Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Blaðsíða 39
annan veg, enda telji hann að aðstæður hafi breyst eða samningur gangi í berhögg við þarfir barns. I þessu tilfelli myndi það oftast vera dómsmálaráðuneytið sem tæki slíka ákvörðun, enda eru samn- ingar af þessu tagi oftast gerðir í tilefni af skilnaði eða sambúðar- slitum. Þegar þessar heimildir eru skoðaðar kemur í ljós að á þeim er nokkur munur. 1 báðum tilfellum er hægt að breyta fyrri úrskurði eða samningi ef aðstæður hafa breyst eða þarfir barns mæla með því. 1 22. gr. eru hins vegar gerðar strangari kröfur þar sem það er skil- yrði að aðstæður hafi breyst verulega. Þá er rétt að vekja athygli á að nægilegt er að annað skilyrðið sé uppfyllt, þannig að breyttir hagir foreldra til hins verra eða betra geta nægt til þess að fyrri úr- skurði verði breytt, án þess að einnig sé sýnt fram á að þarfir barns kalli sérstaklega á breytingar. Að sama skapi ætti að vera heimilt að breyta úrskurði eingöngu vegna þarfa barns, enda þótt aðstæður hafi að öðru leyti ekki breyst.27 Rökin fyrir heimildum sem þessum eru einkum þau að í meðlags- úrskurði eða samningi um meðlag er oft verið að ráðstafa til fram- búðar hagsmunum þeim sem þar er fjallað um, á grundvelli þeirra aðstæðna sem fyrir hendi eru þegar ákvörðun er tekin. Á þeirri stundu er ógjörningur að sjá fyrir með hvaða hætti hagir aðila kunna að breytast. Þetta á ekki síst við þegar aðili hefur verið úrskurðaður til greiðslu meðlags eða hann samið um greiðslu meðlags sem er langt umfram lágmarksmeðlag og hagir hans breytast skyndilega, t.d. við það að framfærslubyrði hans eykst af einhverjum ástæðum eða tekjur minnka. Þá er auðvitað til í dæminu að framfærslubyrði vegna barns þyngist til muna, t.d. vegna veikinda. 1 2. mgr. 20 gr. bl. er heimild valdsmanns til að breyta eigin úr- skurðum settar tilteknar skorður, af tilliti til hagsmuna hins meðlags- skylda. Þar kemur fram að ákvörðun um framfærslueyri sem eindag- aður er, áður en beiðni um breytingu kemur fram, verði ekki breytt nema alveg sérstakar ástæður leiði til þess, og almennt ekki lengra aftur í tímann en eitt ár frá því að beiðni var sett fram. 3.7. Endurheimta ofgieidds meðlags Sú staða getur komið upp að maður greiði meðlag með barni til- tekinn tíma í þeirri trú að hann sé faðir þess, en síðan komi í Ijós að 27 Þetta sjónarmið er sérstaklega áréttað í H 1987,473 (474) þar sem segir: „Fallast ber á það með héraðsdómi, að úrskurður sé heimill eftir lokaákvæði 22. gr., þ.e. vegna þarfa barns án tillits til breyttra aðstæðna." 181
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.