Kirkjuritið - 01.11.1958, Side 49

Kirkjuritið - 01.11.1958, Side 49
KIRKJURITIÐ 431 undirleik á hið nýja, hljómmikla og hljómfagra orgel, en á það lék kirkju- organistinn Friðbjörn Traustason. Prófastur minntist einnig í ræðu sinni annarrar gjafar, sem Hóladóm- kirkju barst þennan sama dag, en það var eintak af hinni nýju ljósprent- uðu útgáfu af Guðbrandsbiblíu, gefið kirkjunni af útgefendum, Hauki Thors og Jakobi Hafstein, til minningar um Guðbrand biskup, eins og seg- ir i áletrun framan á bókinni. Er þetta 3. eintakið af þeim, sem tölusett eru. Að lokinni messu flutti Árni Sveinsson bóndi á Kálfsstöðum, formaður sóknarnefndar, ávarp, minntist þeirra, sem beitt hafa sér fyrir þessum gjöfum, og bar fram þakkir til þeirra. Kvað hann gjafimar bera það með sér, að mönnum þætti ekki annað sæma hinni fornu kirkju en það bezta. Minntist hann einnig Kristjáns Eldjárns þjóðminjavarðar og færði hon- um þakkir fyrir umönnun og aðhlynningu við kirkjuna, og gat þess sér- staklega, hve ánægt sóknarfólk væri með hitalögn þá, sem nú er búið að setja í kirkjuna, svo að nú er í fyrsta skipti í sögu hennar hægt að hita hana upp við messugjörð. Siðan gengu krikjugestir heim á heimili prestshjónanna og þágu þar góðgerðir. K. E. EKLEIMIAR FRÉTTIlt Prófessor Itegin Prenter, sem er í hópi þekktustu guðfræðinga nútimans og Islendingum að góðu kunnur, varð fimmtugur snemma á þessu ári. Var gefið út afmælisrit og tileinkað honum, með ritgerðum eftir kunna menn frá ýmsum löndum. Rit þetta heitir „For Kirke og Theologi" (Theologisk Oratoriums Forlag, 116 bls., d. kr. 6,50). Séra Dag Monrad Möller, sem einnig er vel kunnur hér á landi, enda íslenzk- ur að ætt, ritar að lokum grein um afmælisbarnið, og auk þess er í rit- inu skré yfir ritverk próf. Prenters. Meðal þeirra, sem eiga ritgerðir í þessu afmælisriti, er Þórir Þórðarson prófessor. 1 blaði danska Prestafé- lagsins (Præsteforeningens Blad nr. 12 þ. á.) skrifar H. C. Lorentzen, prestur og fyrrverandi aðstoðarkennari við háskólann í Árósum, ritdóm um þessa bók og rekur efni hennar stuttlega, en ritgerð Þóris er sú eina,

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.