Fréttablaðið - 20.05.2011, Síða 46

Fréttablaðið - 20.05.2011, Síða 46
20. maí 2011 FÖSTUDAGUR30 30 menning@frettabladid.is Út er komin bókin Undir rós, yfirlitsrit yfir feril Kristínar Gunnlaugsdótt- ur myndlistarkonu. Kristín segir það hafa verið endur- nýjandi að vinna bókina og segist sjá höfundarverk sitt í öðru ljósi. Yfirlitsritið Undir rós geymir verk eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur myndlistarkonu frá árunum 1987 til 2011. Þar er að finna íkona, olíu- málverk, eggtemperur og vegg- teppi, svo fátt eitt sé nefnt. Frumkvæði að bókinni áttu Gunnlaugur Stefánsson hjá útgáfu- félaginu Eyju, og Páll Valsson, rit- stjóri bókarinnar. „Þeir komu að máli við mig og spurðu hvort það væri ekki kom- inn tími til að gefa út yfirlitsrit yfir verk mín og ég sló til.“ Að sjá það sem manni yfirsást Um 400 verk liggja eftir Krist- ínu og í hönd fór mikil vinna við að fara yfir verkin og flokka þau sem áttu erindi í bókina og þau sem áttu það ekki. Kristín segir það ferli hafa tekið mikið á en um leið verið mjög gefandi og endur- nýjandi. „Þegar maður fer svona yfir allt sem maður hefur gert grein- ir maður mjög skýrt ákveðin tímabil hjá sjálfum sér. Ég rakst á ýmsa kosti og galla, en einna merkilegast var að rekast á kosti sem maður hélt eitt sinn að væru gallar og öfugt. Ég gat með þessu móti endurmetið allan ferilinn, sem er mjög dýrmætt fyrir lista- menn. Ég er mjög sátt við margt í bókinni, ekki síst fyrir að koma auga á ýmislegt sem mér yfirsást á sínum tíma. Það var til dæmis merkilegt að uppgötva að mynd- ir sem útheimtu mikil átök, orku og vinnu eru ekki endilega manns bestu verk meðan aðrar myndir voru sterkari en mig minnti.“ Kristín segir fínlegan blæ ganga eins og rauðan þráð í gegnum verk sín. Hún hafi hins vegar ekki áttað sig á kraftinum á bak við hann fyrr en hún fór yfir verkin aftur. „Bæði frásögn og framsetning einkenndust af þessum fínlega blæ, sem er bæði birtingarmynd ákveðinnar tíðni í mannsálinni, þarfar mannsins fyrir eitthvað æðra en hann sjálfan, en á bak við lúrir aftur myrkur og spenna sem má rekja til þess að maðurinn er alltaf einn. Ég tók eftir að lengi vel beislaði ég þennan kraft sem ég sé að býr í myndunum, oft með ágæt- um árangri, en eftir því sem tím- inn leið sé ég að það hefur byrjað að bitna á sköpunargleðinni.“ Skerpir sjálfstraustið Vatnaskil urðu á ferli Kristínar fyrir rúmu ári þegar hún lagði olíumálverkið, sem hún hafði ein- beitt sér að, á hilluna en sneri sér þess í stað að útsaumi á striga. Þá losnaði sköpunarkrafturinn úr læðingi. „Ég byrjaði að teikna með spor- um og ullargarni sem gaf mér færi á að fara alveg inn í teikninguna. Þetta gaf mér algjört frelsi, bæði í vinnubrögðum og myndheimi. Teikningin gaf mér þannig aftur lykilinn að sköpunargleðinni.“ Í bókinni er einnig grein Ásdís- ar Ólafsdóttur listfræðings sem og ítarlegt viðtal Páls Valssonar við Kristínu, sem hún segir hafa opnað enn eina víddina. „Við Páll fórum í gegnum ævi- söguna og og þannig áttaði ég mig betur á hvernig lífið leiddi mann áfram; hvernig ég fór úr einum myndheiminum í annan í tengslum við það sem var að gerast í mínu persónulega lífi. Maður fer líka að leiða hugann að tækifærunum sem maður missti kannski af en öðlað- ist önnur sem reyndust til góðs“ Spurð hvort útgáfa yfirlitsritsins marki önnur vatnaskil á ferli henn- ar, segir Kristín að sem betur fer viti maður ekki alltaf hvað bíður manns. „Mér finnst bókin afbragðsvel unnin og sýna vel sterkustu hliðar verka minna. Og þótt ég segi sjálf frá er margt skárra en ég hélt. Það hljómar kannski oflætislega en það er mjög nauðsynlegt fyrir listamenn að fá tækifæri til að sjá hvar hæfileikar þeirra og rödd þeirra liggur og að gera sér í leið- inni grein fyrir hvar manni hættir til að lokast inni í myndheimi og tækni. Það eru mikil forréttindi fyrir listamann að fá að vinna svona bók, því það skerpir traustið á því besta sem í honum býr, sem hefur eflaust sitt að segja um hvernig vinnst með framhaldið í sköpun- inni.“ bergsteinn@frettabladid.is Forréttindi fyrir listamann KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR Fór yfir allt höfundarverk sitt fyrir útgáfuna og rakst þar á ýmis atriði sem henni hafði yfirsést áður og fann kosti í því sem hún áður leit á sem galla. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kristín Gunnlaugsdóttir er fædd á Akureyri árið 1963. Hún lærði í Myndlista- og handíða- skóla Íslands og Akademíu hinna fögru lista í Flórens, auk þess sem hún lærði að mála íkona í Róm og hina fornu blaðgull- saðferð miðalda. Hún hefur haldið fjölda sýninga hér heima og erlendis. Nú stendur yfir í Listasafni Akureyrar yfirlitssýning á verkum hennar. Skáldverk, ljóð 11.-17.05.11 „ Sagan um Eddu hitti mig beint í hjartastað.“ SUNNA ÓSK LOGADÓTTIR / MORGUNBLAÐIÐ N Ý K I L J A Íslenski dansflokkurinn hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda fyrir frammistöðu sína á danshátíð í Linz í Austurríki í síðastliðnum mánuði. ÍD sýndi tvö ólík verk á hátíðinni; Grossstadtsafari eftir Norðmann- inn Jo Strömgren og Endastöð eftir Svíann Alexander Ekman. Blaðamaður Tips Total Regional sagði dansara flokksins búa yfir mikilli tæknilegri kunnáttu, þokka og sterkum persónuleika. Blaðið OÖNachrichten gaf sýningunni fimm stjörnur af sex og og gagn- rýnandi Kronen Zeitung hrósaði Endastöð fyrir að vera bráðfyndið. ÍD verður á faraldsfæti í júní og sýnir Svaninn eftir Láru Stef- ánsdóttur í Dornbirn í Austurríki og nýjan dúett eftir Katrínu Hall á Aids Gala Dinner í München í Þýskalandi. ÍD fær lof í Austurríki VORTÓNLEIKAR FLENSBORGARKÓRA Kór Flensborgarskólans, sem skipaður er nemendum sem nú stunda nám við skólann, og Flensborgarkórinn. sem skipaður er eldri félögum, halda vortónleika í Hamarssal Flensborgarskólans við Suðurgötu í Hafnarfirði, þriðjudaginn 24. og miðvikudaginn 25. maí. Þeir hefjast klukkan 20 bæði kvöldin. Hrafnhildur Blomsterberg stjórnar báðum kórunum. Efnisskráin samanstenfur af fjölbreyttu íslensku og erlendu efni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.