Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Blaðsíða 53

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Blaðsíða 53
8.2. Innheimtuúrræði Þau innheimtuúrræði sem standa til boða þegar meðlagsskylt for- eldri er búsett erlendis skipta fyrst og fremst máli fyrir Innheimtu- stofnun sveitarfélaga, enda skiptir það forráðamann barns engu máli hvort það tekst að innheimta meðlagið hjá hinum meðlagsskylda frekar en endranær. Af þessum sökum verður ekki fjallað nákvæm- lega um þetta efni hér. Nauðsynlegt er að gera greinarmun á því hvort meðlagsskylt foreldri býr á Norðurlöndum eða ekki. Ef for- eldri er búsett utan Norðurlanda er það komið undir lögum dvalarlands- ins hvaða þvingunarúrræðum verður beitt við innheimtu meðlagsins. Milli Noregs, Islands, Danmerkur, Finnlands og Svíþjóðar er hins vegar í gildi samningur um innheimtu meðlaga sem er að stofni til frá 1931 en honum hefur verið breytt nokkuð síðan, sbr. nú samningur undir- ritaður 23. mars 1962, sbr. 1. 93/1962. I 1. gr. samningsins er gert ráð fyrir að aðfararhæfum dómi, úrskurði stjórnvalds eða skriflegum samningi, þar sem meðlagsskylda er lögð á herðar einhverjum í einu samningsríkjanna, verði fullnægt í öðru ríki, sé slík fullnusta á annað borð heimil í því ríki. Framkvæmdin hér á landi er sú að kröfur á hendur meðlagsskyldu foreldri sem búsett er á Norðurlöndum, hvort sem það er ríkisborgari í því landi eða ekki, eru sendar Innheimtu- stofnun sveitarfélaga, sem sér um að koma innheimtubeiðnum til réttra aðila í viðkomandi ríki. 9. TENGSL FRAMFÆRSLUSKYLDU AÐ EINKARÉTTI OG OPINBERUM RÉTTI Það er algengt að gera greinarmun á framfærsluskyldu að einka- rétti og framfærsluskyldu að opinberum rétti sem á aðila kann að hvíla.39 í grófum dráttum er þá á því byggt að framfærsluskylda samkvæmt barnalögum sé einkaréttarlegs eðlis, en framfærsluskylda samkvæmt framfærslulögum sé hluti opinbers réttar. Þessi skipting er þó fjarri því að vera skýr og raunar er vafamál hvort hún stenst. Fræðimenn greinir nokkuð á um það á hverju skipting í einkarétt og opinberan rétt eigi að grundvallast og jafnvel hvort hún hefur 39 Þessi greinarmunur kemur t.d. fram í 3. mgr. 1. gr. bl. Sjá ennfremur Ármann Snævarr: Barnaréttur, Reykjavík 1987, s. 82, og Sifjaréttur II, Reykjavík 1988, s. 323. Þá er fjallað allítarlega um þennan greinarmun opinbers réttar (allsherjarréttar) og einkaréttar af sama höfundi í ritinu Almenn lögfræði, Rvík 1989, s. 144—152. 195
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.