Fréttablaðið - 20.05.2011, Side 8

Fréttablaðið - 20.05.2011, Side 8
20. maí 2011 FÖSTUDAGUR8 ALÞINGI Tvö frumvörp ríkis- stjórnarinnar um breytingar á stjórnun fiskveiða voru lögð fram á Alþingi í gær. Aðeins er stefnt á að afgreiða minna frum- varpið áður en þingmenn fara í sumarfrí. Frumvarp sem snýr að viða- miki l l i kerfisbreytingu á stjórnun fiskveiða verður ekki að lögum fyrir sumarfrí þing- manna. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að stefnt væri á að það yrði að lögum á haustþingi eða í sept- ember. Það frumvarp sem stefnt er á að afgreiða á yfirstandandi þingi snýr að strandveiðum og byggðakvóta. „Við þurfum ekki á því að halda að fjölga þeim sem sækja sjó- inn, heldur hámarka afrakstur af fiskveiðunum,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, á Alþingi í gær. Hann gagnrýndi þar stjórnvöld harðlega fyrir að leggja frum- vörpin ekki fyrr fram á þingi. Bjarni benti á að Jóhönnu virð- ist hafa snúist algerlega hugur þegar komi að stjórnun fiskveiða. Nú vilji hún takmarka framsal, banna veðsetningu og auka völd ráðherra, þvert á það sem hún hafi sjálf talað fyrir á þingi árið 1990. - bj Frumvörp stjórnvalda um breytingar á stjórnun fiskveiða lögð fram á Alþingi: Kerfisbreyting bíður haustsins JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR BJARNI BENEDIKTSSON TÆKNI Hundruð eigenda Apple- tölva hafa leitað sér hjálpar til að losna við forrit úr tölvum sínum sem kynnt var sem vírusvarnar- forrit. Notendurnir hlóðu niður forritum sem kallast MACDefend- er eða Mac Security. Forritin opna glugga með klámfengnum mynd- um, notendum til mikils ama, að því er fram kemur í frétt BBC. Forritin gefa til kynna að vírus valdi því að myndirnar birtist. Forritin rukka því næst tölvu- eigendur um vírusvörn sem á að hreinsa tölvuna. - bj Tölvuþrjótar herja á Apple: Blekkja notend- ur með forriti Innritun stendur yfir www.idnskolinn.is Flatahrauni 12 220 Hafnarfjörður Vorsýning Iðnskólans í Hafnarfirði Iðnskólinn í Hafnarfirði, frábær námskostur, komdu og skoðaðu Fjölbreytt nemendaverk Opin 21. maí–29. maí kl. 13.00 –16.00 Fastus ehf. | Síðumúla 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is Sjálfvirk hjartastuðtæk örugg og einföld í notkun með íslensku tali. Getur þú bjargað Aðalfundur Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 28. maí 2011 kl. 14.00 í íþróttahúsi félagsins að Hátúni 14. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Stjórnin Aðalfundur ÍFR 2011 FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRA SJÓNVARP Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. SJÁVARÚTVEGUR Minna af norsk-íslenskri síld er geng- in inn á íslenskt hafsvæði en á sama tíma í fyrra. Líkleg skýring þessa er einfaldlega talin sú að síld- in sé seinna á ferðinni en undanfarin ár. Þetta er niðurstaða Hafrannsóknastofnunarinnar en rannsóknaskipið Árni Friðriksson er nýkomið úr 24 daga leiðangri við að kanna útbreiðslu og magn kolmunna og norsk-íslenskrar síldar fyrir vestan, sunnan og austan land. Leiðangurinn er hluti af sameiginlegri leit og bergmálsmælingum Íslend- inga, Norðmanna, Færeyinga, Rússa og Evrópusam- bandsins á útbreiðslusvæði þessara stofna. Alls mældust nú um 550 þúsund tonn norsk- íslenskrar síldar innan íslensku landhelginnar í samanburði við eina til 1,4 milljónir tonna árin þrjú á undan. Auk þess sem talið er að síldin sé seinna á ferðinni er horft til þess að elstu og stærstu síldinni, sem er að miklu leyti úr stórum árgöngum frá 1998 til 2000, fer fækkandi í stofninum. Þessi síld leitaði hingað undanfarin ár í fæðuleit og var að öllu jöfnu fremst í göngunum. Alþjóðahafrannsóknarráðið metur hrygningar- stofn norsk-íslenskrar síldar nú vera níu milljónir tonna og er aflamark Íslendinga rúm 143 þúsund tonn fyrir árið 2011. - shá Hafrannsóknastofnunin mældi 550 þúsund tonn af síld í lögsögunni: Síldin seinni á ferðinni en í fyrra ÁRNI FRIÐRIKSSON Mælingar Hafró sýna að síldin er seinna á ferðinni en undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNARSKRÁ Alþingismönn- um verður gert óheimilt að taka þátt í afgreiðslu mála sem varða sérstaka og verulega hags- muni þeirra eða einhverra þeim nákomnum, ef tillögur stjórnlaga- ráðs ná fram að ganga. Tillagan er meðal nokkurra sem kynntar voru á níunda fundi ráðsins í gær. Fleiri nýmæli eru í tillögum svokallaðrar B-nefnd- ar ráðsins, sem fjalla um störf Alþingis. Í þeim er meðal annars kveðið á um að þingmönnum og ráðherr- um verði gert skylt með lögum að skrá fjárhagslega hagsmuni sína og jafnframt að mönnum verði gert óheimilt að sinna öðrum störfum samhliða ráðherraemb- ætti. Áður hafði verið lögð fram til kynningar tillaga um að ráð- herrar þyrftu að víkja af þingi. Þá var lagt til á fundinum í gær að víkka út stjórnarskrár- ákvæði um heimild Alþingis til að skipa rannsóknarnefndir. Þær þurfi ekki lengur að vera skipað- ar alþingismönnum eins og verið hefur, þótt rannsóknarnefndir utanþingsfólks hafi verið skipað- ar með sérstökum lögum. Enn fremur er gerð tillaga um sérstaka eftirlits- og stjórnskip- unarnefnd Alþingis, sem muni geta kannað hvers kyns athafn- ir og ákvarðanir ráðherra. Sam- kvæmt tillögunni verður nefnd- inni gert skylt að hefja rannsókn að kröfu þriðjungs þingmanna. Nefndin á sér fyrirmyndir á hinum Norðurlöndunum, einkum í Noregi, að sögn Vilhjálms Þor- steinssonar, varaformanns B- nefndar. Ein tillagan snýst um að þing- mál falli ekki niður við lok hvers þings, heldur við lok kjörtíma- Reynt að girða fyrir spillingu þingmanna Stjórnlagaráð leggur til að í stjórnarskrá verði reynt að koma í veg fyrir spill- ingu á Alþingi með því að lögfesta hagsmunaskráningu og banna þingmönnum að greiða atkvæði um mál sem þeir tengjast. Nefnd fari yfir störf þingsins. Endurskoðaðar tillögur að kafla um dómstóla voru einnig lagðar fram í ráðinu í gær. Þar ber helst til tíðinda að lagt er til að það verði Hæstiréttur sem skeri úr um ráðherraábyrgð, en það er nú í höndum landsdóms. Hins vegar segir í tillögunni að Hæstiréttur skuli í þeim tilfellum skipaður sjö hæstaréttardómurum auk átta þingkjörinna fulltrúa, sem ekki endilega þurfi að uppfylla starfshæfisskilyrði dómara. Hæstiréttur dæmi um ráðherraábyrgð NÍUNDI FUNDURINN Töluverðar umræður spunnust um tillögurnar á fundi stjórnlagaráðs í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA bils. Það kæmi í veg fyrir að mál sem ekki hljóta afgreiðslu þurfi að leggja fram á nýjan leik á nýju þingi og er einkum hugsað sem vernd fyrir þingmannafrumvörp, sem gjarnan mæta afgangi. Loks er lagt til að eftir að þing er rofið verði að lágmarki sex vikur að líða fram að kosning- um, til að nýjum framboðum gef- ist færi á að undirbúa sig. Nú er aðeins kveðið á um að ekki megi líða meira en 45 dagar frá þing- rofi til kosninga. Tillögurnar voru lagðar fram til kynningar og afgreiðslu inn í áfangaskjal að nýrri stjórnar- skrá. stigur@frettabladid.is 1 Sextíu kíló af hvaða sjaldséða fíkniefni voru gerð upptæk nýlega? 2 Hvaða leiðtoga hitti Össur Skarphéðinssson á fundi í Washing- ton í fyrradag? 3 Hvaða lið fagnaði sigri í Evrópudeildinni í knattspyrnu á miðvikudagskvöld? SVÖR 1. Khati 2. Hillary Clinton 3. Porto VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.