Fréttablaðið - 20.05.2011, Page 50

Fréttablaðið - 20.05.2011, Page 50
20. maí 2011 FÖSTUDAGUR34 folk@frettabladid.is Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdar Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtalin framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum. nr. 106- 6/2000 m.s.br. Eldi á senegalflúru við Reykjanesvirkjun HS Orku, Reykjanesbæ Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, Lauga- vegi 166, 150 Reykjavík. Hana er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: www.skipulagsstofnun.is. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráð- herra og er kærufrestur til 21. júní 2011. Skipulagsstofnun „Þetta er bara tilraun til að sjá hvaða viðbrögð við fáum,“ segir Jóhann Ásmundsson, bassaleik- ari Mezzoforte. Hljómsveitin býður nú aðdáendum sínum upp á tónlistarkennslu í gegnum sam- skiptaforritið Skype á netinu. Nokkrir nemendur hafa þegar fengið kennslu hjá hljómborðs- leikaranum Eyþóri Gunnarssyni, gegn gjaldi, og einn Þjóðverji er í sigtinu hjá Jóhanni. „Það þarf að undirbúa tímann vel og fara í þau atriði sem nemandinn vill fara í gegnum,“ segir Jóhann og bætir við að kennsla sem þessi sé orðin nokkuð algeng í tónlistar- heiminum. Hver nemandi fær um klukku- tíma í kennslu hjá þeim meðlimi Mezzoforte sem hann kýs og er tilgangurinn að læra lög með hljómsveitinni. „Menn vilja fara ofan í viss lög eða vissa tækni sem þeir hafa áhuga á. Við erum ekki að kenna neinum að spila á hljóðfærið sitt. Við erum bara að segja hvernig við förum að hlut- unum,“ segir Jóhann. Mezzoforte spilar í Finn- landi, Litháen, Þýskalandi og Sviss í sumar, auk þess sem tón- leikar hér á landi eru fyrirhug- aðir í byrjun september. Upptök- ur á nýrri plötu hefjast einnig í sumar. Síðustu tónleikar Mezzo- forte á Íslandi voru í Borgarleik- húsinu þegar tónleikaplatan Live In Reykjavík var tekin upp fyrir fjórum árum. - fb Prófa kennslu á netinu með Skype NÝTA SÉR SKYPE Með- limir Mezzoforte bjóða aðdáendum sínum upp á tónlistarkennslu í gegnum Skype. dagar liðu milli þess að Arnold Schwarzenegger eignaðist son með hjá- konu sinni Mildred Patriciu Baena og son með eiginkonu sinni Mariu Shriver. Sonur Shriver og Schwarzenegger er eldri, svo því sé haldið til haga. 5 Tón l ista r maður i n n Ba rði Jóhannsson hefur gefið út plötuna Selected Film & Theater Works of Barði Jóhannsson, sem verður eingöngu fáanleg á síðunni Ton- list.is. Þar er að finna blöndu af því besta sem Barði hefur unnið fyrir leikhús og myndmiðla. Barði hefur samið tónlist fyrir Þjóðleikhúsið ásamt því að semja fyrir leikverk í Frakklandi og hinar ýmsu stuttmyndir, heim- ildarmyndir og auglýsingar. Hann samdi tónlist fyrir kvikmyndina Reykjavík Rotterdam og fyrir það vann hann Edduna. Einnig samdi hann tónlist fyrir Häxan (Norn- ir), sænska hrollvekju frá þriðja áratug síðustu aldar. Barði hefur samið tónlist við auglýsingar fyrir Citroën C5, Emperio Arm- ani, Volkswagen Passat, Sterling Air og Føroya Banka. Barði vinnur nú að fjórðu plötu Bang Gang ásamt því að fram- leiða eigin fatalínu. Einnig verð- ur ópera samin af Lady & Bird (Barða og Keren Ann) frumsýnd í Frakklandi í nóvember. Blanda af því besta NÝ PLATA Barði Jóhannsson hefur gefið út plötu með tónlist fyrir leikhús og myndmiðla. MYND/LISA ROZE Páll Óskar Hjálmtýsson sýndi kvikmyndina Galdra- karlinn í Oz af gamalli filmu fyrir leikarana sem frumsýna samnefnt verk í Borgarleikhúsinu um miðj- an september. Popparinn Páll Óskar Hjálmtýs- son var fenginn til að sýna kvik- myndina Galdrakarlinn í Oz fyrir leikarana í samnefndu verki í Borgarleikhúsinu sem verður frumsýnt um miðjan september. Páll Óskar hélt einnig fyrirlestur um myndina og las upp úr bókinni Ferð höfundarins eftir Christop- her Vogler. „Þau vildu fá að sjá bíómyndina og það vill svo til að ég á eintak af þessari klassísku mynd á filmu,“ segir Páll Óskar, sem hefur safn- að gömlum sígildum myndum á filmum í mörg ár. „Upplifunin er allt öðruvísi að rúlla þessu þannig í gegn heldur en að horfa á þetta DVD-dót. Ég rúllaði filmunni í gegn fyrir þau og stiklaði á stóru í því sem ég veit um söguna, til- urð hennar og bíómyndina sjálfa.“ Palla líst vel á íslenska leik- arahópinn í Galdrakarlinum í Oz en þar fer Laddi með hlutverk galdrakarlsins. „Þetta var virki- lega hressandi og skemmtilegt að fá að gera þetta með leikhópnum. Ég fann strax að það er ofsalega góð orka í þessum hópi. Ég held að þau séu að fara að gera mjög safa- ríka sýningu úr þessum efnivið.“ Palli sá kvikmyndina þegar hann var lítill drengur en síðan þá hefur skilningur hans á henni dýpkað mikið. „Í því felst stuðið, þegar maður getur farið að kíkja undir teppið. Þema myndarinnar er svo gjörsamlega mannlegt. Hún snýst um þessa miklu áskorun til okkar allra, hvort við séum sátt í eigin skinni,“ segir hann og bætir við að aðalleikkonan Judy Garland hafi átt stórleik í myndinni. Í bókinni Ferð höfundarins, sem Palli las upp úr, kemur Christop- her Vogler með þá kenningu að flestar þær sögur sem við þekkj- um í mannkynssögunni og úr kvikmyndum séu byggðar á sama grunni þar sem sömu persónurn- ar koma við sögu hvað eftir annað. freyr@frettabladid.is Sýndi Galdrakarlinn í Oz SÖGUSTUND Páll Óskar les upp úr Ferð höfundarins fyrir leikhópinn í Galdrakarlinum í Oz. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.