Fréttablaðið - 20.05.2011, Síða 10

Fréttablaðið - 20.05.2011, Síða 10
20. maí 2011 FÖSTUDAGUR10 PI PA R\ TB W A S ÍA 1 11 27 8 FYRIRLESTRARÖÐ Á ALDARAFMÆLI HÁSKÓLA ÍSLANDS LANGLÍFI OG LITNINGAENDAR Telomeres and Telomerase: How do they Affect Human Health and Disease? Dr. Elizabeth Blackburn, nóbelsverðlaunahafi í líf- og læknavísindum, forseti bandarísku krabbameinssamtakanna og prófessor í líffræði og lífeðlisfræði við Háskólann í Kaliforníu, San Francisco, flytur erindi í röð öndvegisfyrirlestra á aldarafmæli Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands, Aðalbyggingu, laugardaginn 21. maí kl. 14. Allir velkomnir. Kræsingar & kostakjör Á Pétur Guðjónsson Áfram Höfundur áritar bók sína í Nettó Mjódd í dag, föstudag frá kl. 16-181.998kr ALLT Í JÁRNUM Saleh forseti situr enn sem fastast í Jemen og nú hefur fulltrúi Persaflóaríkja gefist upp á að reyna að miðla málum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EVRÓPUMÁL Samkvæmt nýjum til- lögum innan framkvæmdastjórnar ESB verður sveitarfélögum, borg- um og héruðum innan sambandsins auðveldað að styrkja og niðurgreiða verkefni í heimabyggðinni. Styrkir til minni verkefna, svo sem bygg- ingar sundlauga, verða þá ekki litn- ir sömu augum og ríkisstyrkir. „Mér sýnist augljóst að sum þess- ara verkefna hafi lítil áhrif á við- skipti milli aðildarríkjanna og lítil efni til að skekkja samkeppni,“ segir Joaquín Almunia, framkvæmda- stjóri samkeppnismála hjá ESB. Þessi breyting ætti að leiða til talsvert minni afskipta samkeppn- iseftirlitsins í Brussel (eða Eftirlits- stofnunar ESA) af daglegum rekstri sveitarfélaga í aðildarríkjunum. Með þessu dregur úr kröfunni um að minni verkefni séu boðin út á öllu efnahagssvæðinu. Samkvæmt frétt Euractiv telur starfsfólk framkvæmdastjórnar ESB að betur fari á því að um þessi mál sé vélað á neðri stjórnsýslustig- um. Hún vilji fremur einbeita sér að veigameiri samkeppnismálum. Samkeppnisreglur ESB gilda innan EES. Breytingin hefði því bein áhrif á Íslandi. - kóþ ESB setur nýjar reglur um styrki innan sambandsins: Meira svigrúm veitt í héraði JOAQUÍN ALMUNIA Vill að samkeppnis- yfirvöld í Brussel haldi afskiptum sínum af minni verkefnum í sveitarstjórnum og borgum „í algjöru lágmarki“ og einbeiti sér að samkeppnismálum sem hafa bein áhrif á sameiginlega markaðinn. NORDICPHOTOS/AP JEMEN, AP Fulltrúi ríkja við Persa- flóa, sem reynt hefur að sætta stjórn og stjórnarandstöðu í Jemen að undanförnu, gafst upp á dögunum og hefur yfirgefið land- ið. Eftir langvarandi mótmæli í landinu fagnaði stjórnarandstaðan innilega þegar Ali Abdúlla Saleh forseti samþykkti, í síðasta mán- uði, að draga sig í hlé eftir rúm þrjátíu ár á valdastóli í skiptum fyrir friðhelgi. Síðan þá hafa málin verið í upp- lausn og Saleh neitar að víkja fyrr en öllum mótmælum verði hætt í landinu. Fulltrúi Persaflóaríkjanna, Bar- eininn Abdul-Latif al-Zayyani, kom því til landsins fyrir stuttu í þeim tilgangi að ná sáttum milli aðila. Saleh og stjórnarandstaðan gerðu hins vegar sífellt fleiri kröf- ur hvort úr sinni áttinni þannig að al-Zayyani gafst að lokum upp á miðvikudag og hélt til síns heima. Bandaríkin tóku óvænt skref á miðvikudag þegar aðstoðarmað- ur Baracks Obama forseta hvatti Saleh til að ganga að samningnum sem Persaflóaríkin buðu. Er þar um stefnubreytingu að ræða því að Bandaríkin hafa litið á Saleh sem mikilvægan samherja í baráttunni gegn hryðjuverkum. - þj Tafir á stjórnarskiptum í arabaríkinu Jemen: Sáttasemjarinn gafst upp og yfirgaf landið JAPAN Landsframleiðsla í Japan á fyrsta ársfjórðungi þessa árs dróst saman um 3,7 prósent á milli fjórðunga, að því er fram kemur í umfjöllun IFS Greining- ar í gær. Þar segir að svo virðist sem örvunaraðgerðir stjórn- valda í Japan hafi haft takmörk- uð áhrif. „Fáir höfðu búist við svo mikl- um samdrætti í kjölfar jarð- skjálftanna en sérfræðingar höfðu reiknað með 1,9 prósenta samdrætti,“ segir í morgunpósti IFS. - óká Jarðskjálftarnir hafa áhrif: Einkaneysla í Japan minnkar Auglýsingasími OFURHETJAN Í ARGENTÍNU Í borginni Argentínu hefur Menganno nokkur, íklæddur ofurhetjubúningi, farið undanfarið ár reglulega í eftirlitsferðir um hverfið sitt á vélhjóli til að efla samstöðu íbúanna. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.