Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Blaðsíða 25
framfærsluskyldir ef barn hefur verið ættleitt, sbr. lög um ættleiðingu nr. 15/1978 (æl.) og b-lið hér á eftir. b. Kjörforeldrar (sbr. 1. mgr. 14. gr. bl. og 1. mgr. 15. gr. og 16. gr. æl.). Kjörforeldrar eru þeir sem ættleitt hafa barn. c. Stjúpforeldri (sbr. 2. mgr. 14. gr. bl.). Stjúpforeldri nefnist sá sem er í hjúskap með kynforeldri. I barnarétti hefur verið talið að því að- eins sé um að ræða stjúpbarn að það búi á sarna heimili og stjúpfor- eldri.7 Þetta er tæplega í samræmi við almenna málnotkun, né sam- rýmist þetta notkun orðsins stjúpniðji í 8. gr. erfðalaga nr. 8/1962,8 þar sem kveðið er á um heimild maka til setu í óskiptu búi með stjúp- niðjum sínum, án tillits til þess hvort þeir hafa búið á sama heimili eða ekki. Hins vegar er stjúpforeldri aðeins framfærsluskylt þegar svo stendur á sem að framan er lýst. d. Sambúðarforeldri (sbr. 2. mgr. 14. gr. bl.). Sambúðarforeldri nefn- ist sá sem býr í óvígðri sambúð með kynforeldri sem hefur barn hjá sér og hefur forsjá þess. Um það hvenær óvígð sambúð telst vera fyrir hendi í skilningi 2. mgr. 14. gr. er eðlilegt að taka mið af „því er greinir í þjóðskrá eða öðrum ótvíræðum gögnum“ sbr. 6. mgr. 35. gr. bl. e. Fósturforeldri. í 3. mgr. 14. gr. bl. er kveðið á um framfærsluskyldu fósturforeldris þegar barn er í fóstri án meðlagsgreiðslna. I lögum er ekki að finna almenna skýringu á hugtökunum fósturforeldri eða fóst- urbarni. Við það er venjulega miðað að um sé að ræða nokkuð varan- lega dvöl barns á heimili. 1 þessari grein er miðað við að barni hafi verið ráðstafað til fósturs á grundvelli barnaverndarlaga nr. 53/1966 (bvl.). Nánar verður vikið að því síðar. Um stj úpforeldri og sambúðarforeldri er rétt að taka fram að þessir aðilar eru ekki framfærsluskyldir ef hjúskap eða sambúð er slitið. Fyrrverandi stjúpforeldri eða sambúðarforeldri er því ekki framfærsluskylt. Þá er fósturforeldri aðeins framfærsluskylt meðan barnið er í fóstri hjá því. Framangreindir aðilar eru því ekki meðals- skyldir. Þegar talað er um meðlagsskylt foreldri í lögunum (t.d. í 16. gr.) getur því aðeins verið um kynforeldri eða kjörforeldri að ræða, sem ekki stendur straum af daglegum útgjöldum vegna framfærslu bai’ns. 7 Ármann Snævarr: Barnaréttur, Rcykjavík 1987, s. 42. 8 Sbr. 1. gr. 1. nr. 29/1985 um breytingar á erfðalögum og 1. nr. 48/1989 um breytingar á þeim lögum, einkum 2. og 3. mgr. 3. gr. 167
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.