liimilraá ársi. Hundrað ára afmælis Bægisár- kirkju var minnzt sunnudaginn 19. okt. s. 1. með guðsþjónustu í kirkjunni og samkomu í félagsheimili Hörgdæla að Melum strax eftir messu. Guðs- þjónustuna framkvæmdu þrir prestar: Séra Fjalar Sigurjónsson i Hrisey þjónaði fyrir altari á undan prédikun. Sóknarprestur Bægisársóknar, séra Sigurður Stefánsson, prófastur á Möðruvöllum, flutti fróðlegt og ýtarlegt erindi um Bægisárstað og þá presta, sem þar hafa þjónað fyrr og siðar. Var mikið á erindi prófasts að græða. Hann var og fyrir altari á eftir prédikun. En prédikun flutti séra Stefán Snævarr á Völlum. Við orgelið var Baldur Guðmundsson á Þúfnavöllum. Söngflokkur kirkjunnar söng. Guðsþjónustan fór hið bezta fram og var bæði fögur og áhrifarik. Strax að guðsþjónustunni lokinni var haldið frá Bægisá og yfir að félagsheim- ilinu að Melum í boði sóknarnefndar. Veizlustjóri var Einar Sigfússon kennari. Eiður Guðmundsson á Þúfnavöllum flutti bráðskemmtilegt er- indi um séra Arnljót Ölafsson, hinn gagnmerka þingskörung og Bægisár- klerk. Sömuleiðis minntist Einar Jónsson á Laugalandi einkar hlýlega siðustu prestshjónanna, er sátu að Bægisá, þeirra séra Theódórs Jónssonar og frú Jóhönnu Gunnarsdóttur. Þá las Vald. Snævarr á Völlum upp ljóð. Kirkjunni að Bægisá voru færðar höfðinglegar gjafir, og segja mætti mér, að enn fleiri hugsuðu sér að sæma hana gjöfum, þótt siðar verði. Alls munu kirkjunni hafa borizt á þessum merkisdegi hennar hátt i tuttugu þúsund krónur. Slíkt er rausnarlegt og lofsvert. V. Sn. ■I»skól»li»rg»ri á átlrwiVÍNaldri. Séra Sigurður Norland inn- ritaðist i Háskóla Islands á siðastliðnu hausti og ætlar að taka próf i grisku, enda er hann tungumálamaður mikill. Hann er nú 73 ára að aldri. MinnÍNniurki I,ykkv»liH‘j»rkl»iis(urs var reist á siðastliðnu sumri á hól norðan við kirkjuna, þar sem áður stóð bærinn á Þykkva- bæjarklaustri. Minnismerkið var vígt í lok hátíðarguðsþjónustu sunnu- daginn 2. nóvember.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.