Fréttablaðið - 20.05.2011, Page 44

Fréttablaðið - 20.05.2011, Page 44
20. maí 2011 FÖSTUDAGUR28 BAKÞANKAR Brynhildar Björnsdóttur ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta LÁRÉTT 2. snap, 6. tímabil, 8. hversu, 9. farfa, 11. klaki, 12. umstang, 14. tárfelldu, 16. tveir eins, 17. dýrahljóð, 18. hús- freyja, 20. bardagi, 21. sjá eftir. LÓÐRÉTT 1. líkamshluti, 3. skammstöfun, 4. sundra, 5. prjónavarningur, 7. ritsmíð, 10. ferð, 13. eru, 15. kvk. spendýr, 16. vafi, 19. klukka. LAUSN LÁRÉTT: 2. betl, 6. ár, 8. hve, 9. lit, 11. ís, 12. stúss, 14. grétu, 16. ee, 17. urr, 18. frú, 20. at, 21. iðra. LÓÐRÉTT: 1. háls, 3. eh, 4. tvístra, 5. les, 7. ritgerð, 10. túr, 13. séu, 15. urta, 16. efi, 19. úr. Ég hélt að allt gengi svo vel hjá okkur, hvað er að? Hvernig á ég að útskýra þetta fyrir þér? Ég fæ stundum þessa tilfinningu að mig langi til að stappa ofan á þér, lemja þig með kúbeini, hoppa ofan á þér og hrópa: „Drepstu, drepstu!“ Og – það er ekki gott merki. Ég skil þetta ekki. Komdu þér út, láttu þig hverfa, farðu og komdu aldrei aftur, vertu úti!!!!! Ég held að þetta sé einn af þessum dögum. „TÓTI OG ROTTAN HANS“ Þegar þú kemur að næsta horni beygir þú til vinstri. Ekki tyggja þetta stelpan mín, þetta er ógeðslegt. Þetta var ekki svona ógeðslegt. NG N NGNNGN Orð eru til alls fyrst og orð eru til alls vís. Hvert einasta orð er galdraþula, merkimiði, skýring, sönnun. Og hvert ein- asta orð er hlaðið merkingu annarra orða. Það skiptir máli hvernig orð eru notuð því með þeim er hægt að breyta heiminum. ÞETTA vita hagyrðingar og slagorðasmiðir manna best. Auglýsingar gera út á mynd- mál og slagorð. Sumar setningar greypast í minni okkar og fara þaðan aldrei, saman- ber Ég vil þín njóta, Toyota og Það er Daloon dagur í dag. Sum eru svo einföld og með svo breiða skírskotun að þau ættu jafn- vel ekki að virka en gera það samt, saman- ber Coke is it og Just do it! Ekki hefur mér vitanlega verið reynt að snara þessum slagorðum á íslensku, en hér er gjöf til málhreinsunarsinna: Kók var það, heillin. Láttu vaða! ORÐ skipta máli. Sum orð eru á sífelldum flótta í tungumálinu vegna þess að þau eru gengisfelld um leið og þau verða til. Þannig eru orð sem einu sinni áttu að sýna virð- ingu við þá sem eiga við fötlun að stríða, eins og vangefinn eða þroskaheftur, orðin að háðs- og skammaryrðum. Svo er alltaf verið að búa til ný orð sem hrekjast út í horn, saman ber nýlega orðið greindarskertur. Orðið hommi var á tíunda áratugnum almennt skammaryrði en hommarnir tóku orðið sitt og sneru því við með því að nota það sjálfir og með stolti. Nú þýðir orðið hommi sam- kynhneigður karlmaður, hvort sem sam- hengið gerir það jákvætt eða neikvætt. LÝSINGARORÐ yfir sterkar upplifanir verða sífellt hástemmdari. Ógeðslega flott, ýkt best. Geðveikt lýsir sérlega jákvæðri upplifun og ánægju með ástand, hluti og fatnað, þótt ekki kannist allir geð sjúklingar við þá upplifun. Æði þýddi einu sinni atferli og síðan geðveiki en er núna hluti af jákvæðu lýsingarorði. Æðislegt! ORÐ hafa áhrif. Orð móta skoðanir, með- vitað og ómeðvitað. Þess vegna skiptir svo miklu hvernig þau eru notuð. Fyrirsögnin „Eldri menn kaupa kynlífsþjónustu af grunnskólabörnum“ hefur aðra merkingu en „Eldri menn misnota grunnskólabörn og láta þau hafa fé“. „Nauðganir eru glæpir sem við reynum að koma í veg fyrir“ hljómar öðruvísi en „Stígamótakonur magna upp vandamál“. Og „Áætlanir um forsetaframboð í hættu“ leggur allt aðrar áherslur en „Reyndi að nauðga hótelstarfs- manni“. ÞEIR sem fara með orð fara jafnframt með ábyrgð. Ábyrgð á mótun samfélagsins, á því hvað verða viðteknar venjur, hvað er rétt og hvað er rangt. Orð eru aldrei tóm. Orðin tóm Starfsmaður í framleiðslu Ferskar kjötvörur hf. óska eftir að ráða starfsmann í framleiðslu á helstu framleiðsluvörum fyritækisins. Um framtíðarstarf er að ræða. Umsóknarfrestur er til 24. maí. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu fyrirtækisins að Síðumúla 34 í Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörn Sigurbergsson í síma 588 580 eða 660 6320 frá kl. 10:00 til 15:00 virka daga og á netfangið ingibjorn@ferskar.is Ársfundur Byggðastofnunar 2011 verður haldinn miðvikudaginn 25. maí nk. í Höllinni, Vestmannaeyjum. Fundurinn hefst kl. 12:00 með léttum veitingum, og fundarlok eru kl. 16:00. Dagskráin verður sem hér segir: Kl. 13:00 Setning fundarins, Anna Kristín Gunnarsdóttir, formaður stjórnar Byggðastofnunar. Kl. 13:05 Ávarp iðnaðarráðherra, Katrínar Júlíusdóttur. Kl. 13:20 Anna Kristín Gunnarsdóttir, ræða formanns stjórnar Byggðastofnunar. Kl. 13:35 Aðalsteinn Þorsteinsson, skýrsla forstjóra Byggðastofnunar. Kl. 13:50 Afhending „Landstólpans“ samfélagsviðurkenningar Byggðastofnunar Sóknaráætlanir landshluta og stoðkerfi atvinnulífsins Kl. 14:00 Sóknaráætlanir landshluta - Ísland 2020, Héðinn Unnsteinsson forsætisráðuneyti Kl. 14:15 Stoðkerfi atvinnulífsins – viðhorf atvinnuþróunar félaga Sædís Íva Elíasdóttir, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunar félags Suðurlands Kl. 14:30 Viðhorf stofnana í stoðkerfi atvinnulífsins Sigríður Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunar- miðstöð Íslands Þórarinn Sólmundarson, þróunarsviði Byggðastofnunar Kl. 15:00 Sjónarmið sveitarfélaga og atvinnulífs Páley Borgþórsdóttir, formaður bæjarráðs Vestmannaeyjabæjar Friðrik Pálsson, Hótel Rangá Kl. 15:30 Umræður og fyrirspurnir Kl. 16:00 Fundarlok Vinsamlega tilkynnið þátttöku með tölvupósti til lovisa@byggdastofnun.is eða í síma 455 5400 eigi síðar en 23. maí n.k. Fundurinn er öllum opinn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.