Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.05.2011, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 20.05.2011, Qupperneq 22
22 20. maí 2011 FÖSTUDAGUR Frelsi fylgir ábyrgð – II Í nýjum lögum um fjölmiðla er kveðið á um að ávallt sé upplýst með gegnsæjum og aðgengileg- um hætti fyrir almenning hvern- ig eignarhaldi fjölmiðla sé háttað. Þá var kveðið á um skipan þver- pólitískrar nefndar með fulltrúum allra þingflokka, sem hefur það hlutverk að kanna samþjöppun á eignarhaldi á fjölmiðlamarkaði hér á landi og gera eftir atvikum tillögur um einhverjar skorður í þeim efnum. Er hún nú að störfum og á að skila tillögum í sumar. Skráningarskylda fjölmiðla Sá misskilningur hefur komið upp að nýju fjölmiðlalögin geri bloggsíður og almennar vefsíður skráningarskyldar. Hið rétta er að aðeins þær vefsíður teljast til fjölmiðla sem hafa sérstaka rit- stjórn skv. skilgreiningu laganna og afar umfangsmiklum skýring- um í greinargerð. Þær byggjast að nokkru leyti á skilgreiningum og túlkunum á tilskipun ESB sem inn- leidd er í fjölmiðlalögunum. Skilgreiningar á ritstjórn ná einnig til prentmiðla og fjölmiðla á netinu. Gert er ráð fyrir að hug- takið ritstjórn sé túlkað þröngt því starfsemi einstaklings sem rekur vefsíðu getur aðeins í undantekn- ingartilvikum talist fjölmiðill miðað við þau skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi, t.d. hvort við- komandi hafi það að atvinnu að miðla og bera ábyrgð á ritstjórnar- legri skipan efnis og hvort megin- tilgangur viðkomandi fyrirtækis eða einstaklings sé að miðla fjöl- miðlaefni. Af þessu leiðir að mik- ill meirihluti alls þess efnis sem miðlað er á vefnum fellur ekki undir hugtakið fjölmiðil. Þó verður að líta svo á að með breyttri fjöl- miðlanotkun almennings verði að fella vefsíður, sem sannarlega geta talist fjölmiðlar, undir hugtakið þannig að þeir hljóti sömu réttindi og hafi sömu skyldur og prent- og ljósvakamiðlar. Fjölmiðlanefnd og hlutverk hennar Fyrir bankahrunið var sú skoð- un almenn að fjármálafyrirtæki væru ekki frábrugðin öðrum fyr- irtækjum og því væri sérstakt eft- irlit með starfsemi þeirra ónauð- synlegt, jafnvel óæskilegt. Þessi afstaða er nú á undanhaldi enda flestum ljóst að fjármálafyrirtæki gegna lykilhlutverki í gangverki efnahagslífs hvers samfélags. Með sama hætti gegna fjölmiðlar lyk- ilhlutverki í lýðræðisríkjum eins og hér hefur verið lýst. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er m.a. vikið að stöðu fjölmiðla og umfjöllun þeirra um fjármála- markaðinn árin fyrir hrunið. Þar er mælt með að komið verði á „fag- legu eftirliti með fjölmiðlum sem hafi það að markmiði að tryggja að þeir ræki af ábyrgð hlutverk sitt í lýðræðisríki og verndi almanna- hagsmuni“. Samkvæmt fjölmiðlalögum er fjölmiðlanefnd ætlað að sjá um þetta eftirlit auk þess að fram- fylgja markmiðum laganna, þ.á m. um gagnsæi eignarhalds og að fjöl- miðlar fari að lögum, t.d. um efni sem getur verið skaðlegt börnum eða um aðgreiningu auglýsinga og ritstjórnarefnis. Fjölmiðlanefnd er sjálfstæð stjórnsýslunefnd og er því ekki hægt að kæra ákvarðanir hennar til ráðherra. Þetta fyrirkomulag er haft til að tryggja sjálfstæði hennar gagnvart framkvæmda- valdinu. Hér er því engin breyt- ing frá því fyrirkomulagi sem verið hefur með útvarpsréttar- nefnd, sem hefur eftirlitshlut- verki að gegna gagnvart ljós- vakamiðlum. Ákvörðunum hennar hefur ekki verið hægt að áfrýja til annars stjórnvalds. Breytingin felst hins vegar í því að fjölmiðla- nefndin er fjölmennari auk þess sem hún mun hafa starfsfólk og er því fyrirkomulagi m.a. ætlað að auka sjálfstæði nefndarinn- ar. Útvarpsréttarnefndin heyrði beint undir ráðherra og öll stjórn- sýsla hennar hefur farið fram í mennta- og menningarmála- ráðuneytinu. Þó að ekki sé hægt að skjóta úrskurðum fjölmiðla- nefndar til annars stjórnvalds er ávallt hægt að fara með þá fyrir dómstóla. Nefndin verður skipuð fimm fulltrúum, tveimur tilnefnd- um af Hæstarétti, einum tilnefnd- um af Blaðamannafélagi Íslands, einum tilnefndum af samstarfs- nefnd háskólastigsins og einum tilnefndum af mennta- og menn- ingarmálaráðherra. Er þetta fyr- irkomulag viðhaft til að tryggja sjálfstæði fjölmiðlanefndar með sem bestum hætti gagnvart póli- tískum áhrifum. Ég vek sérstaka athygli á því að mörg ákvæði í frumvarpinu eru beinlínis sett í þeim tilgangi að tryggja virkt tjáningarfrelsi og þar með opna umræðu og skoð- anaskipti. Hafa verður í huga að flest þessara ákvæða hafa verið í lögum um árabil, án þess að þeim hafi verið framfylgt á virkan hátt. Er það æskilegt? Andstætt því sem margir virðast halda sýnir reynsla annarra ríkja að virkt eftirlit með starfsemi fjölmiðla tryggir betur tjáningarfrelsi og er til þess fallið að auka traust almennings á fjöl- miðlum. Fjölmiðlanefnd er sjálfstæð stjórnsýslu- nefnd og er því ekki hægt að kæra ákvarðanir hennar til ráðherra. Fjölmiðlalög Katrín Jakobsdóttir höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra Seinni grein af tveimur um ný fjölmiðlalög Hljómleikarnir í London 1985 Fyrir einum þremur ára-tugum spurðist það til okkar sem vorum erlendis, að langþráður skriður væri kominn á að reisa tónleika- höll í Reykjavík. Það var til vansa að víðfrægir erlendir hljómlistamenn urðu að sæta þeirri allsendis ófullnægj- andi aðstöðu, sem Íslendingar máttu láta sér nægja. Sviss- neskir aðstandendur evrópsku tónlistarhá- tíðanna sögðu mér að með góðri tónlistar- höll ættu Íslendingar að komast inn í þá röð. Slík fjárfesting myndi fljótt skila sér. Það mun hafa verið á Listahátíð 1984 að breska sinfóníu- hljómsveitin Phil- harmonia heimsótti Ísland. Eftir þá ferð sneri framkvæmda- stjóri hennar, Archie Newman, sér til mín, þá sendiherra í London. Sagði hann að hljómsveitin hefði samþykkt að færa sem gjöf sinn hlut af flutningi á stórtónleikum í Royal Festival Hall til bygg- ingar tónlistarhallar í Reykja- vík. Stefnt skyldi hátt og yrði að fá Vladimir Ashkenazy til að stjórna. Vænlegast væri að sendiherrann bæri það upp. Vegna bókana kæmi aðeins til greina einn dagur þennan vetur. Þetta var tilefni þess að að ég átti símtal við Ashkenazy á heimili hans í Sviss og féllst hann á að stjórna Philharmonia 26. febrúar 1985. Síðar í Lond- on sagði hann, að þetta væri brúðkaupsdagur þeirra Þór- unnar og hefði hann brugðið af fastri venju að vinna ekki þann dag. But I will do anything for Iceland, sagði snillingurinn sá. Eftir þetta var framundan mikil vinna til undirbúnings þessum „gala“ eða hátíðatón- leikunum. Viðstödd voru for- seti Íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir og Charles prins af Wales og Lady Diana. Íslensku fyrirtækin í Bretlandi studdu tónleikana dyggilega með mið- akaupum á hækkuðu verði fyrir fjölmarga boðsgesti þeirra. Þá var gefið út afar glæsilegt kynningarrit fyrir tónleikana með útskýringum á verkunum sem flutt voru eftir Sibelius, Grieg og Dvorak. Þar var mjög vinsamleg úttekt á tónlistarlífi og kennslu á Íslandi. Auglýsingar keyptar dýru verði voru frá íslenskum og breskum fyrir- tækjum og bönkum. Var tónleikunum tekið af miklum fögn- uði og ekki hvað síst frábærum flutningi söngkonunnar Elisa- beth Söderström. Eftir tónleikana héldum við Elsa fjöl- sótta móttöku í sendi- herrabústaðnum að 101 Park Street til heiðurs forseta Íslands. Daginn eftir var kvöldverður á vegum íslensku nefndarinnar og er mér minnistæður vegna ræðu sem Söderström hélt og minntist þá Guðmundar Jóns- sonar, skólabróður síns úr söngnámi í Stokkhólmi. Hann hafði til að bera hina fegurstu söngrödd og hefði orðið stjarna við hvaða óperu sem var í Evr- ópu en kaus að halda heim til Íslands. Ég hef löngum verið þeirr- ar skoðunar að drýgstan þátt í þessu tónleikaævintýri hafi átt heiðursmaðurinn Archie Newman. Hann hafði áður stuðlað að samvinnu við sendi- ráðið vegna tónleika til kynn- ingar á verkum Áskels Más- sonar í Wigmore Hall 19. mars 1984. Menning Einar Benediktsson fyrrverandi sendiherra Viðstödd voru forseti Íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir og Charles prins af Wales og Lady Diana. AF NETINU Franskir kratar afhjúpaðir Dominique Strauss-Kahn er Frakk- landi til hneisu. Einkum frönskum fjölmiðlum og frönskum krötum. Hefur lengi hagað sér eins og naut í flagi í skjóli þagnarsamsæris franskra fjölmiðla. Þeir þurfa nú að skoða sinn gang. Eftir upp- ákomuna í New York ruku franskir kratar í vörnina. Þeir eru afhjúpaðir sem yfirstéttarflokkur, er fyrirlítur pupulinn. Til mestrar skammar varð annar yfirstéttarkrati, heim- spekingurinn Bernard-Henri Lévy. Hann skellir skuldinni á konur, sem hafa kvartað undan léns- herranum. Of lengi hefur gömul stéttaskipting loðað við Frakkland, fjölmiðla landsins og stjórn- málaflokka. www.jonas.is Jónas Kristjánsson Ljúga áfram? Auk þess eru rannsóknir Orkuveitu Reykjavíkur gagnrýndar harðlega sem villandi og lélegar en það er svo sem ekkert nýtt, því að í mati á umhverfisáhrifum Hellisheiðar- virkjunar var talið að loftmengun myndi hafa sáralítil ef nokkur áhrif á gróður við virkjunina. Annað kom þó í ljós. Við segjum hverjum sem er, líka Kaliforníubúum sem hingað koma, að í Reykjavík sé hreinasta loft í nokkurri höfuðborg í heimi. Hve lengi ætlum við að halda áfram að ljúga þessu að öðrum þjóðum. omarragnarsson.blog.is Ómar Ragnarsson NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS Í DAG VERÐUR SÉRFRÆÐINGUR FRÁ NIKE Í ÚTILÍF KRINGLUNNI FRÁ KL. 17–19. ÍS LE N SK A SI A .I S U TI 5 49 73 0 5/ 11 TILBOÐ: 21.592 KR. PEGASUS +27. Vinsælustu hlaupaskórnir frá Nike. Almennt verð: 26.990 kr. TILBOÐ: 17.992 KR. AIR MAX MOTO +8. Góðir hlaupaskór. Almennt verð: 22.490 kr. TILBOÐ: 21.592 KR. LUNARGLIDE +2. Léttir hlaupaskór. Almennt verð: 26.990 kr. TILBOÐ: 11.192 KR. DART 8. Ódýrir og þægilegir skór. Almennt verð: 13.990 kr. 20% KYNNINGAR- AFSLÁTTURAF VÖLDUM NIKE HLAUPASKÓM OG HLAUPAJÖKKUM Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.