Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Side 48

Kirkjuritið - 01.01.1961, Side 48
42 KIRKJURITIÐ Þetta skorkvikindi batt enda á þessa gróðrarplágu. Nú er svo komið, að það eru heldur ekki eftir nema hæfilegar leifar af skorkvikindunum, til þess rétt að halda kaktusinum mátulega í skefjum. Alls staðar í ríki náttúrunnar er séð fyrir slíkum tálmunum og gætt slíkrar jöfnunar. Hvernig stendur á því, að bráðtímgandi skordýr hafa ekki náð yfirhöndinni á jörðunni? Orsökin er sú, að þau hafa engin lungu, eins og mennirnir. Þau anda gegnum pípur. En þegar skordýrin stækka, vaxa þessar öndunarpípur ekki að sama skapi og bolurinn. Þess vegna eru ekki til nein stór skorkvikindi; og þessar vaxtartálmanir halda þeim öllum í skefjum. Hefði ekki verið séð fyrir þessum vaxt- arskorðum, hefði verið úti um manninn. Hugsum oss, ef vér ættum í höggi við vespur, sem væru á stærð við ljón! í sjöunda lagi: Sú staöreynd, aö maöurinn getur gert sér hugmynd um Guö, er í raun og veru óviöjafnanleg sönnun. Hugmyndin um Guð er runnin frá guðdómlegum hæfileika mannsins, sem hann er einn um í heiminum — og vér köllum ímyndunarafl. Fyrir þær sakir getur maðurinn — og aðeins maðurinn — gert sér grein þess, sem vottar tilvist þess ósýni- lega. Þessi hæfileiki opnar oss ótakmarkað útsýni. Svo kann að fara, að þegar hið fullþroskaða ímyndunarafl verður andlegur veruleiki, greini maðurinn þau miklu sannindi af óteljandi vitn- isburðum um ákvörðun og tilgang í ríki náttúrunnar, að him- inninn sé hvar sem er og hvað sem er. Guð sé alls staðar og í öllu, en þó hvergi svo nærri sem í hjörtum vorum. Það eru jafnt vísindaleg sem ímynduð sannindi, sem felast í orðum sálmaskáldsins: Himnarnir segja frá dýrð Guðs og fest- ingin kunngjörir verkin hans handa. (Lauslega þýtt af G.Á.). Skorið á rúmíjöl. Vertu bœöi í vöku og blund vafinn Jesú örmum. Standi hver hans ceö og und opin þér á dauöastund. Versið skorið á rúmfjöl, sem nú er í Danmörku. Höfundur líklega Sunnlendingur.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.