Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Page 47

Kirkjuritið - 01.01.1961, Page 47
KIRKJURITIÐ 41 fagran að vísu, þótt einhæfur sé, má svo að orði kveða, að mannsheilinn eigi ráð á öllum tónum allra þeirra hljóðfæra, sem eru í hljómsveitinni. Það er óþarft að fjölyrða um þetta fjórða atriði: Vér eigum það mannlegri skynsemi að þakka, að vér getum gert oss í hugarlund, að vér erum það, sem vér erum, vegna þess að vér höfum öðlazt neista þeirrar skynsemi, sem alheimurinn ber vott um. í fimmta lagi: Fyrirhugun allra líffvera birtist í fyrirbrigö- um, sem vér þekkjum nú á dögum, en Darwin vissi ekkei’t um — svo sem undur arfstofnanna. Þessir arfstofnar eru svo ólýsanlega litlir, að þótt þeim þeirra, sem hafa áhrifavald á allar lifandi manneskjur í heimium, væri safnað saman á einn stað, væri það ekki ein fingurbjargarfylli. Samt búa þessir óendanlega örsmáu arfstofnar og félagar þeirra litningarnir í öllum lifandi sellum og hafa úrskerandi mynd- unaráhrif á allar einkunnir manna, dýra og jurta. Hvernig geta arfstofnarnir falið í sér allar venjulegar erfðir ótölulegs grúa forfeðranna og jafnframt varðveitt sálræna hæfileika þeirra innan svona óendanlegs lítils ramma? Hér á þróunin upphaf sitt í raun réttri. Sem sé í sellunni, sem felur í sér og flytur arfstofnana. Aðeins skapandi spekt getur verið uppspretta þeirrar snilli og fyrirhyggju, sem sér svo um, að fáeinar milljónir atóma, sem fólgnar eru í örsmá- um arfstofnum, hafa algjört taumhald á öllu lífi jarðarinnar. í sjötta lagi: Náttúrunni er svo haganlega háttaö, aö vér knýjumst til aö viöurkenna, að einvöröungu óendanleg speki Qceti hafa séö slíkt í hendi sér og hagrœtt því af jafn snjallri ráödeild. Kaktustegund var fyrir mörgum árum gróðursett sem varn- argirðing í Ástralíu. Þar voru engin skaðleg skorkvikindi, svo að kaktusinn náði skjótt risavexti. Fór þessum ískyggilega ógn- arvexti fram, unz svo var komið, að hann náði yfir eins stórt landflæmi og allt. England. Hafði hann þá hrakið íbúana úr fjölda þorpa og borga, sem hann óx yfir, og eytt ógrynni akra. Skordýrafræðingarnir leituðu að kalla mátti undir hverjum steini að lausn þessa vanda. Loks uppgötvuðu þeir skorkvik- indi, sem lifði einvörðungu á kaktusi og leit ekki við öðru. Það aexlaðist ört. Og enginn meinvaldur þess var finnanlegur í Ástralíu.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.