Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Page 38

Kirkjuritið - 01.01.1961, Page 38
32 KIRKJURITIÐ ir hans var þar prestur norsks-lútersks safnaðar. Aldamótaárið fluttist fjölskyldan heim til Noregs. Þá var Arne níu ára. Þegar hann hafði aldur til, gekk hann í skóla og ákvað snemma að verða prestur. Hann var kappsamur og reglusamur náms- maður, einnig duglegur og ósérhlífinn í félagsmálum stúdenta. Var því snemma kjörinn í stjórnir ýmissa félaga og sendur á stúdentamót, t. d. til Miklagarðs 1911. Og 1914, áður en hann hafði fulllokið kandídatsprófi, var hann ráðinn starfsmaður norska kristilega stúdentasambandsins. 1916—17 ráðinn prestur norska safnaðarins í Berlín, með framhaldsnám jafnframt fyrir augum. Vígsludaginn sagði faðir hans, sem var að jafnaði fá- skiptinn og orðspar: „Að því er ég bezt veit, hefur enginn í ætt okkar verið leiguliði. Vert þú aldrei leiguliði í norsku kirkjunni." Eftir heimkomuna frá Þýzkalandi var Fjellbu um tveggja ára skeið sveitaprestur í allstóru prestakalli á Östfold, en þá kom Jens Gleditsch biskup í Niðarósi því til leiðar, að hann fékk prestsembætti við dómkirkjuna frægu — Ólafskirkjuna í Nið- arósi, mesta þjóðarhelgidóm Norðmanna. Þar var hann „reside- rende kapellan“ í tíu ár. Dómprófastur 1937—1942 og biskup 1945—1961. Fjellbu varð þegar á unga aldri kunnur ræðumaður og vinsæll prestur, enda afkastasamur áhugamaður að hverju, sem hann gekk. Þótt honum gæfist fyrr og síðar ekki tími til vísinda- iðkana, nema af skornum skammti, varð hann brautryðjandi í trúarsálarfræði í Noregi, og bækur hans um þau efni voru not- aðar sem kennslubækur í Danmörku og Svíþjóð. Hann var hraustbyggður og mikill ferðamaður og þurfti oft á því að halda. Vísitazíuferðirnar voru erfiðar, en biskup ótrauður að halda áætlun sinni, hvernig sem viðraði eða færð var, hvort heldur á sjó eða landi. Þá hefur hann sótt ótal þing um allar jarðir, ekki sízt síðasta áratuginn, því að þá hefur hann mikið komið við sögu Alkirkjuráðsins og hinnar kristnu einingarhreyfingar. En lengst verður Fjellbu minnzt í sambandi við þann atburð, sem gerðist í Niðarósi 1. febrúar 1942 og leiddi til þess, að hann var rétt á eftir rekinn frá embætti. Það var aftur tilefni mikill- ar skriðu, því að allir norsku biskuparnir sögðu þá af sér og síðan 645 af þeim 699 prestum, sem þá gegndu embættum í landinu. Og stóð svo í þrjú ár, unz Þjóðverjar gáfust upp og voru hraktir á braut.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.