Fréttablaðið - 20.05.2011, Síða 2

Fréttablaðið - 20.05.2011, Síða 2
20. maí 2011 FÖSTUDAGUR2 UMFERÐARMÁL Ökumenn í Reykja- vík valda miklu tjóni með því að aka á umferðarljós og ljósa- staura. Stundum reynist erf- itt og jafnvel ómögulegt fyrir gatnadeild borgarinnar að ná til þeirra. Dagbjartur Sigurbrandsson hjá gatnadeild segir að þegar ekið sé á eignir borgarinnar og þær skemmdar þá sé óskað eftir því við lögreglu að fá gefið upp bílnúmer og tryggingafélag svo unnt sé að fá tjónið greitt. Það sé ekkert vandamál að fá tjóna- skýrslur þegar ökumenn hafi verið allsgáðir. „En ef menn eru drukknir eða undir öðrum áhrifum og keyra á staur fáum við ekkert um þá og skýrslan er í salti. Það er verið að hlífa þeim sem síst skyldi,“ segir Dagbjartur og útskýrir að borgin fái ekki aðgang að málum þess- ara manna fyrr en þeim sé lokið. Oft líði langur tími. Á meðan þurfi borgin að bera kostnaðinn. „Svo kemur fyrir að menn eru tryggingalausir. Það er gríðar- lega alvarlegt að menn skuli voga sér að keyra án trygginga,“ segir Dagbjartur sem kveður trygging- ar þó bæta slík tjón. Kostnaður- inn sé síðan innheimtur hjá öku- manninum. Dagbjartur, sem hefur verið yfir fjóra áratugi hjá gatnadeild- inni, segist oft hafa komið að þar sem drukknir ökumenn hafi verið á ferð. „Ein kona fór með framendann á bílnum svo langt upp eftir staurnum að bílinn stóð upp á endann. Hún var svo drukkin að hún vissi hvorki hvað hún hét né hvar hún var. En við fengum þó upp úr henni að hún væri að koma af hestamanna- móti,“ segir hann og bætir við að stundum reyni menn að stinga af. „Sumir eru reyndar svo kurteisir að þeir skilja bílnúmerið og jafn- vel brettið eftir.“ Að sögn Dagbjarts hefur heild- artjónið vegna skemmda á staur- um ekki verið tekið saman. Hann nefnir nýlegt dæmi af ljósastaur sem ekinn var niður. Reikning- urinn þar hljóðaði upp á tæpar 409 þúsund krónur. Og stundum hverfi ljósin hreinlega: „Fyrir nokkrum árum var keyrður niður staur á mótum Listabrautar og Kringlunnar. Á honum var einn stór haus sem var horfinn og fannst ekki þrátt fyrir eftirgrennslan. Tveim- ur árum síðar var gerð húsleit vegna fíkniefna. Þá fannst haus- inn tengdur inni í einu herberg- inu. Þar var hann notaður sem diskóljós. Og þetta var stærri gerðin.“ gar@frettabladid.is Hún var svo drukkin að hún vissi hvorki hvað hún hét né hvar hún var. En við fengum þó upp úr henni að hún væri að koma af hestamannamóti. DAGBJARTUR SIGURBRANDSSON HJÁ GATNADEILD REYKJAVÍKURBORGAR. KÍNA, AP Kínversk stjórnvöld hafa viðurkennt að mistök hafi átt sér stað við hönnun og byggingu þriggja gljúfra stíflu í Yangtze- fljóti. Um er að ræða stærstu vatns- aflsvirkjun heims, en henni hafa fylgt margs konar neikvæðar afleiðingar, bæði umhverfislegar og félagslegar. Í skýrslu sem gefin var út í gær lofa stjórnvöld úrbótum og hafa sett fram áætlun þar sem áhersla er lögð á mengunarvarnir, öryggi og sjálfbærni. Virkjunin kostaði um 2.600 milljarða í byggingu og uppistöðu- lónið er 660 kílómetra langt. - þj Kínversk stjórnvöld: Viðurkenna galla í risastíflu Magnús, verður þetta ekki bara Peaceful Easy Feeling? „Lengi vel stóð á gítartöskunni minni „Easy does it“. Ætli það verði ekki bara svoleiðis.“ Magnús Þór Sigmundsson og félagi hans, Jóhann Helgason, munu hita upp fyrir stórsveitina Eagles á tónleikum. Skýrslur í salt þegar ölvaðir aka á staura Seint gengur hjá gatnadeild borgarinnar að fá upplýsingar um nöfn og trygg- ingafélög þeirra sem aka á ljósastaura og umferðarljós ef ökumennirnir eru drukknir eða dópaðir. Sumir eru ótryggðir að sögn starfsmanns gatnadeildar. DAGBJARTUR SIGURBRANDSSON Gríðarlega alvarlegt að menn vogi sér að aka um á ótryggðum bílum, segir starfsmaður hjá gatnadeild Reykjavíkurborgar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HESTAFÓLKI HEILSAÐ Bretadrottningu var vel tekið á hestabúgarði í Kildare í gær. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur mild- að dóm yfir karlmanni sem í fyrra hlaut átján mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir sér- staklega hættulega líkamsárás. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa, ásamt fjórum öðrum mönnum, ráðist á mann í Vogum á Vatnsleysuströnd og meðal annars kastað honum fram af fjögurra metra háum svölum niður á hellu- lagða stétt. Maðurinn neitaði því að hafa átt þátt í að kasta mann- inum fram af svölunum og vegna eindreginnar neitunar og skorts á sönnunargögnum sýknaði Hæsti- réttur hann af þeim lið. Dómur- inn var því mildaður niður í fimm mánaða fangelsi, þar af eru þrír mánuðir skilorðsbundnir. - sh Fimm mánaða fangelsi: Dómur fyrir árás mildaður ÍRLAND, AP Elísabet Bretadrottn- ing sneri sér að léttari málum í Írlandsheimsókn sinni í gær, nefnilega hestum, daginn eftir að hún heimsótti minnismerki um grimmdarverk Breta gegn Írum. Í ræðu baðst hún ekki afsökunar fyrir hönd Bretlands, en lýsti þess í stað yfir djúpri samúð sinni með þeim sem hafa átt um sárt að binda vegna langvarandi fjandskapar Íra og Breta. Heimsókninni lýkur í dag, en þetta er fyrsta heimsókn bresks þjóðhöfðingja til Írlands frá því landið sagði skilið við Bretland. - gb Írlandsheimsókn drottningar: Lýsti yfir djúpri samúð sinni UMHVERFISMÁL „Ég harma þau vinnubrögð sem viðhöfð eru í svona veigamiklu máli,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður Heil- brigðisnefndar Reykjavíkur, í tilkynningu sem send var út í gær eftir að Fréttablaðið sagði frá harðri gagnrýni Heil- brigðiseftirlits Reykjavíkur á frummats- skýrslu vegna jarðhitavinnslu við Gráuhnúka. Heilsu íbúa á höfuðborgarsvæð- inu er sögð kunna að stafa hætta af brennisteinsvetni frá vinnslunni. „Neikvæð áhrif á umhverfi borgarbúa ber að taka mjög alvar- lega og Heilbrigðisnefnd Reykja- víkur ber að tryggja öruggt og heilnæmt umhverfi og það ætlar nefndin að gera,“ segir Kristín. Heilbrigðisnefndin hefur bókað að mikilvægt sé að framkvæmdin verði tekin „til rækilegrar endur- skoðunar“. - gar Formaður heilbrigðisnefndar: Harmar skýrslu um Gráuhnúka BANDARÍKIN, AP Dominique Strauss-Kahn var í gær látinn laus gegn tryggingu í New York. Hann sagði af sér á miðvikudag sem framkvæmdastjóri Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins vegna ásakana um kynferðisbrot gegn þernu á hóteli í New York. Hann þarf þó að vera í stofu- fangelsi í íbúð á Manhattan-eyju og lúta ströngum skilyrðum um eftirlit. Tryggingarféð er ein milljón dala, en það samsvarar nærri 115 milljónum króna. Stuttu áður en dómari sam- þykkti að láta hann lausan var formleg ákæra lögð fram á hend- ur honum af ákærudómstóli. Í afsagnarbréfi sínu til Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins neitar Strauss- Kahn öllum ásökunum á hendur sér. Hann segist ætla að verja öllum tíma sínum til þess að sanna sakleysi sitt. Kröfur Evrópusambands- ins og nokkurra Evrópuríkja um að næsti framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verði evrópskur hafa mætt tregðu og jafnvel andstöðu af hálfu Banda- ríkjanna, Kína, Brasilíu og fleiri ríkja. - gb Dominique Strauss-Kahn látinn laus gegn tryggingu í New York: Verður að vera í stofufangelsi Á LEIÐ Í RÉTTARSALINN Dominique Strauss-Kahn veifaði til eiginkonu sinnar og dóttur, sem voru í réttarsal í gær. NORDICPHOTOS/AFP KRISTÍN SOFFÍA JÓNSDÓTTIR FORNLEIFAR Fornleifavernd ríkis- ins hófst í gær handa við að kanna hvort einhverjar fornleifar finnist á byggingarlóð nýja Land- spítalans, nánar til tekið á túninu fyrir framan gamla spítalann. Þar stóð býlið Grænaborg í tæpa öld, eða frá því um 1830 þar til Landspítalinn var byggður árið 1928. Fjallað er um málið á vef nýja Landspítalans. Í gær fannst garður og diska- brot. Ef eitthvað markvert finnst þarf að undirbúa og framkvæma frekari rannsóknir. Grafa hjá Grænuborg: Leita fornleifa við Landspítala FRÆÐSLUMÁL „Auðvitað er þetta skerðing á þjónustu en ekki svo mikil að fólk telji hana óásættan- lega,“ segir Magnús Jóhannsson, formaður fræðslunefndar Rang- árþings ytra og Ásahrepps, um þá ákvörðun að stytta skólaárið í grunnskólum sveitarfélaganna um tíu daga. Samkvæmt ákvörðuninni verður skólaárið í grunnskólunum á Hellu og á Laugalandi stytt um fimm daga að hausti og fimm daga að vori næstu tvö árin í sparnaðar- skyni. Á síðasta fundi fræðslunefnd- arinnar kom fram að mennta- og menningarmálaráðuneytið hefði lýst því viðhorfi í bréfi til skóla- stjóra Grunnskólans á Hellu að breytingin þyrfti ekki að fara fyrir ráðuneytið. „Þar kemur einnig fram að ráðuneytið leggur áherslu á að sátt sé innan samfélagsins um breyt- ingarnar og samráð sé haft við skólaráð og skólanefnd og viðhorf hagsmunaaðila í samfélaginu séu könnuð áður en endanleg útfærsla verður valin og að þess sé gætt að daglegt vinnuálag á nemend- ur verði ekki óhóflegt,“ segir í fundargerð fræðslunefndar. Enn fremur að málið hafi verið rætt í skólaráðum beggja skólanna og á foreldrafundum. „Viðhorf for- eldra eru nær undantekningalaust jákvæð.“ - gar Rangárþing ytra fer að tillögu skólastjóra með stuðningi ráðuneytis og foreldra: Skólaárið verður tíu dögum styttra HELLA Kennsludögum grunnskólanema í Rangárþingi ytra og í Ásahrepi verður fækkað um tíu á ári. Sumarfrí þeirra lengist sem því nemur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SPURNING DAGSINS Dala Feta fyrir þá sem gera kröfur ms.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.