Fréttablaðið - 20.05.2011, Side 28

Fréttablaðið - 20.05.2011, Side 28
2 föstudagur 20. maí núna ✽Litagleðin ræður augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon Forsíðumynd Anton Brink Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@365.is og Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 blogg vikunnar GLÆSILEG Elizabeth Olsen, yngri systir tvíburanna Ashley og Mary- Kate Olsen, hefur erft tískuvit systra sinna. Hún klæddist þessum síðkjól við frumsýningu myndarinnar Martha Marcy May Marlene í Cannes. NORDICPHOTOS/GETTY Í anda indíánanna Ástralska bloggsíðan www.buffa- logirlbyronbay.blogspot.com er stútfull af sumarlegum ljósmynd- um og hippalegum klæðnaði. Þeir sem eru að leita sér að innblæstri fyrir sum- arið ættu að leggja leið sína á síðuna og skoða falleg- an klæðnað ástr- alskra kvenna, en þær virðast margar hverjar sækja sinn innblástur til ind- íána. Við fyrstu sýn Bloggsíðan www.look-i-like. blogspot.com er íslensk og hald- ið úti af ungri stúlku sem elsk- ar tísku. Síðan sam- anstendur af alls kyns skemmtilegum myndum og stuttum texta við hverja og eina. Þessari síðu má endilega bæta við hinn daglega bloggrúnt sinn. RAUÐAR NEGLUR Það lyftir svolítið upp á daginn að lakka neglurnar í fallegum litum. Rauðar neglur í stíl við túlipana og rósir eru skemmtilegar yfir sumartímann. Plötuútgefandinn Haraldur Leví Gunnarsson opn- aði tískuverslunina Lólu við Laugaveg 55 ásamt kær- ustu sinni, Eddu Ýr Aspelund, í gær. Verslunin selur notaðan fatnað og er hver flík sérvalin af Haraldi og Eddu. „Við ætluðum okkur að opna verslun síðasta sumar en það varð ekkert úr því þá. Við ákváðum því að kýla á þetta í sumar og höfum nú unnið hörð- um höndum að því að koma öllu í stand. Við höfum staðið hér undanfarna daga með pensil í hönd og unnið að því að koma húsnæðinu í almennilegt stand,“ segir Haraldur Leví sem einnig er eigandi hljómplötuútgáfunnar Record Records og fyrrum trymbill hljómsveitanna Lödu Sport og Lifun. Að hans sögn sér Edda Ýr að mestu um innkaupin fyrir verslunina en Haraldur Leví segist hafa aðstoð- að við valið á karlmannafatnaðinum. „Við fórum í ferð til Bretlands til að kaupa fyrstu pöntunina. Við versluðum allan daginn, bæði fyrir búðina og svo auðvitað eitthvað aðeins á okkur sjálf líka. Þetta var hörkupúl, get ég sagt þér,“ útskýrir Haraldur Leví. Opnun Lólu var í gær og segjast þau spennt að sjá hvernig viðtökur viðskiptavina verði í nánustu fram- tíð. „Við erum rosalega spennt fyrir þessu öllu og getum ekki beðið eftir því að fá fólk í heimsókn til okkar,“ segir Haraldur Leví að lokum. - sm Plötuútgefandinn Haraldur Leví Gunnarsson opnar verslun ásamt kærustu sinni: ÚR TÓNLIST Í TÍSKUNA Opna saman verslun Plötuútgefandinn Haraldur Leví Gunnarsson og kærasta hans, Edda Ýr Aspelund, opnuðu í gær verslunina Lólu. Í versluninni verður hægt að kaupa flottan notaðan fatnað. FRÉTTABLAÐIÐ/ Plötusnúðurinn DJ Equal mun þeyta skífum á skemmtistaðnum Vegamótum í kvöld. Plötusnúð- urinn er þekktur í heimaborg sinni, New York, og spilar reglu- lega á vinsælustu skemmtistöð- um borgarinnar. DJ Equal hefur spilað með nokkrum þekktum tónlistar- mönnum og hljómsveitum og má þar helst nefna N.E.R.D, A- Trak, Bag Raiders, Jay-Z, Beyoncé og The Raptures. Hann hefur að auki ferðast um heiminn undanfarið ár og leikið fyrir dansi á nokkrum af vinsælustu skemmtistöðum heims og í kvöld fá Íslendingar að njóta hæfileika hans. Honum til halds og traust eru reynsluboltarnir Benni B-Ruff og Jay-O. Gamanið hefst klukkan 23 og er aðgangur ókeypis. Plötusnúðurinn DJ Equal spilar á Vegamótum: Tryllir dansglaða Íslendinga í kvöld ÞEYTIR SKÍFUM DJ Equal þeytir skífum á skemmtistaðnum Vegamótum í kvöld. Hann er vinsæll plötusnúður í New York og hefur meðal annars spilað með Jay-Z. NORDICPHOTOS/GETTY Í Proactiv® Solution eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkum koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur myndist. Við lofum því! Eftirtalin sjálfstæð Apótek selja einnig Proactiv Solution: REYKJAVÍKURAPÓTEK, Seljavegi 2 // LYFJABORG APÓTEK, Borgartúni 28 // GARÐSAPÓTEK, Sogavegi 108 URÐARAPÓTEK, Grafarholti // RIMA APÓTEK, Grafarvogi APÓTEK HAFNARFJARÐAR, Tjarnarvöllum 11 ÁRBÆJARAPÓTEK, Hraunbæ 115 // LYFJAVER Suðurlandsbr. 22 SOHO/MARKET Á FACEBOOK Grensásvegur 16, sími 553 7300 Opið mán–fös 12–18 og laugd 12–17 Kjóll 7.990 S – M – L Hálsmen 2.390 Toppur 5.990 Til í bleiku, hvítu og turkish. S – M – L Toppur 1.990 Blúndu- toppur 2.690 margir litir Pils 5.990 Hálsmen 3.750 Bolur m/steinum 8.990 S - M – XL Peysa 4.990 6 litir. Ekki missa af katalónska hópnum La Fura dels Baus á Austurvelli á morgun. Hópurinn verður með fjölmörg lífleg atriði víða um Aust- urvöll bæði á jörðu niðri og í há- loftunum og fara sum atriðin fram í allt að fimmtíu metra hæð. Hóp- urinn varð til fyrir þrjátíu árum í Barcelona, þá sem götuleikhús, og vakti strax heimsathygli fyrir ein- stök atriði sín. Þetta er skemmtun sem borg- arbúar eiga ekki að láta fram hjá sér fara. List í miðborg Reykjavíkur: List í háloftunum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.