Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Blaðsíða 59

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Blaðsíða 59
ef hann er nægilega afmarkaður, t.d. farþegar í farartæki. Sérstakar opinberar hótanir, er beinast að ótilteknum eða lítt afmörkuðum hópi manna í mismununarskyni, varða við 233. gr. a., sbr. 1. nr. 96/1973. Ákvæði 233. gr. var nýmæli í hgl. nr. 19/1940. 2) Verknaður. Hótun í orði eða verki getur verið þáttur í samsett- um nauðungarbrotum, sbr. 194. gr., 225. gr., 251. gr. og 252. gr. hgl. I þessum ákvæðum er brotum lýst sem tjónsbrotum, og hótun beinist að því að ná tilteknum árangri. I 233. gr. er refsing lögð við hótun sem slíkri (samhverft brot), enda sé það hótun um refsiverðan verknað (tegund hótunar). Hótun um sannan sakburð getur raskað friði manns, en varðar þó ekki við 233. gr., sbr. hins vegar 225. gr. hgl. Hótun þarf auk þess að vera til þess fallin að vekja hjá öðrum manni ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína eða annarra (grófleiki hótunar). Þetta er nokkuð teygjanlegur mælikvarði, þar sem almennt mat yrði lagt á háttsemina fremur en einstaklingsbundið mat hótunarþola, sbr. H 1986:40, en hins vegar H 1985:542. Ljóst er raunar, að refsinæmi ákvæðisins er bundið við grófar, alvarlegar hótanir, sbr. H 1961:376. Hótun um minni háttar líkamsárás ætti því að falla utan marka 233. gr. Hafa ber þó í huga, að slík hótun er oft fyrsta stigið í alvarlegri atburðarás. Hótun sem slík telst ekki tilraun til þess brots, sem er efni hótunar. Hótanir eru oft til þess fallnar í reynd að þvinga menn til athafna eða athafnaleysis, þótt þær séu ekki skilyrtar að formi til, þannig að varði við önnur refsiákvæði, svo sem 225. gr. hgl. Sem dæmi má nefna, að kona hættir við að fara frá manni sínum vegna hótana hans eða maður hættir við að kæra afbrot. Jafnvel þótt hótun sé skilyrt á ytra borði, kann að vera eðlilegra að sakfella hótanda fyrir fullframið brot gegn 233. gr. fremur en tilraun til brots á 225. gr. hgl. Hótunin getur verið þessi: „Ef þú ekki heldur kjafti og þegir yfir þessu, skaltu verða myrtur“, sbr. H 1948:1 (22—23), H 1956:354 (382). Þetta hljómar sem skilyrt hótun, en er þó tæpast liður í nauðungarbroti. Efni hótunar getur komið niður á öðrum en hótunarþola, sbr. orða- lag ákvæðisins. Geta það verið nánir vandamenn eða þeir, sem hótunar- þoli samkvæmt starfsskyldu eða samningi hefur umsjón með (sjúkling- ar, börn). Það verður að vera eitthvert slíkt samband milli hótunar- þola og þriðja manns, að eðlilegt geti talist að meta hótun af þessu tagi sem friðhelgisbrot gagnvart hótunarþola. Fullframið er brot við munnlega framsetningu hótunar, þegar hótun er sýnd hótunarþola í verki eða skrifleg hótun kemur til vitundar hans. 201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.