Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Side 13

Kirkjuritið - 01.01.1961, Side 13
KIRKJURITIÐ 7 flokka: þá, sem ætluð eru svo stór svæði, að þeir ráða ekki við neitt, og hina, sem eru eins og jeppar í snjóskafli f jölmennisins. Hjólin snúast nótt og nýtan dag, án þess að nokkuð verði kom- izt áfram. Söfnuðimir hljóta í báðum tilfellum að líta á sókn- arprestinn sem bráðókunnugan mann, sem komi þeim eigin- lega harla lítið við. — Og prestarnir missa heilsuna hver af öðrum. Þrátt fyrir þessi ósköp sé ég einnig fagra og skínandi bletti í mynd nútímans, og þar vil ég fyrst og fremst benda á merkilega straumbreytingu 1 hugsunarhætti þjóðarinnar gagn- vart kirkjunni. Ég hef leyft mér að einkenna hana með því, að áður fyrr vorum vér hæddir fyrir að vera prestar, en nú er- um vér gagnrýndir fyrir að vera lélegir prestar og latir. Þetta er framför. Iiin „vísindalega“ efnishyggja er úr sögunni sem lífsskoðun, og gætir þar áhrifa frá helztu eðlisfræðingum og öðrum raunvísindamönnum umheimsins, og að því er íslenzka alþýðu snertir, hafa áhrif spíritismans haft róttækar afleið- ingar í jákvæða átt. Læknar og sálfræðingar hafa einnig orðið til að efla skilning margra á gildi sálgæzlustarfsins, sem þó er aðeins hægt að rækja þar, sem tækifæri eru til persónulegs sambands einstaklinganna við presta sina. Þó að hljótt fari, hefur starf prestnna að þessum efnum farið svo vaxandi, að fjöldi þeirra hlýtur að leggja miklu meiri vinnu í það en ýmis- legt annað, sem fer opinberlega fram. Kröfurnar og gagnrýnina ber oss að taka sem tákn þess, að þjóðin sé aftur að finna þörf fyrir presta í eiginlegum skilningi — helzt góða presta! Þessum kröfum er skemmtilega lýst af norskum presti, sem að loknum umræðum á prestafundi hripaði upp eftirfarandi „punkta“: 1) Presturinn verður að leggja meiri vinnu í prédikun sína. 2) Hann verður að gefa sér gott næði til persónulegrar bæn- ariðju. 3) Gugfræðilegt nám verður að vera fastur liður í starfi prestsins. 4) Presturinn verður að vera vel heima í almennum menn- ingarmálum. 5) Það er ekki sízt þörf á, að hann afli sér þekkingar á hinni nýrri sálarfræði. 6) Húsvitjanir á presturinn að rækja með kostgæfni. 7) Börnin eru framtíðin — og því ber honum að leggja mikla rækt við sunnudagaskólann.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.