Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Page 16

Kirkjuritið - 01.01.1961, Page 16
10 KIRKJURITIÐ hvítasunnumanna yrði íslendingum til meiri sálarheilla en þjóð- kirkjan, með fullri virðingu fyrir þeim, sem í einlægni vilja fara aðrar leiðir. — Nú er komið nýtt ár, með nýjum tækifærum fyrir hvern ein- asta kristinn mann að láta til sín taka á sínum stað. Þú, sem lest þessar línur, færð einnig þín tækifæri til að leggja hönd á plóginn, ekki til þess að líta aftur, heldur til að horfa fram á við í Drottins nafni, og þá verða plógförin bein, en ekki hlykkjótt, og akurinn fagurlega plægður og sáinn. Guð gefi oss öllum, prestum og söfnuðum, gleðilegt ár. Jakob Jónsson. Svörin, sem gefin voru forvitnum mönnum (af kirkjunni um Krist) hafa mér þó siðar meir virzt merkilega rétt, svo langt sem þau náðu. Þvi ef allir þeir, er trúir hafa verið sínum einfalda og óbreytta barna- lærdómi og breytt þar eftir, vissu, hvað þeir voru á réttum vegi, myndi öðru vísi líta út í þessum nafnkristna heimi. Ef veröldin hefði haft Krist fyrir leiðtoga sinn, þá er það áreiðan- legt, að öðru vísi væri og betur ástatt í heiminum en nú er. Þessu mun enginn með sanni geta neitað. Og hversu sem veröldin misnotar lífið, þá kemst hún aldrei út úr þessu villugjarna völundarhúsi, fyrr en hún hefur tekið Krist fyrir leiðtoga og konung í sínu ytra sem innra eðli. Þá krafta veraldarinnar, sem henni hafa verið lánaðir til vaxtar og þróunar, þýðir henni ekki neitt að misnota, því að hún tortímir sjálfri sér á þann hátt. En þetta er ofur einfalt mál, sem allir ættu að skilja. Einar Jónsson, myndhöggvari.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.