Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Síða 23

Kirkjuritið - 01.01.1961, Síða 23
KIRKJURITIÐ 17 maður í söfnuði ætti að vera fær um að þjóna þar með presti. Þeir, sem ekki eru söngmenn, geta þjónað við lesmessur. Auk þess er fleira að gera við altari en syngja. Þjónusta kórdrengja er algeng og mjög æskileg, bæði af því, að hún fer mjög vel, og ekki síður vegna uppeldisgildis hennar. Ég býst við, að söfnuðir muni þó ekki kunna við, að menn standi í slíkri þjón- ustu í venjulegum fötum, og myndu búningar messuþjóna kosta nokkurt fé í byrjun. Viltu þá alveg afleggja þá messu, sem viö höfum? — Nei. Ég er enginn byltingasinni, en ég er heldur ekki steinaldarfyrirbæri. Núverandi messa hefur verið notuð hér á aðra öld. Þótt hún væri lögleidd árið 1801, tók það meira en hálfa öld að innleiða hana. Hún kom fram þegar lægst stóð hið lítúrgiska líf i Danmörku og mætti hér að vonum sterkri mót- spyrnu, því messusöngur hér var þá miklu betri en í Danmörku. Það er því mikill misskilningur að halda, að þessi messa vor sé einhver sögulegur helgidómur. Ég hef eftir föngum fylgzt með því, sem er að gerast í þessum efnum erlendis. Þessi lít- úrgía hefur verið notuð og prentuð í sálmabókum lúterskra í Ameríku s. 1. 40 ár. Hún hefur í meginatriðum verið endurreist í Svíþjóð. Hún er mjög komin í hámæli í Danmörku. í Þýzka- landi er hún innleidd með hinni nýju Agendu, og er það hin langvandaðasta messubók, sem til þessa hefur verið gerð í lúterskri kristni. Verður hún áreiðanlega fyrirmynd annarra við endurreisn messunnar. Ég vil, að hafizt sé handa um að nota þetta sígildla form við hlið hins viðtekna og sjá til, hvað gerist. Sumir segja, aö þetta sé kaþólska. Hvaö segir þú um þaö? — Þessu vil ég svara með eftirfarandi spurningum: Er Bibl- ían ,,kaþólsk“? Er Kristur ,,kaþólskur“? Er altarissakramentið ,,kaþólskt“? Allt er þetta til vor komið frá kaþólsku kirkjunni. Hvort það þar með er kaþólskt eða eitthvað meira, læt ég les- endum eftir að dæma um. Ert þú aö skrifa bók um þetta efni? — Ég er að ljúka við að búa til prentunar heila messubók með þessu messuformi. Þó get ég ekki, því miður, látið neina músik fylgja því, enda tel ég æskilegt, að messan sé iðkuð sem lesmessa, áður en farið er að syngja hana. Vona ég, að hún komist út fyrir páska. 2

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.