Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Blaðsíða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Blaðsíða 40
faðerni hans er útilokað. Við það fellur að sjálfsögðu niður skylda hans til að greiða meðlag. Sú spurning vaknar þá hvort maðurinn á rétt til endurheimtu þess fjár sem hann hefur þegar greitt og gegn hverjum rétt er að beina kröfu. Slíka kröfu má byggja annað hvort á almennum skaðabótagrundvelli eða almennum reglum um endur- heimtu ofgreidds fjár sem greitt hefur verið í rangri trú. I fyrra til- fellinu væri t.d. hægt að byggja á því að móðir hefði vísvitandi blekkt mann varðandi faðerni barns.28 Þessi sjónarmið fá nokkurn hljóm- grunn í forsendum H 1983, 1280, þótt synjað væri um endurgreiðslu í því máli. Málavextir voru þeir að K lýsti M föður að barni sínu fæddu 29. maí 1969. M var kallaður fyrir valdsmann og viðurkenndi hann að vera faðir barnsins. Var hann að svo búnu úrskurðaður til að greiða meðlag með barninu frá fæðingu þess. Árið 1979 fór M þess á leit við yfirsakadómara í Reykjavík að fram færi rann- sókn á faðerni barnsins, þar sem hann hefði vefengt að vera faðir þess. K samþykkti að hún og barnið gengjust undir blóð- rannsókn af þessu tilefni. Niðurstöður blóðrannsóknar útilokuðu faðerni M. Þegar þessi niðurstaða lá fyrir höfðaði M mál á hend- ur K og fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra fyrir hönd ríkis- sjóðs til endurgreiðslu á meðlaginu. Byggði M á því að K hefði vísvitandi ranglega bent á sig sem föður að barninu. Gagnvart fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra var á því byggt að valds- maður hefði ekki gætt leiðbeiningaskyldu sinnar þegar stefn- andi gekkst við faðerninu. K byggði sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því að hún væri ekki réttur aðili málsins, og í öðru lagi að ekki hefði verið um vísvitandi blekkingar að ræða og í þriðja lagi að krafan væri fyrnd. í héraði var K sýknuð á þeim grund- velli að ósannað væri að hún hefði vísvitandi ranglega bent á M sem föður. Að sama skapi var ríkissjóður sýknaður vegna þess að ósannað þótti að valdsmaður hefði ekki gætt réttra starfsað- ferða. 1 dómi Hæstaréttar segir hins vegar: „Svo sem frá er greint í hinum áfrýjaða dómi, viðurkenndi áfrýjandi (M) fyrir sýslumanninum í Árnessýslu, að hann væri faðir barns þess, sem stefnda K ól 29. maí 1966. Áfrýjandi hefur ekki fengið þeirri faðernisviðurkenningu hnekkt með dómi, sbr. nú 10. gr. laga nr. 28 Sjá um endurheimtu framfærslueyris, t.d. Sigriður Jósefsdóttir: „Endurgreiðsla ofgreidds fjár“, Úlfljótur 2. tbl. 1988, s. 155-157. 182
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.