Fréttablaðið - 20.05.2011, Page 18

Fréttablaðið - 20.05.2011, Page 18
18 20. maí 2011 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Sameiginlegir hagsmunir Íslands og Bandaríkjanna um norðurslóðir eru miklir. Þeir varða jafnt siglingar yfir heim- skautið í kjölfar bráðnunar sem og aðgerðir til að tryggja öryggi sæfarenda og þeirra sem munu vinna við nýtingu auðlinda undir hafsbotni á norðurslóðum. Báðum þjóðum er mikilvægt að nýta friðsamlegar leiðir til að greiða úr deilum sem kunna að spretta upp um landamörk á hafsbotni og þar með eignarhald á auðlindum. Íslandi og Banda- ríkjunum er svo vitaskuld báðum annt um að efla rannsóknir og eftirlit með við- kvæmu vistkerfi norðursins. Á öllum þessum sviðum náðust mikil- vægir áfangar á afar jákvæðum og vin- samlegum fundi mínum og utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, í Washington á miðvikudag. Í fyrsta lagi sammæltumst við um að hefja þegar í stað vinnu við viljayfir- lýsingu um samstarf á vettvangi norður- slóða, ekki síst akademískra rannsókna. Í öðru lagi lýsti Clinton utanríkisráðherra fullum vilja til að vinna að alþjóðlegum samningum um varnir gegn olíuslysum á norðurhöfum. Í þriðja lagi var mikilvægt að utanríkisráðherra Bandaríkjanna undir- strikaði eindreginn vilja Bandaríkjanna til að nota hafréttarsáttmálann til að setja niður deilur sem upp kunna að koma um landamæri á norðurslóðum. Það eyðir öllu lagalegu tómarúmi ef deilur spretta og dregur þar með úr líkum á spennu í norð- urhöfum. Í fjórða lagi var mjög mikilvægt að stefna Íslands um að koma upp alþjóðlegri miðstöð björgunar og leitar á Íslandi, til að tryggja öryggi á því víðfeðma svæði sem Ísland mun bera ábyrgð á þegar nýt- ing norðurslóða eykst, á hljómgrunn hjá Bandaríkjamönnum. Þó að engar skuld- bindingar hafi verið gefnar af hálfu Hillary Clinton á frumstigi viðræðna er ljóst að við eigum í henni hauk í horni. Samvinna á norðurslóðum er því að verða nýr burðarás í samstarfi Bandaríkj- anna og Íslands í kjölfar fundar utanríkis- ráðherra þjóðanna tveggja nú í vikunni. HALLDÓR Þó að engar skuldbind- ingar hafi verið gefnar af hálfu Hillary Clinton á frum- stigi viðræðna er ljóst að við eigum í henni hauk í horni. A merískur spéfugl sneri eitt sinn út úr þekktu máltæki og sagði að þótt hægt væri að leiða mann að háskóla væri ekki hægt að láta hann hugsa. Í byrjun vikunnar vakti nokkra athygli könnun sem stærðfræðingurinn Pawel Bartoszek vann fyrir tímaritið Frjálsa verslun, en í henni var mælistika lögð á framhaldsskóla í landinu. Í fram- haldinu mátti víða sjá því slegið upp að Menntaskólinn í Reykja- vík væri „bestur“, enda fékk hann hæstu einkunn í samanburð- inum. Tímaritið segir könnunina þá fyrstu sinnar tegundar hér á landi, en slíkur samanburður sé algengur í öðrum löndum. Við lesturinn vaknar hins vegar spurningin um gagnsemi sam- anburðarins. Þótt ákveðin teg- und menntaskóla í Reykjavík fái hæsta einkunn þegar bornir eru saman þættir á borð við mennt- un kennara, aðsókn í skólana, frammistöðu í raungreina- og tungumálakeppnum og þátttöku nemenda í ræðu- og spurningakeppnum er vandséð að með því sé skorið úr um gæði skólastarfsins. Hvað þá að samanburðurinn fái staðið undir fullyrðingum um að einhver skóli teljist bestur. Í umfjöllun tímaritsins benda skólastjórnendur raunar á hversu vafasamt sé að draga ályktanir af könnuninni. Lárus H. Bjarna- son, rektor Menntaskólans í Hamrahlíð, tiltekur til dæmis að ekki sé horft til þátta á borð við viðmið námsskrár eða hvernig nemendum vegni í námi eða starfi að framhaldsskóla loknum. Eftir því sem næst verður komist sýnir nýjasta könnun sem gerð hefur verið á slíkum þáttum að hæst hlutfall útskriftarnemenda einstakra framhaldsskóla sem lokið hafi háskólanámi, eða séu langt komnir, komi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, eða um 85 prósent. Í öðru sæti í þeim samanburði er Verslunarskólinn og svo Menntaskólinn við Hamrahlíð í þriðja sæti. Besti skólinn hlýtur nefnilega að vera sá sem stendur sig best í því að koma sem flestum til manns. Virðisaukinn er fólginn í mismuninum á þeim hópi sem er innritaður í upphafi náms og þeim sem svo aftur útskrifast. Virðisaukinn er mestur þar sem tekist hefur að hjálpa þeim sem í upphafi stóðu höllum fæti í náminu þannig að þeir fái staðið sig vel og útskrifist með sóma. Virðisaukinn er lítill þar sem nýnemar eru upp til hópa afburða- nemendur og halda áfram að vera það fram að útskrift. Þá má spyrja sig hvort ekki felist verðmæti í því samspili og blöndun þar sem ólíkir nemendur koma saman. Líka mætti halda því fram að stefna aðgreiningar og elítisma þar sem „afburða- nemendum“ er safnað í „bestu skólana“ stuðli að þjóðfélagi stéttaskiptingar. Einsleitir hópar nemenda ala á skilningsleysi á aðstæðum annarra. Nær væri að auka gæði „elítuskólanna“ með því að hjálpa þeim að breikka nemendahópinn og styðja þá til fjölbreyttara námsframboðs, eins og þekkist í mörgum þeirra skóla sem ekki komust hátt á lista Frjálsrar verslunar. Þá má kannski líta á þessa umræðu sem áminningu um þörfina á að yfirvöld menntamála í landinu láti gera heildstæða úttekt á námi í landinu þar sem dregnir verði fram kostir hvers skóla og nemendum sem komi úr grunnskóla gert auðveldara að velja nám við hæfi. Í öllu falli þarf að passa að hugsunina skorti ekki í samanburði á ólíkum skólum. Virðisaukinn má ekki gleymast í samanburðinum. Hverjir eru bestir? SKOÐUN Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is Alhæfingar um ESB Óvíða finnast jafn margar alhæfingar og í ESB-umræðunni. Þeir sem eru fylgjandi aðild eiga það oft til að oflofa aðstæður í Evrópu í tengslum við ákveðinn málaflokk á meðan þeir sem eru á móti mála skrattann á vegginn. Vandamálið er að í ESB eru 27 ríki og aðstæður þeirra eru í mörgum málaflokkum verulega ólíkar. Gott dæmi er atvinnuleysi, en því er oft haldið fram að það sé mikið í ESB og því sé líklegt að það aukist hér á landi eftir aðild. Sann- leikurinn er hins vegar aðeins flóknari, eins og sést á því að í Hollandi er atvinnuleysi 4,2 prósent en á Spáni 20,7 prósent. Einn fyrir alla, alla fyrir einn Annað hvimleitt og raunar skylt vandamál í ESB-umræðunni er þegar aðstæður í einu aðildarríkjanna eru heimfærðar upp á Ísland eftir aðild án þess að huga sérstaklega vel að samanburðinum. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, fellur í þessa gryfju í pistli sem birtist á Evrópuvaktinni í gær. Þar snuprar hann Árna Pál Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, fyrir ummæli um kosti evruupptöku. Björn segir Grikkland, Írland og Portúgal vera lítil ríki á evrusvæðinu sem ekki síður hafi þurft að glíma við hrun en Ísland og því sé ljóst að engu betra sé að vera með evru en krónu. Samanburðurinn skiptir öllu Það er út af fyrir sig alveg rétt hjá Birni að þessi ríki hafa orðið illa úti í kreppunni, en alveg eins hefði verið hægt að benda á Holland, Finn- land og Austurríki, sem öll hafa staðið hana nokkuð vel af sér. Það verður nefnilega að huga að samanburðinum. Menn komast ekki langt á keppni í upptaln- ingu á ríkjum. magnusl@frettabladid.is Clinton, Ísland og norðurslóðir Samvinna á norður- slóðum Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra Öflugur greiðendavefur með hagnýtum upplýsingum s.s.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.