Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Síða 52

Kirkjuritið - 01.01.1961, Síða 52
46 KIRKJURITIÐ að og prýtt kirkjur vorar með góðum gjöfum og jafnvel dýr- um listaverkum, er það sérstaklega ánægjulegt, að sú kona, sem fyrst hefur unnið til doktorsnafnbótar hér við háskólann, skyldi hljóta þá sæmd fyrir ritgerð um fornar helgimyndir. Þessi bók er engin dægurfluga — heldur hlýtur hún um lang- an aldur að verða velþegin vinargjöf. Bæði sakir efnis og bún- aðar. Því að myndirnar f jölmörgu eru líka hver annarri betur gerðar og fjölbreytilegt íhugunarefni. Sigfús Blöndal: Endurminningar. — Hlaðbúð 1960. Hlaðbúð hefur árum saman gefið út góðar og þarflegar bæk- ur. Þessi er ein þeirra. Hér segir gamall fræðimaður frá æsku sinni og menntaskólaárunum. Frásögn hans er lygn og breiður straumur, sem sjaldan brýtur á, en notalegt er að fylgjast með. Og margar myndanna, sem fyrir augun ber, eru glöggar og hugþekkar. Sérstaklega því meir sem fram líður, ekki sízt af hinum mikla skáldbónda og frægðarmanni Grími Thomsen á Bessastöðum. Þess er vert að geta, að höfundur talar af góðvilja um alla og hallar auðsæilega hvergi viljandi réttu máli. Leið prentvilla er á X. myndablaði (móti bls. 261). Röðin á að vera: Magnús Sæbjörnsson, Sigfús Blöndal, Ásmundur Gíslason, P. Helgi Hjálmarsson, Þorsteinn Gíslason, Pétur Guðjohnsen. Annars er frágangur smekklegur og vandaður. Maöur lifandi, eftir Gest Þorgrímsson. — Iðunn 1960. Þetta mun frumsmíði höfundar, sem er kunnur eftirhermu- maður og leikari og einnig kennari við Kennaraskólann. Bókin er að vísu hvorki stór í sniðum né þung að innihaldi, en hún hefur kosti, sem gera hana ágætt lesefni, einkum fyrir unglinga. Höfundi er sú tiltölulega fágæta list lagin að sjá hversdagslega viðburði og hina og þessa smámuni í skemmtilegu skopljósi. Og frásögnin er bráðlifandi. Stuttir kaflarnir verða líkastir sniðugum teiknimyndum, sem gera lesendum glatt í geði. Myndir Sigrúnar Guðjónsdóttur, konu höfundar, auka á ánægjuna. G.Á.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.